Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 56
— Heldurðu sjómaður, að þú getir bja/rgað uiér cf illa fer? — Treystið því, frú, ég er gamall hvalfangari! Þrevetur hátign. Sumarið 1888 var haldin sýning 'mikil í Barcelona á Spáni. Dreif þangað að marg-t' stórmenni frá öðrum löndum. Sýning þessi var opnuð í viðurvist Spánar- konungs, Alfons XIII., en hann var þá barn tæplega þrevetur. Segir svo frá atburði þessum í blaði einu: „Hans hátign Alfons XIII. var svo búinn, að hann var í sérlega snoturri klukku, alsettri knipplingum, og voru hinir konunglegu handleggir berir, og eins hinir allrahæstu fótleggir niður frá hnjánum. Þegar hirðin öll, sendiherrar erlendra þjóðhöfðingja og hin göfugustu stórmenni landsins voru saman komn- ir, þóknaðist konunginum að láta bera sig innar eftir salnum og setja sig í hásætið. Á meðan hrópaði hans hátign hvað eftir annað allranáðugast ho-ho! og sagð- ist vilja fá að ríða. Af landstjórnarlegum ástæðum gat því ekki orðið við komið undir eins. Þá reiddist hans hátign og rak út úr sér tunguna bæði framan í æðsta ráðgjafann og forseta öldungadeildarinnar. En þá vildi svo vel til, að hljóðfærasveitin hóf upp hátíðarsönginn, og glaðnaði þá óðara yfir kóngi aftur. Hann klappaði saman lófunum og iðaði öllum sínum hátignarlegu lim- um og hossaði sér af kátínu". ★ Þjófur var kærður fyrir að hafa stolið hesti, en var sýknaður, af því að vitni sór, að það hefði vitað hest- inn í eigu hans frá því hann var folald. Skömmu síðar var hann aftur kærður fyrir þjófnað. Þá hafði hann stolið silfurskeið, matskeið. Nú kom sama vitni og fullyrti, að það hefði séð skeið þessa í eigu hans frá því hún var dálítil teskeið. ★ Hún segir allt hitt. Sveinn og Pétur eru á heimleið úr skemmtiklúbbi, báðir sætkenndir. Þetta er síðla nætur. Þegar þeir nálgast hús Péturs, tekur Sveinn eftir því, að félagi Á FRÍVr hans gerist nokkuð áhygg'jufullur. Hann grunar, hvað þessu valdi, og ségir hóglátlega: — Hvað segir þú nú við konuna þína, þegar þú kem- ur svona seint heim? — Eg segi bara gott kvöld, svo segir hún allt hitt, svaraði Pétur. ★ Tilgangslaust. í mikilli þurrkatíð, er við búið var að uppskera öll skrælnaði og eyðilegðist, var skorað á prest nokkurn að biðja um regn af stólnum. — Það skal ég gjarnan gera, sagði prestur, en það segi ég ykkur satt, að slíkt er ekki til nokkurs hlutar meðan hann er á norðan. ★ Ekkja nokkur stefndi ritstjóra blaðs eins, sem getið hafði um lát manns hennar. Hafði blaðið komizt svo að orði, að maðurinn væri farinn til betri heimkynna. ★ Eins og kunnugt er, barst tóbaksjurtin til Evrópu frá Ameríku á síðari helmingi 16. aldar, en margar Indíánakynkvíslir höfðu reykt tóbak frá ómunatíð. Ái’ið 1559 flutti Jean Nikot jurt þessa til Frakklands, en frá honum stafar nafnið nikotin. Árið 1585 kom sir Francis Drake með tóbakið til Englands og fram af því tók það að breiðast út til annara Evrópulanda eink- um með farmönnum. ★ Arngrímur Jónsson lærði, sem allir Islendingar kann- ast við, skrifaðist lengi á við dansk-hollenzka vísinda- manninn Ole Worm. Um 1630 virðist Arngrímur hafa haft nokkrar spurnir um tóbaksjurtina, þótt eigi væri sú fræðsla staðgóð. Arngrímur skrifar m. a.: ★ „Mér þætti gaman að vita skoðun yðar um jurt þá, sem menn kalla tóbak, og drukkin er gegnum litla pípu þannig, að reykurinn fer út um munn og nasir, eftir þeirri aðferð er sjómenn hafa kennt oss. Hve mikið á að nota í einu og hvað oft? Sumir segja að reykur þessi, sem svo er drukkinn, sé hollur fyrir höfuð og brjóst, en aðrir segja að munntugga, vel tuggin og bleytt, gefi góðar hægðir og hreinsi líka magann með uppsölu. Þetta er nú sjómanna læknisfræði, þessa jurt flytja þeir hingað til þess að nota í pípu, smáskorna og þurrkaða, svo kviknað geti í henni“. ★ Worm var svo sem ckki í vandræðum með svarið. Hann segir: „Planta þessi er einkar holl fyrir þá, sem hafa kalda og raka náttúru, ef hennar er neytt í hófi eins og ann- 34B V I K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.