Réttur - 01.01.1961, Blaðsíða 36
36
RÉTTDB
Khrúsjof kemst aS þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir allt sem
miður hefur farið, hafi sovézkur landbúnaður fullkomlega
raunhæfa möguleika á því, að ná því marki sem honum var
sett í upphafi sjöáraáætlunarinnar. Hann nefndi það dæmi,
að til þess að uppfylla sjö áraáætlunina á þeim fimm árum,
sem eftir eru, þarf t.d. kjötframleiðslan að vaxa um 1,465
millj. tonn á ári, þarf að fjölga kúm landsins um þrjár millj-
ónir á ári. Þetta er vel gerlegt: árið 1959 óx kjötframleiðslan
um 1,1 milljón tonn, árið 1957 fjölgaði kúm um 2,4 milljónir.
Khrúsjof benti einnig á þann ágæta árangur, sem einstök bú,
vinnuflokkar eða einstaklingar hafa náð, minntist á þann trausta
kvenmann Dolínjúk, sem fær 16,7 tonn af maískorni af hekt-
ara og svínameistarann Pérésjívko, sem í fyrra kom upp 5200
svínum. Margir aðrir eru tilnefndir. Þetta fólk hefur náð
árangri, sem er fyllilega á heimsmælikvarða, og ef tekst að
jafna bilið á milli þeirra og þeirra búa og manna, sem haltra
langt á eftir, ef að forustumönnum í landbúnaði tekst að
dreifa þekkingu og reynzlu þessa fólks til allra er við svipuð
störf vinna, þá er sovézkum landbúnaði borgið.
„Við höfum möguleika á að ná settu markmiði, sagði Khrúsj-
of, við höfum efnahagslega möguleika og við höfum fólk; það
sem öllu máli skiptir nú, er að skipuleggja starf þessa fólks,
að stjórna rétt. Og ef við skiljum verkefni okkar rétt, finnum
réttar leiðir til að framkvæma þau, veljum vandlega starfs-
fólk, setjum það á rétta staði, fyllum það sigurvissu, þá mun
þetta fólk flytja fjöll".
IV. ÁÆTLUNIN OG FÓLKIÐ f LANDINU
Enn er það órætt sem mestu máli skiptir, — sú breyting á
lífskjörum landsmanna, sem sjöáraáætlunin hefur óhjákvæmilega
í för með sér.
Vel gæti ég trúað, að margir íslenzkir alþýðúmenn, já og
einnig þeir, sem hafa einhverja samúð með sósíalisma, létu það
sem vind um eyrun þjóta, þegar þeir heyra talað um framleiðslu-
aukningu í sósíalistísku ríkjunum. Þetta er að mörgu leyti skilj-
anleg afstaða. íslenzkir verkamenn hafa í meir en áratug verið
að berjast fyrir því, að halda lífskjörum sínum, og það hefur
lítið komið við þá, hvort framfarir hafa orðið í tækni, hvort
framleislunni hefur miðað áfram, — þeir haía í mesta lagi
hugsað um þá atvinnu-möguleika, sem ný fyrirtæki skapa. í
sósíalistisku ríki hafa menn eðlilega aðra afstöðu til þessa máls,
þar er framleiðsluaukning miklu almennara áhugamál. Það þarf