Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 61
unum er heimilt að koma til mín með allar sín- ar áhyggjur, smáar sem stórar. Þú kemur 2 tím- um of seint og þar af leiðandi verður tveggja tíma kaup dregið af launum þínum. Þarna er lúkarinn. Eftir tíu mínútur kemurðu vinnu- klæddur og gefur þig fram við Louis bátsmann". „Já, stýrimaður". Þetta hlaut að vera einkennilegt skip. Aldrei hafði ég áður fengið svipaðar móttökur sem þessar. Mér fannst hálf-nánasarlegt að draga af kaupinu fyrir þessa 2 tíma. En síðar reyndist svona nákvæmni margborga sig. Því Johnson var jafn óvenjulega nákvæmur með að reikna manni kaup fyrir hvaða viðvik, sem við gerðum á frívakt, og var aldrei reiknaður styttri tími en hálftími, þó unnið væri aðeins í tíu mínútur. Mikil aukavinna var um borð og þjónustan mun betri en ég hafði nokkru sinni átt að venj- ast áður. Daginn eftir að ég kom um borð, var lagt úr höfn og ferðinni heitið til Bilbao á Spáni. Farm- urinn var vélar, verkfæri og aðrir hlutir úr málmi. Skipið var 4000 smál., gamalt en afar vel hirt, vel málað og þrifalegt, og mun það efalaust hafa verið mest Johnson að þakka. Skipstjórinn, Mr. Barret, var höfðinglegur eldri maður, stilltur og afskiptalítill, virtur af öllum um borð, háum og lágum. Annar stýrimaður var ungur Kanadamaður, duglegur en ósjálfstæður, alveg undir handar- jaðri Johnsons. Þriðji stýrimaður var Svíi á sextugsaldri. Á- gætis karl, sem aldrei hafði komizt hærra, senni- lega vegna drykkfeldni. Bátsmaðurinn Louis, harðduglegur Amerík- ani, en vingjarnlegur og skapgóður. Brytinn Kínverji, en allt annað kokkalið svertingjar. Hásetar allir Ameríkumenn, nema ég. Svo er það Madagaskar-Pétur. Góði lesari! Ef þú getur hugsað þér kött, sem ekki er köttur, heldur sambland af tígrisdýri, ref, hýenu og slóttugu illmenni, þá kemstu næst því að draga upp rétta mynd af Madagaskar- Pétri, en þó vantar þar eitthvað til að full- komna myndina. Hann var á stærð við venjuleg- an ísienzkan fjárhund, mjög loðinn, svörtum, löngum slýjuhárum, þrælsterkur og ótrúlega lið- ugur, jafnvel af ketti að vera, með stóran, vel- tenntan kjaft — og klærnar, maður! Hvar og hvenær Johnson fékk þetta óféti, vissi enginn um borð með neinni vissu. Ýmsar sögur gengu um það, en sennilega allar skáld- skapur. Líklegust þótti sú, að Madagaskar-Pétur hefði bjargað lífi hans eða einhvers skyldmennis hans, en ótrúlegt þykir mér það, en hitt var staðreynd, að Johnson þótti svo vænt um hann, að næst gekk geðveiki. Kattarhelvítið var fyrst og fremst höfðingja- sleikja af fyrstu skúffu, og allir skipsmenn neð- ar að tign en bátsmaður, voru í hans augum rétt- lausar skepnur. Þegar hann malaði, sem aldrei kom fyrir, nema þegar hann var í námunda við Johnson, var eins og hrossabresti væri snúið. Við Johnson var Pétur svo blíður og stimamjúkur, að undrun sætti. Hann átti það til að leggja báðar lappir á axlir honum og kela við hann eins og ástsjúk kona. Skipið öslaði austur á bóginn með 9 rnílna ferð. Það var mjög hlaðið, en fór vel í sjó. Veðrið var gott. Við vorum rétt komnir yfir þokusvæðið suður af Cape Race á Nýfundnalandi, þegar okkur Madagaskar-Pétri lenti saman í fyrsta sinn. Léttadrengurinn var veikur þennan dag, svo að við hásetarnir skiptumst á að sækja matinn í eldhúsið, og það féll í minn hlut, að sækja miðdagsmatinn. Þegar ég kom að eldhúsdyrun- um, sat Pétur framan við dyrnar, alveg í gang- veginum. Ég ýtti honum með hægð til hliðar með fætinum, til að komast betur að dyrunum, en það var nóg. Hann rauk upp og læsti kjaft- inum um fótlegginn á mér, svo að mig dauð- kenndi til. Ég ætlaði að losa hann með hönd- unum, en er það gekk ekki, þreif ég vatnsfötu, sem hékk undir vatnslás í eldhúsinu og skvetti yfir kvikindið. Þá sleppti hann takinu, en rak upp þetta líka ámátlega vein. Johnson kom hlaupandi úr herbergi sínu, en þegar Madagask- ar-Pétur sá hann, lagðist liann á hliðina og vein- aði eins og verið væri að drepa hann. Johnson tók í öxl mína og hristi mig til og skammirnar dundu yfir mig eins og foss. Ég reyndi að út- skýra málið, en fékk enga áheyrn. Hann sagðist sjá á dýrinu, að ég hefði sparkað í magann á því. Pétur legðist aldrei svona á hliðina nema eftir spark í magann. Auk þess leyndi sér ekki, að ég hefði ætlað að drekkja honum í fötunni. Ég slapp með hristinginn og áminningu „í þetta sinn“, og þegar Johnson gekk í burtu, stóð Madagaskar-Pétur upp, sneri sér að mér og hvæsti, hristi sig og labbaði á eftir Johnson. — Þetta voru fyrstu kynni okkars Péturs, en ekki þau síðustu. Lúkarsbúum var mjög skemmt, er þeir heyrðu um viðureignina. Eitt af hinum mörgu lagaboðum Johnsons, var, að enginn mátti reykja við vinnu, en auð- vitað stálumst við til þess að reykja, þegar eng- inn stýrimanna var nærstaddur, eins og ferm- ingarstrákar reykja í laumi. Fimm dögum eftir að við fórum frá Boston, VÍKIN □ U R 353
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.