Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 72
Bækur hafa komið út margar á þcssu hausti, svo að eigi sýnist mikið lát vera á útgefendum, þótt takmark- aður pappír hafi það í för með sér, að bókaupplög minnka nokkuð. Þegar þessar línur eru ritaðar, um miðjan nóvember, hefur þegar komið fleira af bókum á markaðinn en svo, að hávaðanum af þeim verði gerð nein skil í þessum dálkum. Það tekur tímann sinn að lesa bækurnar, og eigi kann ritstjóri Víkings þá list, að dæma bækur ólesnar, jafnvel þótt eigi sé rúm til annars hér er stuttra ritfregna. Nokkurra bóka aðeins verður því getið að þessu sinni, og þá helzt þeirra, sem frem- ur er hægt að mæla með en hitt, — hinar látnar liggja milli hluta. ísafoldarprentsmiðja er sem jafnan áður eitthvert stærsta útgáfufyrirtækið (eða stærst). Þaðan hafa komið ýmsar allgóðar bækur og nokkrar ágætar. Annað bindi af ritgerðasafni fræðaþulsins góðkunna Kristleifs á Kroppi, Úr byggðum Borgarfjarðar, er allstórt rit og veigamikið. Þar eru gerð rækileg skil ýmsum grein- um atvinnu- og menningarlífs í Borgarfirði á liðnum tíma, einkum síðari hluta 19. aldar. Er þetta síðara bindi öllu veigameira en hið fyrra, sem hafði þó margt fróðlegt að flytja. Verulegur hluti þáttanna hefur að vísu verið prentaður áður, en allt um það er góðra gjalda vert, að ritgerðum Kristlcifs hefur nú verið safn- að á einn stað. Blandast engum hugur um það, sem bækur hans les, að hann skipar veglegan sess meðal alþýðlegra fróðleiksmanna og rithöfunda íslenzkra, fyrr og síðar. Þórður kennari á Laugarvatni, sonur Krist- leifs, hefur búið þetta bindi til prentunar, eins og hið fyrra, og gert það vel, lagað smávægilega hnökra, svo að hinn ljósi, alþýðlegi stíll Kristleifs nýtur sín nú full- komlega, án þess að maður hnjóti um þær fáu ójöfnur, sem áður mátti finna. Sigurbjörn Sveinsson er tvímælalaust ástsælasti barnabókahöfundur á íslandi, enda gæddur tveimur þeim höfuðkostum, sem slíkan höfund mega prýða: Skáldlegu hugarflugi og elskulegri, barnslegri lund. Hver er sá, sem í bernsku átti þess kost að lesa bækur Sigurbjarnar, að liann minnist ekki þeirra stunda með óblandinni gleði og hlýrri tilfinningu? Það var því vel til fallið hjá ísafoldarprentsmiðju, að gefa út á sjö- tugsafmæli skáldsins Ijómandi fallega heildarútgáfu af bókum hans. Þar heilsa manni á hverri síðu gamlir og kærir vinir úr Bernskunni, Geislum og Skeljum. Og það kemur í ljós, að þótt maður sé sjálfur stórum breyttur frá því er þessar sögur orkuðu mest á hugmyndaflugið, hafa þær eigi glatað töfrum sínum. Útgáfa ísafoldar er góð og smekkleg. Það spillir heldur eigi að fjöldi skcnnntilegra teikninga prýðir sögurnar. Ýmsar teikningar danska listamannsins Falke Bang eru einkar snotrar, en bó hygg ég að börnum inuni falla bezt í geð myndir Halldórs Péturssonar og Tryggva Magnússonar. — líitsafn Sigurbjarnar er tvö bindi, samtals 680 bls. Sögúr ísafoldar, II. bindi, hefur að geyma 28 smá- sögur og frásagnir. Þar af er nálega helmingurinn úr gömlu Iðunni (1884—í888). Er þar að finna snilldar- sögur í snjallri þýðingu Björns Jónssonar, t. d. „L’Arra- biata“ eftir Paul Hcyse og „Bréfstuldurinn" eftir Edgar Poe. Síðan koma sögur úr Sögusafni ísafoldar, nokkuð misjafnar að listgildi, en flestar skemmtilegar aflestr- ar. Innan um þessar erlendu sögur er ritgerð Ólafs Ilavíðssonar um „skoðanir manna á Heklu í gamla daga“, fjörlega rituð, en virðist ekki eiga þarna fylli- lega heima. Dulheimar Indíalands, eftir brezka blaðamanninn og rithöfundinn Paul Brunton í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar, er merkilegt rit um ýmis mikilvæg atriði indverskrar lífsspeki, en höfundur hefur kynnzt' þeim efnum nánar flestum öðrum Vesturlandamönnum. Tekst hinum slynga rithöfundi að bregða upp mörgum heill- andi og ógleymanlegum myndum frá innstu helgidómum þeirrar fornfrægu menningarþjóðar, sem hann lýsir. Hver sá, sem eitthvað brýtur heilann um hin dýpri rök tilverunnar, mun lesa bók þessa með mikilli athygli. Þýðing Björgúlfs Ólafssonar virðist vel af hendi leyst, cn slæmur prófarkalestur er til lýta á þessari hugþekku bók. Bókaútgáfan Hlaðbúð hcfur fátt eitt gefið út á árinu, enn sem komið er. Væri það illa farið, ef sú útgáfa þyrfti að hætta eða draga sarnan seg'lin, því naumast hefur annað forlag gefið hér út jafnbetri bækur á und- anförnum árum. Mætti það heita ískyggilegur vottur um smekkvísi íslenzkra bókakaupenda, ef það forlag, sem vandlátast hefur verið um bókaval, gæti eigi þrif- izt, meðan ruslútgáfur tútna út og dafna. Furður Frakklands, ferðabók eftir prófessor Guð- brand Jónsson, heitir stór og myndarleg Hlaðbúðarbók, prýdd miklum fjölda ágætra mynda. Það er eigi að sök- um að spyrja, — þar sem Guðbrandur Jónsson heldur á pennanum er engin hætta á að lesandanum leiðist. Léttur og fjörugur stíll hans, fyndnin og lipurðin í hverjum þennadrætti, koma lesenda í einkar þægilegt skap, hvort sem hann vill skrifa undir allar staðhæf- ingar höfundar eða ekki. Að vísu kann ýmsum að þykja Guðbrandi verða helzti tíðreikað innan um grafir dauðra, og vilja heldur fylgja leiðsögn lians á vegum hins strit- andi og stríðandi lífs, en hver sá, sem gaman hefur af þjóðmenningarsögu, mun sér til óblandinnar ónægju skyggnast undir hönd hans og verða fjölmargs vísari. Prófessorinn er sjór af fróðleik, svo að lesandi má hafa sig allan við, ef hann ætlar að tileinka sér eins og helm- 3 64 V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.