Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 65
John Sivertsen ý AjáúatkáAka Eftirfarandi frásögn er eftir ungan, færeyskan sjómann, sem stundaði hér nám i Stýrimannaskólanum fyrir fjórum árum. Ritaði hann frásögn þessa á islefneku,, og hefur ritstj. aðeins þurft að víkja við orðalagi á stöku stað. Skólinn var úti og' ég vildi komast heim eins fljótt og unnt væri. Ég hafði ákveðið að fara með „Esju“ til Vestmannaeyja, og þaðan heim með einhverri fær- eyskri skútu. — En þá vildi svo til, að sama dag og ég ætlaði að fara til Vestmannaeyja, kom lítil, færeysk skúta inn á Reykjavíkurhöfn. Skúta þessi hét „Súlan“. Ég fór undir eins til skipstjórans og spurði hann hvert skútan ætlaði að fara, er hún færi frá Reykja- vík. „Við förum fyrst til Færeyja, síðan til Englands", svaraði skiþstjórinn. „Get ég fengið að koma með ykk- ur heim til Færeyja", spurði ég. „Já, alveg sjálfsagt", svaraði hann, og síðan spurði hann mig, hvernig mér hefði líkað í skólanum o. s. frv. Já! margt var það, sem ég var spurður um frá íslandi. Skipstjórinn bað mig um að fara til herstjórnarinn- ar og fá vegabréf mitt í lag. Fór ég þá á lögreglu- stöðina og fylgdi lögregluþjónn mér þangað. Maður sá, er afgreiddi mig var þægilegur í viðmóti, og áttum við lengi tal saman, — hann talaði ágæta dönsku. Gaf hann mér súkkulaði og óskaði mér góðrar ferðar, þegar við skildum. Það var seinni hluta dags, að við sigldum út frá Reykjavík. Enn var sæmilegt veður — kaldi! — Ég bjóst við, að ég yrði sjóveikur, sökum þess, að á sjó hafði ég ekki komið í 8 mánuði. — Bara engin flugvél, kafbátur eða tundurdufl verði á vegi okkar. Það var marga varga að varast á þessum tímum. Ekki gat mér komið til hugar þá, að fyrir okkur lægi manndrápsveður og valda mannskaða, heldur hugs- aði ég um, hvað ég nú ætti að gjöra þegar ég kæmi heim. „Þegar ég er kominn til Þórshafnar, þarf ég að byrja á því, að síma til þeirrar, sem mest gleðst af að heyra að ég sé kominn heim, einnig þarf ég að síma til móðúr minnar. Eftir þrjá daga gjöri ég ráð fyrir að vera kominn heim til Færeyja“. — Svona hugsaði ég á meðan við sigldum fram hjá Reykjanesströndinni. Öll segl voru nú höfð uppi og' sigldi skútan mjög hratt, því að töluverður vindur var á norðvestan. Ég tók strax að verða sjóveikur og missti matarlysíina. Einu sinni kallaði stýrimaðurinn niður um kappann: „Komið, strákar, og rifið seglin, hann er alltaf að hvessa og ég held það sé betra að minnka seglin áður en nóttin kemur“. — f þetta sinn hjálpaði ég háset- unum að rifa seglin, en þegar við vorum búnir, bað VÍKIN G U R skipstjórinn mig að fara að hátta, og sagði að ég væri farþegi og þyrfti ekki neitt að vinna um borð. Ekki hafði ég verið lengur í kojunni en hálftíma, þegar skall á norðvestan ofsarok með stórsjó. — Allt í einu kallar einn hásetinn á félaga sína að rifa seglin aftur. Það brakaði og brast i öllu skipinu og gekk skip- ið nú 9 mílur og vindurinn var hagstæður. Fimm menn voru niðri í lúkarnum og var skipstjór- inn einn af þeim: „Nú er manndrápsveður“, segir einn hásetinn. „Já“, svaraði skipstjórinn, „við verðum að fara að snúa skipinu á móti vindinum, því nú er ekki veður til að sigla“. Nú var skipinu snúið móti storminum, og slóað í vindinn. — En veðrið óx alltaf meir og meir, — já! ég held þetta hafi verið versta veður, sem ég hef nokk- urn tíma verið í á sjó. Hásetarnir voru nú að rifa mesaninn. Nú var bæði rok og voðalegur sjór. Allt í einu hóf sig hræðilega mikil alda rétt fyrir framan skipið. Maður heyrðist hrópa: „Brotsjór!“ Allir, sem voru á dekkinu, héldu sér eins og þeir höfðu krafta til, en einmitt í þessu var stýrimaðurinn uppi í afturmastrinu, að eiga við seglið — hann hafði línu um sig. Aldan reis ennþá hærra en mastur skipsins. Skipið rann inn í ölduna og braut ekki sjóinn fyrr en á miðju skipi. — Ég get ekki með orðum lýst ástandinu um borð í skipinu á þessum augnablikum. Brothljóðið var eins og mestu þrumur, og hélt ég að skipið sykki til botns samstundis, og var það lítið, sem vantaði á það. — Björgunarbáturinn molaðist, og ruddi sjórinn sprek- unum fyrir borð. Lestarhlerarnir sprungu upp af loft- þrýstingnum og fóru þeir fyrir borð og fossaði sjór- inn nú niður í lestina. — Púströr og ventlar brotnuðu, og allt lauslegt týndist. Lúkarskappinn brotnaði og fossaði þá sjórinn niður í lúkarinn. Vélarhúsið lask- aðist mikið og rann nú sjór niður í vélarúmið, svo vélamennirnir áttu fullt í fangi með að halda vélinni gangandi, — það heyrðist" vel á hljóðinu, að vélin átti erfitt með að ganga. — Maðurinn, sem var uppi í mastrinu, fór fyrir borð með brotsjónum, og var það mikil heppni, að línan var föst á skipinu, var hann strax dreginn inn aftur, þeg- ar brotsjórinn var liðinn lijá, og var hann ekkert meiddur. Annar maður, sem hélt sér, frammi á miðju skipi, missti takið og kom með brotsjónum aftur eftir 357
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.