Réttur - 01.01.1961, Blaðsíða 15
B É T T U B
15
Ef þessi öfugþróun ekki verður stöðvuð, þá vofir glöt-
unin yfir öllu því, sem íslenzkt er.
Það er ekki manngildishugsjón íslenzks þjóðemis, sem
vakir nú fyrir valdamönnum vorum. Nei. Þeirra manns-
hugsjón er hinn fágaði hirðmaður auðsins, hinn feiti þjónn
hervaldsins.
Þess vegna er það nú mikalvægasta verkefni íslenzkra
stjómmála að hér skapist sú þjóðfylking íslendinga, sem
nær ríkisvaldinu úr helgreipum þessara handbenda auð-
valdsins, — þjóðfylking sem hættir að láta nota ríkisvald-
ið sem kúgunarvald gegn liinum vinnandi stéttum, en gerir
það I staðinn að lyftfistöng Iífskjara þeirra, — sú þjóð-
ifylking, sem nær aftur í hendur íslendinga landinu og
landhelginni, sem nú var ofurseld, — gerir Island frjálst
og farsælt. Verkamenn og bændur, launþegar allir, mennta-
menn og millistéttir og allir þeir atvinnurekendur, sem
vilja viðhalda og efla ISLENZKT atvinmdíf, þurfa að taka
höndum saman um slíka þjóðfylkingu og þá flokka, er
hana mynda.
Á því veltur nú framtíð Islands.
Núverandi ríkisstjóm hefur sagt fólltinu í landinu stríð
á hendur og fer nú ránshendi um eigur þess. — Þess vegna
á stjómin að falla, en fólkið að sameinast um hagsmuni
sína og heill.
Þessi ríkisstjóm er handbendi erlends valds í stríði þess
við þjóðina og hefur nú svfikið Iduta af yfirráðasvæði Is-
lands í hendur þess valds. Þess vegna á stjómin að falla,
en þjóðin að sameinast mn að varðveita Island fyrir Is-
lendinga og vinna aftur allt, sem glataðist.