Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Side 36
hafin ofsókn gegn þeim. Allt var nú gott og blessað, sem Hinrik hafði sýslað um trúna. Hárréttur var líka dómur Oxforddómstólsins um ógildingu hjónabands Hin- riks og Katrínar. En það þótti varpa skugga á Elísa- betu, að móðir hennar hafði verið hálshöggvin og faðir hennar undirskrifað dauðadóminn. Var þá tekið að ef- ast um sekt Önnu. Varlega fyrst í stað, meðan enn lifðu þeir, sem vissu hið sanna. Elísabet ríkti langan aldur, fast að hálfa öld (dáin 1603). Varð sekt Önnu því minni, sem lengra leið á ríkisár Elísabetar. Var Elísabet mjög vinsæl og ástsæl af landsfólkinu. Fer þá oft svo, að það mæla hjúin, sem þeir halda að hús- bændurnir vilji. Allt, sem Önnu var til málsbóta, var tínt til, eða jafnvel enn lengra gengið, að hún hefði verið saklaus með öllu. En Anna varð ekki þvegin hrein nema með því að kasta rýrð á Hinrik. Enginn varð til þess, að halda uppi vörnum fyrir þá, sem dæmt höfðu Önnu til dauða, eða Hinrik. Það hefði verið móðgun við hina ástsælu drottningu. Lét Elísabet sér vel líkar að bjart yrði um minningu móður sinnar, þótt hún hins vegar kynni að meta stjórnmálastefnu föður síns, sem hún fylgdi í hvívetna. Rétt sjón á kvennamálum Hinriks daprast hjá mótmælendum um daga Elísabetar og óhróður kaþólskra festir rætur hjá þeim. Elísabet giftist aldrei. Má henni þó elcki síður hafa verið það hugleikið en Maríu, að eignast afkvæmi, sem ríki tæki eftir hana. En með henni varð aldauða ætt Hinriks VIII. Hefur engin fullnægjandi skýring feng- izt á því, hvers vegna hún giftist ekki, svo margir höfðingjar, sem urðu til þess að biðja hennar, og hún sjálf ekki fráhverf karlmönnum. Má vera, að hún hafi þrautreynt heima, að hún gæti eigi orðið barnshaf- andi, en síðan látið líklega um giftingu við ýmsa þjóð- höfðingja og tigna menn álfunnar, til þess að afla sér fylgis og bandalags erlendis. Að Elísabetu látinni kom til ríkis á Englandi Jakob VI. Skotakonungur, en I. með því nafni á Englandi. Ekki varð sú ríkistaka til þess að milda minninguna um Hinrik VIII. Móðir Jakobs var María Stúart. Deildi hún við Elísabetu um erfðarétt til ensku krúnunnar. Taldi hún sig eiga betri rétt til hennar, sem skilget- inn afkomandi Hinriks VII. En Elísabetu taldi hún hórbarn Hinriks VIII. María Stúart Skotadrottning flúði land og sat árum saman í fangelsi á Englandi. Var hún líflátin þar á dögum Elísabetar. Jakob I. hafði minningu móður sinnar mjög í heiðri, lét t. d. reisa henni legstein í Westminster-klaustri og letra á hann, að hún hefði verið Englandsdrottning, sem hún aldrei var og átti ekki tilkall til eftir gömlu erfðalögunum, og því aðeins eftir nýju lögunum, að aldauða væri ætt- leggur Hinriks VIII. Jakob og sonur hans og sonar- synir töldu sig eiga rétt til ríkis á Englandi sam- kvæmt gömlu erfðalögunum, sem rétt var. Þurftu þeir ekki að byggja konungdóm sinn á erfðalögum Hinriks VIII. Var Jakob sömu skoðunar og móðir hans, að öll börn Hinriks, nema Blóð-María, væru óskilgetin. Er þá sjálftalað, hverjum augum þeirrar tíðar menn hafa litið á hjónabönd Him'iks VIII. Er þá svo komið, einni öld eftir dauða Hinriks, að hann hefur fengið sama orð á sig hjá mótmælendum heima á Englandi og hjá ka- þólskum mönnum. Orðsending til íslenzkra sæfarenda d styrjaldar- drunum Svo hefur um samizt, að ég riti þriðja bindi af Virkinu í norðri. Verður efni þess um ís- lenzka sjómenn, siglingar og bjarganir fslend- inga á styrjaldartímabilinu. Koma margir við sögu á þeim árum og fleiri en skráðir hafa ver- ið til þessa. Þar sem skráðar heimildir eru mjög takmarkaðar og sundurlausar, þarf ég að leita til sjómanna og annarra þeirra, sem geta greint frá frásagnarverðum atburðum. Ég vil því mæl- ast til þess að sem flestir íslenzkir sjómenn skrifi upp minningar sínar frá þessum tíma, segi frá reynslu sinni, og sendi mér til birting- ar í væntanlegu riti. Vil ég þar til nefna frá- sagnir af siglingum í skipalestum á hættusvæð- um, um hrakninga af völdum styrjaldarinnar, um hættur og slysfarir á sjó, og um björgunar- afrek fslendinga á þessu tímabili. Einnig frá- sagnir af útbúnaði skipa sökum hættusiglinga, um aðbúnað sjómanna, kjör og kaup, ennfrem- ur samskipti þeirra við erlendar þjóðir. Æski- legt er að fá sendar myndir, er snerta frásagn- irnar, — af einstaklingum, skipshöfnum, skip- um, einstökum hlutum eða atburðum. Verða þær greiddar eftir samkomulagi og endursend- ar, þegar þær hafa verið notaðar. Vænti ég þess, að menn bregðist vel við málaleitan þess- ari og sendi mér frásagnir sínar sem fyrst, — í síðasta lagi fyrir 15. janúar 1949. Með vinsamlegri kyeðju. Gunnar M. Magnúss Pósthólf 1063 Reykjavík. Þegar aldirnar líða, verður Hinrik þjóðsögunni að bráð. Um hann vefjast sagnirnar eins og' Sæmund fróða. Vegna kvennamála sinna verður hann að blóð- þyrstum kvennabósa og grimmdarsegg, sem stútar kon- um sínum. Annar Bláskeggur, sem honum er oft líkt til. Þessi þjóðsögn um Hinrik verður svo jafn lífseig og sögnin um strútinn, sem aldrei stingur höfðinu í sandinn. 320 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.