Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Qupperneq 126
258
á stað til þess að rannsaka löndin fyrir vestan Nyassa-
vatnið. þýzkur maður, fæddur í Afríku, Aurel Schulze að
nafni, hefir skoðað norðurhlutann af Kalahari og rennsli
árinnar Kúandó, er fellur í Zambese, og voru þau héruð, er
hann fór um, að mestu ókunn áður.
Syðsti hluti Afríku er nú að mestu kunnur, og þar eru
nýlendur Európumanna norður af Kaplandinu allt af að
stækka og eflast; þar hafa fundizt bæði demantar og gull,
og gerir það eigi lítið til að ginna menn þangað. Hol-
lendingar þeir (Boers, Búar), sem þar byggja, eru að auk-
ast að afli og sjálfstrausti, síðan bændurnir í Transvaal ráku
af hendi sér her Englendinga fyrir skömmu. þar í Suður-
Afríku hafa verið tvö lýðveldi hingað til, sem kunnugt er
(Transvaal og Oranjeríki), en nú hafa þar bæzt við þrjú
lýðveldi: Stellaland (380 □ mílur, íbúar 20,500), Goosenland
(250 □ m., 17,000 íbúar), og Zúlúland (250 □ m., 47,000
íbúar); af íbúum þessara lýðvelda er 75,000 hvítir menn.
Eldri lýðveldin eru miklu stærri. Oranjeríkið er um 2,000
□ mílur með 150,000 íbúum; af þeim eru 80,000 hvítir;
Transvaal er 5,400 □ mílur, og íbúar 275,000, og af þeim
60,000 hvítir menn.
Við stóru vötnin austan til um miðbik Afríku hafa
enskir kristniboðar nú á seinni árum verið að taka sér ból-
festu, og hafa þeir hjálpað mjög mikið til að gefa
mönnum skýrari hugmyndir um héruðin þar í kring. Með
fjarskalegri fyrirhöfn hafa Englendingar getað komið gufu-
bátum inn að þessum vötnum, látið bera partana mörg
hundruð mílur inn í land, og svo látið setja bátana saman;
á Nyassa-vatni eru nú tveir gufubátar, á Victoria-Nyanza
einn, og nýlega var hinn fjórði fluttur inn á Tanganika-
vatnið. Enskur maður, að nafni II. E. O’ Neill, hefir síðan
1880 á hverju ári gert ágætar rannsóknir á austurströnd
Afríku milli Nyassa-vatns og hafs; hefir hann gert þar á-
gætar landmælingar, betri og nákvæmari en nokkur maður
annar. þjóðverjar hafa, þrátt fyrir mótmæli soldánsins í