Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Qupperneq 83
215
þólskra manna voru það lög, að fimmmenningum var
óleyfilegt hjónaband, en sjömenningum frjálst, og þeir,
er væru þar í milli að frændsemi, gætu fengið leyfi til
hjónabands. Á Lateran-kirkjuþingi, er Innocentius
páfi hinn þriðji hjelt 1215, þótti þetta of hart, og var
hjónabandsleyfið fært fram um einn lið, og var þeim,
er voru að sjötta og sjöunda að frændsemi, látið frjálst
að ganga í hjónaband leyfislaust; segir í ályktun þings-
ins, að það eigi vel við, að fertalan sje bönnuð í hold-
legri sambúð, „því að ferns konar vökvar eru í mann-
legum líkama, er samsettur er af fjórum höfuðskepn-
umal, Lög um þetta voru samþykkt á alþingi 1217
eptir tillögu Magnúsar Gissurarsonar, biskups 1216—
1236; þá voru og sama ár samþykkt lög um, að ljetta
alveg á manni skyldu til að leggja meðlag með fimm-
menning sinum, er var ómagi, og minnka slíkt skyldu-
meðlag með ómaga, er var í ætt við mann að þriðja
og fjórða, fjórða í báða liði, og fimmta og fjórða1 2.
Eptir 1218 voru lögsögumenn Teitur þorvaldsson
1219—1221, Snorri Sturluson annað sinn 1222 —1231,
Styrmir fróði annað sinn 1232—1235, Teitur annað sinn
1236—1247, Ólafur þórðarson hvítaskáld 1248—1250,
Sturla fórðarson 1251, Ólafur hvítaskáld annað sinn
1252, Teitur Einarsson 1253—1258, Ketill þorláksson
1259—12Ó2. þ>á er Teitur J>orvaldsson var lögsögu-
maður annað sinn, var lögtekin þorláksmessa á sumar
12373 4, ogáfyrsta lögsagnarári Teits Einarssonar, 1253,
var lögtekið, að „guðslög skyldu ráða, ef þau ágreindi
við landslög-14. þorleifur hreimur Ketilsson var lög-
sögumaður 1263—1266, þá Jón Einarsson 1267, por-
1) ísl. fombrjefas. I. bls. 378.
2) Biskupas. I. bls. 507; sbr. Konungsb. I. bls. 36—37.
3) ísl. annálar.
4) ísl. annálar. Biskupas. I. bls. 718—719.