Réttur - 01.01.1961, Blaðsíða 128
128
R É T T U R
koma í veg fyrir, að japanska
hernaðarstefnan verði endur-
vakin.
Hin mikla sögulega ábyrgð
um það að afstýra nýrri heims-
styrjöld hefur einkum og sér
í lagi verið lögð alþjóðahreyf-
ingu verkalýðsins á herðar.
Heimsvaldasinnar brugga laun-
ráð og bindast samtökum um
að stofna til kjarnorkustyrjald-
ar. Verklýðsstétt allra landa
verður að sameinast um það
að forða mannkyninu frá nýrri
alheimsstyrjöld. Enginn ágrein-
ingur stjórnmála- eða trúmála-
eðlis né af öðrum toga spunn-
inn má verða því til fyrirstöðu,
að öll öfl verklýðsstéttarinnar
sameinist móti stríðshættunni.
Tími er til kominn, að verka-
lýður allra landa tefli fram
móti striðsöflunum máttugum
vilja og sameinuðu átaki alls
þess liðsafla og sérhverra
þeirra samtaka, er hann hefur
á að skipa, og leggist allur á
eitt um að afstýra heimsstyrj-
öld, en tryggja frið með þjóð-
um.
Kommúnistaflokkarnir telja
það meginverkefni sitt að berj-
ast fyrir varðveizlu friðar. Þeir
heita á verklýðsstétt, verklýðs-
félög og samvinnufélög, sam-
tök og bandalög æskulýðs og
kvenna og allt vinnandi fólk,
án tillits til stjórnmála- eða trú-
málaskoðana, að halda uppi
einarðri fjölmennisbaráttu
móti öllu ofbeldisathæfi heims-
valdasinna.
En skyldu vitfirringar heims-
valdastefnunnar eigi að síður
gerast til þess að kveikja
styrjaldarbálið, munu þjóðir
heims feykja auðvaldinu úr
valdasessi og skilja við það
dautt og grafið.
Utanríkismálastefna sósí-
ölsku landanna er staðfest á
óhagganlegri undirstöðu, þar
sem er grundvallarkrafa Leníns
um friðsamlega sambúð og
efnahagskeppni sósíalskra
landa og auðvaldsríkja. í frið-
samlegri þróun sannar sósíal-
isminn æ betur yfirburði sína
gagnvart auðvaldsskipulaginu
á öllum sviðum efnahagsmála,
menningar, vísinda og tækni-
fræða. Þegar í náinni framtíð
munu öfl friðar og sósialisma
fagna nýjum sigurvinningum.
Ráðstjórnarríkin munu gerast
fremsta iðnaðarveldi heims.
Kína mun verða voldugt iðn-
aðarríki. Heimskerfi sósíal-
ismans mun annast meira en
helming af iðnaðarframleiðslu
veraldar. Áhrifasvæði friðarins
mun víkka. Verklýðshreyfing
auðvaldslandanna og þjóðfrels-
ishreyfingin í nýlendunum
munu vinna margan nýjan sig-
ur, hrun nýlenduvaldskerfis-
ins mun verða fullkomnað.
Yfirburðir friðarafla og sósíal-
isma munu gerast altækir og
óumdeilanlegir. Þegar svo er
komið, v.erða fyrir hendi raun-
veruleg skilyrði þess að út-
rýma styrjöldum með öllu úr
mannlegu samfélagi, jafnvel
fyrir fullnaðarsigur sósíalisma
á jarðríki og þótt auðvald eigi