Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 47
kemur' ekki auga á samhengið milli aumra lífs- kjara og lamaðs manndóms. Svertingjar í Bandaríkjunum eru 13 millj. að tölu. Tíundi hver Bandaríkjamaður er svert- ingi eða kynblendingur. Plantekrueigendurnir í Suðurríkjunum áttu oft fleiri afkvæmi í kofum svörtu ambáttanna en með hvítum konum sínum. Bandaríkjasvertinginn er fyrst og fremst Suðurríkjamaður. Þangað á hann ætt sína að rekja og þar standa rætur hans djúpt í mold. Níu milljónir af þrettán eru ennþá búsettar þar syðra. En hundruð þúsunda flytjast þó árlega norður á bóginn, — flýja brott frú þrældómnum og sultinum á bómullarekrunum, flýja hatrið og fyrirlitninguna, flýja eymd og tortímingu. En í verstu óþverrabælum Chicago og New York, syngja negrarnir angurværa og trega- fulla söngva sína um Missisippi. Einhver sár og bitur þrá til hinnar suðlægu moldar, er færði þeim þó bölvun eina, brennur í blóðinu. Fljótið mikla, djúpt og dimmt, er skylt elfu þeirra eig- in sálar. Það voru svertingjarnir, sem brutu hinar víðu merkur Suðurríkjanna, erjuðu jörðina, sáðu og uppskáru, — þótt allt væri það fyrir aðra gert. Hver minning þeirra um þetta land er blóði drifin og skelfileg. Samt finnst þeim að þar eigi þeir lieima. Flestir þræla þar ævi- langt, vegna þess að þeir eru of blásnauðir til að flytja norður, þar sem frelsið er hótinu meira. En til eru margir svertingjar, bæði hálærðir vísindamenn og aðrir, sem ekki taka það í mál að flytjast brott, þótt þeim séu allir vegir færir. Þeir eru tengdir Louisiana og Kentucky órofa böndum, og þeir trúa á framtíð Suðurfylkj- anna. Suðurfylkin mega heita fátækraheimili Banda- ríkjanna. Þrátt fyrir margvíslega auðlegð jarð- ar og fágætt grómagn moldar er hagur landbún- Söngvarinn Paul Robeson. Söngkonan Marian Anderson. aðarverkafólks þar hinn bágbornasti. Einu sinni, meðan hinir voldugu plantekrueigendur höfðu stórar þrælahjarðir til að berja áfram, var oft talað um hin auðugu Suðurfylki. Nú minnir flest á rotnun og afturför suður þar. Á stórum svæðum standa hallir plantekrueig- endanna auðar, með slagbranda fyrir dyrum. Um miðsumar kemur eigandinn ef til vill frá bústað sínum í borginni, býður með sér vinum sínum, og hinar 30—40 stofur, sem auðar og hljóðar hafa staðið allan veturinn, bergmála nú um stund af glasaglaumi og veizlusköllum. Kampavínið freyðir, whiskyið ólgar og óteljandi vínblöndur eru bornar um sali. En aki'ar og lend- ur jarðanna falla í órækt og þekjast illgresi. skógurinn sækir á og leggur smám saman und- ir sig að nýju þær víðáttur, sem áður höfðu ver- ið frá honum teknar. I botnfalli þessa stjórnleysis og ólifnaðar draga svertingjarnir fram lífið. Þeir eiga aðeins örlítið brot af lendum Suðurfylkjanna, en rækta meginhluta þess, sem ræktað er. Þeir rækta helminginn af allri þeirri baðmull, sem fram- leidd er í heiminum, en ganga sjálfir í aumum og rifnum druslum. Þeir eru fjórði hluti íbú- anna, en tekjur þeirra nema ótrúlega litlu broti af heildartekjum fylkjanna. Ærin viðbót er það við fátæktina og armóð- inn, að við hvert fótmál eru svertingjarnir minntir á literni sitt. Þeir eru álitnir „óæðri verur“ en hvíta „herraþjóðin“, sem þeir búa í tvíbýli við. Kennari nokkur á að hafa spurt nemendur sína, hvaða refsingu þeir gætu hugsað sér versta, Hitler til handa. Svertingjatelpa svar- aði: — Málið þið hann svartan og sendið hann hingað til Ameríku! Strax á barnsaldi'i fá svertingjarnir að kenna VÍKINGUR 339
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.