Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 6
ok tipp í skip; er þessi fjárafli svá guðgefinn, at hans tilferð er ei greiðari en nú var greind, ok þó allt eins verðr svá mikit megn þessarar orku, at öreigar verða fullríkir; má ok öll lands- bygð sízt missa þessarar gjafar, því at þurr sjófiskr kaupist ok (dreifist um öll héruð“. N'iðurlagsorð þessarar stuttu en ágætu lýs- ingar á fiskiveiðum okkar til forna sanna, svo ekki verður um deilt, að harðfiskur hefur verið hvort tveggja í senn fæða almennings og inn- lendur varningur. Veiðarfœri og veiðiaðferðir. Af framannefndri lýsingu á veiðiaðferð hafa sumir viljað draga þá ályktun, að til forna hafi fiskur aðallega eða eingöngu verið veiddur með færum, sem ýmist eru nefnd haldfæri eða hand- færi. Þetta mun þó ekki vera rétt. Fornrit okk- ar nefna bæði nætur og net sem veiðitæki, sbr. t. d. VIII. kapitula í Hávarðar sögu Isfirðings, er segir frá liðsbón Bjargeyjar á Blámýri, er hún kemur fram hefndum fyrir dráp Ólafs son- ar síns á oflátungnum Þorbirni Þjóðrekssyni. Falar hún nætur tvær nýjar hjá Valbrandi bróð- ur sínum, en net tvö hjá Þorbrandi, en þetta voru reyndar gerfinöfn á sonum bræðra henn- ar, svo ekki fengi Þorbjörn pata af liðsstyrkn- um. Hitt þótti ekki í frásögur færandi, að Bjargey og Hávarður fengu til láns veiðitæki. Fiskur tollaður, fiskur seldur úr landi. Á önldverðri 14. öldinni skeður það nokkuð jafnsnemma hvort tveggja, að kaupmenn fara að sækjast eftir harðfiskinum íslenzka, til þess að flytja hann utan sem verzlunarvöru, en skreiðin þótti þar brátt hinn bezti varningur, og að kirkjunnar menn fara að leggja á sjó- menn tolla til kirkna og klaustra og að taka skreið upp í landskuldargjald af sjávarjörðum. Samkvæmt máldaga Selárdalskirkju, er Girð- ir biskup setti um 1354, skyldi kirkjan eignast 10. hvern fisk óvalinn af hverju skipi og hverj- um manni, er stundaði sjóróðra í Kópavík. Klaustrið á Munkaþverá í Eyjafirði fékk' í landskuld af Hrísey 30 vættir skreiðar, en 40 vættir af Grímsey. Eftir máldaga Wilkins fékk klaustrið á Kirkjubæ í landskuld 4 hundruð skreiðar eftir Fell í Mýrdal og 7 hundruð skreiðar eftir Brekku, cn auk þess áttu lanjdsctar að fara með skip staðarins. Er þetta fyrsti vottur þeirrar kvaðar, sem nefndist sldpsáróðrair, og var í því fólgin, að landsetar voru skyldaðir til þess að róa á vegum landsdrottna sinna. Strax og íslenzki harðfiskurinn kemur á borð- in utanlands, þykir hann hinn bezti matur og eftir honum mjög sókst. 1 dómi, sem dæmdur var í Björgvin 1340, um tíund til erkibiskups af skreið, lýsi og brennisteini, er fluttist frá ts- landi, segir m. a. svo: „Fyrir skömmu fluttist lítil skreið af Islandi, er þá var kölluð mat- skreið, en í vaðmálum hinn mesti varningur; nú flytzt af Islandi hinn mesti og bezti varn- ingur í skrei'ð og lýsi“. Frá því snemma á 15. öldinni, eða um 1420, er sagt, að íslendingar og Englenidingar hafi gert kaupskrá sín í milli, og er skreið þar í svo háu verði, að fyrir skreiðarvættina voru greidd- ar 4 tunnur mjöls eða 3 tunnur hveitis. Af því, sem nú er sagt um skreiðina, má vel láta sér í hug detta, að það hafi einmitt verið íslenzki harðfiskurinn, sem vakti athygli út- lendra kaupmanna og útgerðarmanna á fiski- miðunum við ísland. Fiskiveiðar útlendinga við ísland. Víst er það, að ekki verður vart útlendra fiski- skipa við strendur tslands fyrr en 1413. Nefnt ár komu 30 enskar fiskiduggur til landsins svo vitað sé, en ekki er útilokað, að þær hafi verið fleiri. Frá þeim tíma og allt til þessa dags hafa Bretar siglt fiskiskipum sínum, duggum með handfærum, línuskipum með lóðum og loks tog- urum með botnvörpur, á hin íslenzku fiskimið, og verður tæpast með tölum talinn allur sá auð- ur, sem þessi útlenda þjóð hefur ausið og eys á ári hverju upp úr hafinu kringum íslanjd, enda engin þjóð reynzt okkur skæðari að ganga á og þrengja landhelgi tslands. Fyrir mörgum árum rakst ég í Kaupmanna- höfn, er ég var þar við nám, á gamalt þýzkt blað, og voru í því lýsingar á ýmsum útlendum þjóðum. Lýsingin á Bretum er þannig: „Eng- lendingar eru mestu siglingamenn og veiðimenn Norðurálfu, en þeir eru líka mestu veiðiþjófar álfunnar, því þeir stela veiðinni bæði úr ám, vötnum og höfum annarra þjóða“. Mér fannst lýsingin býsna góð og setti hana því á mig. Þjóðverjar eða Hansakaupmenn komu skjótt eftir miðja fimmtándu öldina og tóku að reka umsvifamikla útgerð. Létu þeir sér ekki nægja að stunda fiskiveiðar með þilskipum, heldur fóru þeir og að reka bátaútveg og fiskuðu frá landi og réðu til sín íslenzka háseta. Ráku þeir útgerð hér við land í tæpa öld, en skyndilega var endir bundinn á verzlunarstarfsemi þeirra og útgerð þá um leið með úrskurði Alþingis 1545, sem nánar skal vikið að síðar. Nærri má geta, að Englendingum þótti kött- ur kominn í ból bjarnar, þegar Hansakaupmenn 29B VIKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.