Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 49
Smásaga eftir Conrad Ruud Tvö samstillt hjörtu Þau héldust í hendur líkt og' börn og- hlupu, rauð og móð, gegnum skógarkjarrið bak við kir.kjuna, ær af gieði í júnísólskininu, sem leiftraði milli trjágreinanna. En allt í einu sleit hún sig lausa og þaut fram fyrir hann í léttum, flögrandi sumarkjólnum. Hann stakk við fótum, líkt og hann væri að átta sig á því, hvaða leikbrellum hún hefði fundið upp á. En svo þaut hann aftur af stað og hljóp á eftir henni upp gilskorning, sem var þakinn burknum og lágvöxnu kjarri. Hann sá henni bi'egða fyrir í svip. Svo hvarf grannur og mjúk- ur líkami hennar bak við laufþykknið. Hann hljóp fram og aftur um kjarrfléttinginn, dálítið móður, en hlæj- andi, svo að sást í stórar og sterklegar tennur lians, og bar fyrir sig henduniar til að vera viðbúinn að grípa hana. En hún var týnd. Hann rétti úr sér og litaðist um hissa'— en átti þó von á því að heyra æskuléttan hlátur hennar frá einhverjum felustað þar í grenndinni. Hann hlustaði og blés mæðinni í skjálfandi sumarþeynum. Þreklegur piltur, kannski helzt til gildvaxinn, en með fallegt höfuðlag og ljóst hár, sólbrennda húð, djúp, at- hugul augu og þrýstinn munn, sem oft var hálfopinn — líkt og pilturinn væri að búa sig undir að hrópa upp yfir sig. Það ríkti hádegiskyrrð í þéttum skóginum. Hann heyrði hjarta sitt berjast, líkt og það reyndi að slá taktinn fyrir raddglöðum einsöngvurum trjátoppanna. Hunangsfluga suðaði við fætur hans og flögraði frá blómi til blóms. Hann litaðist um aftur, gægðist bak við nokkra stein- hnullunga og strauk hárið upp frá enninu. Hann var sumarklæddur, í blárri skyrtu, sem var opin í hálsinn, víðar, ljósar buxur og á strigaskóm. — Fanney, hrópaði hann lágt, en með þunga — líkt og þegar maður hrópar að næturlagi, og reynir að var- ast að vekja óviðkomandi fólk — Fanney, hvar ertu? Ekkert svar. Hann reikaði dáltið um og datt í hug, að hún kynni að hafa hlaupið heim á prestssetrið. Hann leit á úrið sitt. Klukkan var eitt. Svo settist hann á stein. Það var gott útsýni héðan yfir litla, kyrrláta fiski- þorpið, sem lá þarna í dái og dreymdi um sína stoltu fortíð, — og yfir hólmana og hafið, sem var spegil- slétt, að undanteknum tveim svörtum rákum, tveim bylgjum, sem mynduðu hvasst horn í kjölfari litla fjarð- arbátsins, þar sem hann skreið inn fjörðinn. Yzt í firð- inum lónaði flutningaskip, með reykháf, sem lá óvenju aftarlega. Og handan við hólmana eygði hann nokkra seglbáta. Þar voru víst fyrstu sumargestirnir á ferð- inni, að undanskildri Fanney og sjálfum honum. Reyndar fannst iionum iiann ekki geta talið sig til sumargestanna. Hann var ættaður héðan. Fæddur hér og uppalinn. Hvert nes og hver hólmi voru gamlir kunn- ingjar frá æskuárum hans. En hann hafði verið í burtu nokkur ár, og skotizt heim bara endrum og eins. Því hanu var sjómaður. Nú var hann nýbúinn að Ijúka prófi frá stýrimannaskólanum í Kristiansand og ætlaði að eyða nokkrum frídögum heima; áður en hann færi til Gautaborgar sem annar stýrimaður á gufuskipið „Alcides" frá Osló. Hann átti eftir að vera tíu heila daga heima hjá mömmu og pabba og hlaupa um heið- ina og róa milli hólmanna með yndislegustu stúlkunni, sem hann hafði séð á ævi sinni. Þau kynntust af tilviljun um borð í hraðferjunni. Því hann hafði aldrei séð hana áður. Hún sat í tága- stól á þilfarinu og lét sem hún væri að lesa í bók, en í rauninni var hún alltaf að gjóta til hans glettnisleg- um augunum. Svo reið yfir vindhviða og feykti af henni hattinum. Hann greip hann á lofti. Hlátur og þakkar- orð. Svo fóru þau að spjalla saman og komust fljótt að raun um, að þau ætluðu í sama þorpið. Þá er eins og fólk verði dálítið nákomnara hvert öðru. Hann lán- aði henni sjónaukann sinn, svo hún gæti horft á áætl- unarflugvélina, sem þaut yfir siglutrén rétt £ þessu. Jú, hún ætlaði að eyöa sumarfríinu hjá frænda sín- um, nýja prestinum í fæðingarþorpinu hans. Fanney Bille hét hún, og var dóttir verkfræðings fyrir vestan. Fanney Bille. — Honum fannst það hljóta að vera fegursta kvenmannsnafn í heimi. Þau höfðu leikið sér þannig daglega síðan þau komu í þorpið, siglt og veitt og reikað um skóginn. Hann var ástfanginn og jafnframt dálítið kvíðinn. Hann renndi grun í að eitthvað væri í vændum, eitthvað, sem mundi binda enda á samvistir þeirra — og ef til vill gera hann óhamingjusaman í þokkabót. Hún talaði líka svo undarlega stundum. Hún átti von á einhverjum, ungri stúlku eða manni úr hennar eigin kunningjahópi. En það var eins og hann brysti kjark til að spyrja hana. Hann treysti sér ekki til að mæta því, sem hann bjóst við að fram mundi koma. Auðvitað þurfti hann ekki að missa sjónar á henni þótt aðrir væru í félagsskap liennar. En hann vissi hvernig það var. Það yrði fólk annarrar tegundar, fólk úr liennar heimi, — stórborgarfólk, kannski stúdentar, sem undir öllum kringumstæðum mundu líta hann illu auga, kannski hæðast að honum. Hann mundi ekki njóta VÍKINGUR 341
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.