Réttur - 01.01.1961, Blaðsíða 50
50
RÉTTUR
Árið 1958 námu allir skattar og tollar til ríkissjóðs 687 millj. kr.
og er því auðsætt að skattheimtan hefur nær tvöfaldast frá því á
síðasta stjórnarári vinstri stjórnarinnar. Þessa gífurlegu aukningu
skattheimtunnar verður almenningur að taka á sig að greiða af
stórlækkuðum launum sínum til viðbótar verðhækkununum, sem
beint leiða af hækkun gjaldeyrisverðs erlendra vara. En jafnframt
hefur launamönnum verið gert að taka á sig stóraukna hlutdeild
í skattheimtunni vegna þeirrar byltingar, sem gerð hefur verið
í skattamálunum með því að lækka beina skatta og leggja allan
þungann á neysluskattana. Þannig er sá hluti útgjaldaaukningar
ríkissjóðs, sem kemur almenningi að nokkru til góða (fjölskyldu-
bæturnar) hrifsaður margfaldur af almenningi með annarri hend-
inni um leið og hann hefur verið réttur að honum með hinni.
Framangreindar tölur gefa ekki fulla vitneskju um raunveru-
legan álagaþunga þar sem óbeinu skattarnir eru nú heimtir af
stórum minna vörumagni en áður. Ekki er aðstæða til að rekja
hér þær breytingar, sem orðið hafa á því hvernig ríkistekjunum
er varið, en ein athyglisverð staðreynd í því efni er sú að síðan
1958 hafa framlög til verklegra framkvæmda og til atvinnuveg-
anna lcekkað úr 28,5% af rekstrarútgjöldum niður í 18%.
Við fyrstu sýn mætti ætla að vel væri nú með þessari gífurlegu
skattheimtu séð fyrir því að ríkisreksturinn „bæri sig". Því fer
þó fjarri að svo sé. Að vísu verður ekki nú fullyrt um útkomu
ársins 1960, en hitt er öllum sem til þekkja fullljóst að mjög
mikill halli er fyrirsjáanlegur á ríkisrekstrinum 1961. Fjárlög eru
að vísu miðuð við það að samdráttur verði enn í innflutningi um
4,5% frá fyrra ári, en ljóst er orðið að hann verður mun meiri
og leiðir af því að tekjur ríkissjóðs dragast saman og halli verður
á honum, ef kaupgjald breytist ekki.
Með skattabyltingu sinni hefur ríkisstjórnin tengt afkomu rík-
issjóðs algerlega við kaupmáttinn. Bresti hann minnka tekjur
ríkissjóðs að sama skapi. Samdráttarstefnan hlýtur því óhjákvæmi-
lega að stefna afkomu ríkissjóðs í voða, sem ekki verður afstýrt
nema með tvennu móti að óbreyttu skattakerfi, annaðhvort með
því að hækka laun eða með því að ieggja á nýja skatta til þess
að jafna hallann. Ríkisstjórnin hefur auðvitað valið síðari kostinn