Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 16
fingralangi frá kvöldinu áður, með tvo rjúkandi tebolla. — Ekki er þér alls varnað, sagði Láki og sötraði teið. Maðurinn leit með vanþóknun á gólfið, ení anzaði Láka engu, sem var að reyna að gera honum skiljanlegt, að þeir vildu komast út. Síð- an gekk hann þegjandi út, en kom þó að vörmu spori aftur með vatnsfötu og klút, benti á gólf- ið, fór og lokaði. — Sá er andstuttur, varð Láka að orði. — Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, er víst meiningin að við þvoum þetta pestarbæli. Ég geri ekki ráð fyrir að okkur verði hleypt út fyrr en þessu er lokið. Láki skvetti vatni á gólfið, nuddaði tuskunnii einu sinni yfir það, fleygði henni síðan í fötuna. — Það skal ekki verða of vel gert, muldr- aði hann. Kobbi svaraði þessu engu, en sötraði teið sitt. — Hvenær heldurðu að skipið fari, Láki? spurði Kobbi. Honum var nú orðið ljóst, að lít- ið yrði af verzlun eða skemmtun í þessari óheillaferð. — Fari? hváði Láki. — Það fer ekki fyrr en, við komum um borð. Karlinn fer varlega í það, að fara á undan mér, sagði Láki borginmann- lega. — Ekkert byrjar fyrr en ég kem, sagði, maðurinn, sem átti að hengja, bætti hann við. Klukkan var orðin ellefu þegar hurðin opnað-i ist á ný. Sá þöguli benti þeim á að fylgja sér. Þegar fram fyrir kom, var þeim afhent það, sem tekið var af þeim kvöldið áður. Síðan eltu þeir „málleysingjann", eins og Láki kallaði hann, eftir nokkrum göngum og stigum, og var þeim síðan vísað inn í stóran sal. Þar tók á móti þeim ungur maður með hornspangargler- augu, sem vísaði þeim vingjarnlega til sætis á trébekk við einn vegginn. Kobbi leit í kring um sig. Salurinn var stór og hátt undir loft. Við gluggann var stórt borð. Við það sat ungi maðurinn með gleraugun og annar maður miðaldra. Þeir voru báðir að lesa morgunblöðin. Meðfram þremur veggjunum var fastur trébekkur óslitinn, nema þar sem dyrriar voru. Á bekknum sátu milli 20 og 30 manns. Mjög var það sundurleitt fólk: Gráhærðar kerl- ingar, rytjulegar stelpur, nokkrir karlmenn á öllum aldri. Sumir karlmannanna voru áberandi drukknir, aðrir skjálfandi á beinunum. Innan um voru nokkrir vel klæddir menn, sem ekki virtust eiga neitt sameiginlegt með hinu fólk- inu. — — Það er laglegur selskapur, sem við erum komnir í, sagði Kobbi. — Selskapur, anzaði Láki og leit í kring um sig. — Blessaður vertu, þetta er allt saman sómafólk. Mér lízt verst á þessa dela við borð- ið, það eru reglulegar glæpamannatýpur. — Hurðinni var hrundið upp og inn skálmaði stór og myndarlegur maður með skjalatöskul undir hendinni. Á eftir honum komu 4 lög- regluþjónar. Maðuririn bauð góðan daginn og settist hjá hinum við borðið og réttarhöldin byrjuðu. Sakborningar voru leiddir að borðinu hver af öðrum. I hvert skipti stóð einn af lögregluþjón- unum upp og gaf skýrslu. Sumir af föngunum' rrfu stólpakjaft, aðrir jánkuðu öllu með auð- mýkt. Loks voru félagarnir Láki og Kobbi leiddir að borðinu. Lögregluþjónninn, sem tók þá um/ kvöldið, stóð upp og gaf stutta skýrslu. Maður- inn með skjalatöskuna brosti. Félagarnir skildu lítið af því, sem hann sagði, nema þegar hann spurði um nöfn þeirra og skipsnafnið. — One pound each! Þeir greiddu sektina þegjandi. Síðan fylgdi ungi maðurinn með gleraugun þeim til dyra, hristi fingurinn framan í þá og sagði brosandi; — Don’t make water on the street, go to the! lavatory next time, and don’t forget! ,Um leið ýtti hann þeim út um dyrnar. — Haltu kjafti! sagði Láki. En svarið var: — Good morning, boys. Þegar félagarnir komu um borð, var allt svo að segja tilbúið til heimferðar. Hásetarnir, með stýrimanninn í fararbroddi, voru að ganga frá! síðustu lestaropunum. Hafnsögumaðurinn stóð í brúnni, albúinn til að sigla skipinu út. Kobbi skammaðist sín niður fyrir allar hell- ur, en Láki var hinn brattasti. — Gúdd mornin’, boys, sagði hann um leið og hann stökk niður á þilfarið. Stýrimaðurinn sneri sér að honum: — Það var gott að þið komuð. Ég ætlaði að fara að segja karlinum frá fjarveru ykkar, eða senda á lögreglustöðina til að láta leita að ykkur. — Ha, lögregluna, hváði Láki. Ég býst nú við, að henni hefði gengið illa að finna okkur, Siggi minn. Við hittum nefnilega svo skolli lag- legar stúlkur í gærkvöldi, þú skilur. Og Láki deplaði augunum. — Það er svo sem auðvitað, anzaði Siggi. — Verst er, að þú ert að draga saklausan pilt- inn út í svínaríið. Kobba blöskraði ósvífnin í Láka og var hann þó hættur að verða hissa á öllu úr þeirri átt. 5. Togarinn öslaði norður Norðursjó og í gegn- VÍKINBUR 3oa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.