Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 41
Flakið \ SMÁSAGA EFTIR VICENTE BLASCO IBANEZ Strandlengjan við Torresalina, þar sem fjöldi báta hafði uppsátur, var samkomustaður sjómanna í plássinu. Unglingarnir flatmöguðu í skugganum undir bátunum og spiluðu á spil, og gömlu sævíkingarnir reyktu krítarpípur sín- ar, sem þeir höfðu haft með sér heim frá Al- gier, röbbuðu um aflabrögðin, eða þá gömlu, góðu daga, þegar siglt var til Gibraltar og vest- urstrandar Afríku, áður en nokkrum hafði dott- ið í hug að setja á stofn þessa fjárans tóbaks- einkasölu. Nokkrir léttir blá- og hvítmálaðir bátar með fínlega sveigðum siglutrjám, lágu niðri í flæð- armálinu, þar sem öldurnar féllu að ströndinni, og dreifðu sér eins og kvikasilfur yfir sandinn, svo það glitraði á hann eins og kristal. Handan bátanna lágu tjargaðir dragnótabátar og biðu vetrarvertíðarinnar, er þeir lögðu úr höfn hver af öðrum og drógu langa trossu af netjum á eftir sér. Loks voru þarna opin seglskip, sem lágu uppi til viðgerðar. Menn voru önnum kafp- ir við að tjarga byrðinga þeirra og búa þá undir hina tilbreytingarlausu og erfiðu sigl- ingu um Miðjarðarhafið, ýmist með salttil villi- mannanna, eða ávexti frá Huertan til Algier. En oftar sigldu þeir þó með melónur og jarð- epli til „rauðálfanna" í Gibraltar, sem höfðu þar hersetu. Ströndin breytti árlega um svip. Að lokinni viðgerð hófu opnu skúturnar siglingar sínar aftur og fiskiskipin, sem nú höfðu verið búin nauðsynlegum veiðafærum, héldu aftur til hafs, Eftir lá aðeins hálfónýtur bátur, ráar- og reiða- laus, grafinn djúpt í sandinn, einmana og yfir- gefinn og án annars félagsskapar en riddara- liðsskyttunnar, sem leitaði skuggans undir kinn- ungi hans. Málningin var sviðin og flögnuð af sólbrun- anum, byrðingurinn var sprunginn af þurrki, og þilfarið var kafið í sandi, sem vindurinn hafði feykt upp í bátinn. En allt byggingarlag hans, mj úklega sveigð borðin og rennilegt stefn- ið, gáfu til kynna, að þessi bátur væri léttur og hraðsigldur, ætlaður til glæfraferða um sollin höf. Það hvíldi yfir honum raunalegur blæn frækilegs gunnfáks, er hnígur, gamall og mædd- ur, í sandinn á nautaatsvellinum. Báturinn átti sér ekkert nafn. Skuturinn var sléttmálaður, og hvorugu megin á bógunum sást móta fyrir kennimarki eða númeri. Hann var óþekkt flak, sem myndi grotna niður milli hinna stoltu farkosta, er báru áberandi nöfn — svip- að og sumt fólk deyr, án þess leyndardómshul- unni sé svipt af lífi þess. En þetta skip var í rauninni ekki nafnlaust. Allir íbúarnir í Torressalina þekktu það og ræddu aldrei um það nema brosandi og meði strákslegan glampa í augum, eins og það minnti þá á eitthvað, sem fékk þeim illigirnislegrar gleði. Morgunn einn, er ég sat í skugganum af báts- flakinu, og horfði út yfir sjóinn, er ólgaði undir sólarbrunanum, dimmblár, með glitrandi ljós- fleygum, líkt og sumarnæturhiminninn, þuldi gamall skútukarl mér sögu bátsins. — Áttæringurinn sá arna er „Eldibrandur- inn“,“ sagði hann og strauk ástúðlega um hrjúfan og sprunginn byrðinginn, ,,og enginn bátur milli Alicenta og Kartagena hefur getið sér meiri frægð fyrir svaðilfarir sínar en hann. Heilaga jómfrú, hvílík ógrynni fjár hefur þessi bátur innbyrt um dagana og komið í veltu! Hann hefur siglt að minnsta kosti tuttugu sinn- um frá Oran og hingað og alltaf með fulla lest af stykkjavöru". Mig furðaði dálítið á þessu sérkennilega nafni, „Eldibrandur", og karlinn, sem varð þess áskynja, hélt áfram í fræðslutón: — Það er auknefni, herra minn. Við höfum öll eitthvert viðurnefni, bæði menn og bátar. Presturinn mætti vel halda betur í latínuna sína, því í rauninni erum það við, sem skírum börnin. Ég heiti Filippus. En ef þér skylduð einhvern tíma eiga erindi við mig, þá er yður bezt að spyrja eftir Kastelar (þekktur, spænsk-. ur ráðherra og stjórnmálamaður)', því undir því nafni geng ég hér. Það er þannig til komið, að ég hef gaman af að tala við fínt fólk, og auk V I K I N G U R 333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.