Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 102
234
samband, sem getur hæglega greiðzt sundur aptur og
hleypt úr sjer súrefninu, þegar svo stendur á. f egar
uppleyst hæmoglobin, eða almennt dökt blóðæðablóð,
er látið standa í opnu íláti öndvert fyrir áhrifum lopts-
ins, eða það er hrist saman við loptið í flösku, mynd-
ast efni það, er efnafræðingar kalla súrefnis-hæmo-
globín, eða oxy-hæmoglobin, og af þessu efni fær slag-
æðablóðið sinn fagra ljósrauða lit. f>etta oxy-hæmo-
globin getur þó einungis haldizt óbreytt í vökva, sem
súrefni er í, eða i því lopti, sem hefir nægilega mikið
af súrefni, og þegar ljósrautt slagæðablóð er látið í
flösku og hrist þar saman við kolsýru og köfnunar-
efnislopt, þá leysist oxy-hæmoglobínið í sundur; súr-
efnið verður að lopti aptur og fer á brott, en blóðið
verður dekkra. Af þessu getum vjer hæglega skilið,
hvers vegna blóðkornin taka í sig súrefni í lungunum,
en sleppa því aptur í vefjunum. í lungunum samein-
ast hið dökkva blóðæðablóð nákvæmlega lopti því, er
vjer höfum nýandað að oss, og sem er auðugt af súr-
efni, og þess vegna verða afleiðingarnar hinar sömu,
eins og þegar lítið eitt af dökku blóðæðablóði er hrist
í flösku saman við mikið af lopti. Hin „kemiska af-
tinitet11 hjá „hærnoglóbíninu11, þ. e. efnisaðdráttarafl
þess til þess að sameinast súrefninu, fær þá yfirhönd,
og við það myndast oxy-hæmoglóbín. fegar nú þetta
ljósrauða og súrefnisríka slagæðablóð rennur inn í hár-
æðarnar í hinum ýmsu hlutum líkamans, snertir það
vefi þá, er næstum alveg bresta súrefni, en sem fela
mikið í sjer af kolasýru og köfnunarefni; kemur þá
hið sama fram og þegar slagæðablóð er hrisst saman
í flösku við kolasýru og köfnunarefni: „oxy-hæmo-
globínið11 liðast sundur, súrefnið verður laust, og hinir
ýmsu hlutar vöðvanna draga það til sín með miklum
ákafa.
|>að er auðskilið, að eptir því, sem „hæmoglobínið11