Réttur - 01.01.1961, Blaðsíða 72
ÁRNI BJÖRNSSON:
Byltingin í Blálandi
„Veröldin var greind í þrjár hálfur, frá suðri í vestr ok inn at
Miðjarðarsjó, sá hlutr var kalaðr Affríká. In syðri hlutr þeirar,
deildar er heitr, svá at þar brennr af sólu." Svo segir í Snorra-
EDDU. Um þennan syðri hlut þeirrar deildar er ætlunin að fjalla
í þessum skrifum þann hluta heimsins, sem við áður fyrr nefnd-
um oft Bláland, og Evrópubúar hafa löngum kallað Svörtu-Afríku.
Hér er um að ræða svæðið sunnan Sahara eyðimerkurinnar suður
að Iandi því, sem venjulega er nefnt Suður-Afríka. Arabalöndin
í Norður-Afríku koma hér ekki við sögu.
Á svæði þessu eru nú 21 meira eða minna sjálfstæð ríki og
milli 20 og 30 nýlendur, flestar smáar. Þar búa um 180 milljónir
manna, eða þúsund sinnum fleiri en allir Islendingar, og stærð
þessa landsvæðis er um 22 milljónir ferkílómetra, eða meira en
tvöhundruð sinnum stærra en Island.
Þegar menn hafa sett sér þennan hluta Afríku fyrir hugskots-
sjónir, mun myndin löngum hafa orðið eitthvað á þennan veg:
Gríðarmikill frumskógur og nokkrar sléttur með óhemju merki-
legu dýralífi. Rjóður á stöku stað í frumskóginum, þar sem kol-
svartar mannætur sjóða eftirlætisrétt sinn í potti. Það er heldur
ekki ofmælt, að Evrópumönnum hefur löngum þótt dýralífið í
Afríku mun merkilegra en mannlífið, enda íbúamir oft varla
taldir með mönnum.
Af þeim 180 milljónum manna, sem bornir og barnfæddir eru
á þessu svæði, er mikill meirihluti ólæs og óskrifandi, og aðeins
lítill hluti barna hefur fram á þetta ár notið barnaskólamennt-
unar, hvað þá stundað framhalds- eða háskólanám. Híbýli manna,
ef nokkur eru, minna okkur meir á léleg gripahús en mannabústaði.