Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 133
265
og núningsfyrirstaðan er svo mikil, hve haganlega sem hvelf-
ingin er gerð, að mikinn krapt og töluverðan tíma þarf til
að snúa henni. Undir rönd hvelfingarinnar eru höfð hjól
eða völtrur, sem hún snýst á; gengur þessi hreyfing allvel
fyrst, en smám saman verður allt stirðara og verra við-
fangs. í stjörnuturninum í París þurfti 8 manns til þess
að snúa hvelfingunni, og voru þeir að þvi starfi í 45 mínút-
ur; síðan hafa menn notað gufuvél í stað mannafla, og
gerist hreyfingin þá á 10 mínútum. Nú hefir vélasmiður
einn, að nafni Eiffel, gert hvelfingu á stjörnuturninum í
Nizza á allt annan hátt. Eönd hvelfingarinnar liggur á
vatni, og snýst miklu betur en á hjólum, eins og eðilegt er,
því hver hlutur, sem í vatn kemur, missir jafnmikið af þunga
sínum, eins og þungi þessi rúmtaks af vatni er, sem hlut-
urinn kemur fyrir. Hvelfingin á turninum í Nizza er 72
fet að þvermáli og sjónpípan 57 fet á lengd. Eönd hvelf-
ingarinnar liggur í hringmynduðu keri, sem fyllt er með
vökva. Af því hætt er við, að vatn kunni að frjósa á vetr-
um, er haft í þess stað runnið »magnesium chloryrx, sem
þolir 40° kulda, svo að ekki frýs; eðlisþyngd þessa vökva
er auk þess meiri en vatnsins, og burðarmagnið því meira.
Hvelfingin vegur 1900 vættir, og er gerð vir stálþynnum ;
samt getur einn maður hæglega snúið henni hringinn í kring
á 4 mínútum. Auðmaður einn í París, Bafael Bischoffs-
heim, hefirlátið smíða turn þennan ásinn kostnað, ogvarið
til þess mörgum miljónum króna.
Kínverjar hafa snemma á öldum verið miklu lengra
komnir í mörgu en Európumenn, þó þeir séu nú eptirbátar
þeirra í flestu og framfarirnar séu hættar. Nýlega hefir
komið út kínversk bók í 10 bindum, saga stjömufrœðinga
þar í landi. Menn voru farnir að fást við stjörnuathuganir
1700 árum f. Kr., til þess að geta komið tímatalinu í gott
horf. Nokkru seinna höfðu kínverskir stjörnufræðingar
komizt að því, að jörðin væri hnöttótt, að lengd dagsins,