Réttur


Réttur - 01.01.1961, Side 23

Réttur - 01.01.1961, Side 23
R É T T U R 23 „Ég á til eineykis kerru", sagði maðurinn. „Georg, farið þér Pési og spennið múlasnann fyrir kerruna. Og verið þið fljótir nú." Tveir svertingjadrengir komu fram úr fylgsnum sínum og þustu út um bakdyrnar. „Við þurfum dýnu eða eitthvað þessháttar til að láta hana liggja á," sagði Vern. Svertingjakonan dró ábreiðuna ofan af rúminu og Vern tók upp dýnuna og bar hana út um framdyrnar ofan á veginn. Hann gekk fram og aftur á meðan hann beið eftir drengjunum með kerruna og reyndi að telja sér trú um að enn væri öllu óhætt hjá Nellí. Þegar kerran var tilbúin stukku þeir allir upp í hana og óku niður eftir veginum eins hratt og múlasninn komst. Það tók þá ekki hálftíma að komast að rjóðrinu, þar sem hann hafði skilið Nellí eftir og honum varð nú ljóst, að það voru liðnir þrír tímar eða meir síðan hann yfirgaf hana. Vern stökk af kerrunni og kallaði á Nellí. Hún gaf ekkert svar. Hann hljóp upp brekkuna og kraup niður við hlið hennar. „Nellí!" sagði hann og hristi hana. „Vaknaðu, Nellí! Þetta er Vern, Nellí!" Hann gat ekki komið henni til að svara. Hann lagði andlit sitt að vanga hennar og fann að hann var kaldur. Hann lagði lófann á enni hennar og það var líka kalt. Svo þreifaði hann á úlnlið hennar og lagði eyrað að brjósti hennar. Svertingjanum tókst loks að toga hann burtu. Langa stund var honum ekki Ijóst hvar hann var né hvað hafði komið fyrir. Það var eins og vitund hans hefði fullkomlega verið þurrkuð út. Svertinginn reyndi að tala við hann, en Vern heyrði ekki orð af því' sem hann sagði. Hann vissi að eitthvað hafði gerzt og að andlit Nellíar og hendur voru kaldar og að hann gat ekki fundið hjarta hennar slá. Hann vissi það, en hann gat ekki komið sjálf- um sér til að trúa því, að það væri satt í raun og veru. Hann féll á grúfu á jörðina, þrýsti andlitinu niður í furunálarn- ar og boraði fingrunum niður í mjúkan, rakan svörðinn. Hann heyrði raddir fyrir ofan sig og hann heyrði orðin, sem þessar raddir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.