Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 118
250
að ræða, þar eð raddirnar breytasl alls ekkert við það,
þó raddauki setjist framan við þær.
pegar það, sem nú hefir verið sagt, er heimfært
til bókstafsins é, þá verður það ljóst, að nú á tímum
er ekki meiri ástæða til að álíta röddina, sem hann
táknar, „breikkað“ e, heldur en að ja tákni breikkað
a; því raddfærahreifingunni mismunar viðlíka við a og
ja, eins og við e og je. Auk þess er tvennt til sam-
anburðar: i. Víða hjer á landi er sá framburður al-
mennur, að ýrumrödd, sem fer á undan ng eða nk, er
borin fram sem breið rödd, þó aldrei önnur en sú, er
svarar til frumraddarinnar, t. d. fang verður fáng;
ping verður píng; kong (samdr. úr: konung) verður:
kóng; hönk verður haunk; dreng verður: dreing, en ekki
drjeng, sem eptir reglunni ætti að vera, ef é væri
breikkað e. |>ar á mót heyrist j oft framan við ei, t.
d. gengu; keng; hén'gu; er borið fram: gjeingu, kjeing,
hjeingu; o. s. frv. — 2. Á eftir breiðum röddum til-
likist nr í nn, sem í framburðinum verður sem næst
ddn, t. d. spánn, vœnn, brúnn, pjónn, seinn, daunn, er
fram borið : spáddn, væddn, brúddn o. s. frv.; en þessi
áhrif á eftirfarandi nn hefir é ekki. £>ar af má ráða,
að á þeim tíma, sem tillíkingin festi rætur í málinu,
hefir é ekki getað verið breikkað e. En áður gat það
samt verið og mun hafa verið. Samkvæmt reglu
þeirri, sem að framan var talað um, er nfl. breikkuð
e=ei; en af ýmsum orðum má ráða, að é hafi að
minnsta kosti á vissu tímabili verið borið fram líkt og
ei er nú borið fram, eða máske alveg eins. Alkunnugt
er, að ei og æ hafa stundum víxlazt á, því þær raddir
eru svo svipaðar: orðin vætt og vættr eru t. d. stund-
um rituð vétt og véttr; hafa þau þá án efa verið borin
fram veitt og veittr; ei-hljóð hefir komið fyrir æ-hljóð.
Enn í dag höfum vjer orðmyndina vær (= vjer), sem
bendir til, að vér hafi á sínum tíma verið borið fram: