Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 33
uppteknum hætti og nauðuðu á konungi um kvonfang- ið, hvenær sem færi gafst. Var þá margra bragða leit- að. Æðsti ráðgjafinn (Thomas Cromwell), gerði mann á fund Hans Holbein málara, og bað hann mála mynd af Önnu Cleve og gera hana fegurri á myndinni en hún var. Varð Holbein við þessari bón og þá offjár að launum. Er mynd þessi enn til og þykir merkileg. Þegar myndin kom til Englands, voru ráðgjafarnir e,kki seinir til að ganga með hana á konungsfund. Gat þar að líta fagra mey, grannvaxna og gáfulega. Runnu þá tvær grímur á konung og fyrir fortölur ráðgjafanna féllst hann á að gerðir væru út menn á fund hertog- ans af Cleve, til þess að biðja Önnu sér til handa. Var það mál auðsótt, og var Anna föstnuð Hinriki. Síðar meir var brúðkaupsdagur ákveðinn og menn sendir eftir Önnu. Segir ekki af þeirri ferð fyrr en hún kom á næsta áfangastað við London, en það var í Richmond. Eftir að Hinrik hafði fengið myndina góðu, var það siður hans að skoða hana á hverjum degi eða oft á dag. Pannst honum þá, sem hann mundi ekki dauður úr öllum æðum. Fýsti hann að sjá frummyndina sjálfa sem fyrst, eða kærustuna. Daginn, sem von var á Önnu til Richmond, lét Hinrik söðla tvo hesta við höll sína í London og reið í brott með skrifara sínum, án þess ráðgjafar yrðu varir við. Hugðist konungur að koma að óvörum til Richmond, í sama mund og Anna, og fá fyrsta kossinn. Þegar Hinrik kom til Richmond, var Anna þar fyrir, nýkomin. Lét konungur tjá Önnu komu sína og beiddist fundar hennar, gekk síðan til hallarsals hennar í reiðfötunum með hatt á höfði. Anna I stóð á miðju saiargólfi þegar Hinrik kom í dyrnar. Hnykkti konungi við er hann sá kærustuna. Þarna stóð feit jússa, ákaflega ófríð, andlitið stórt, sviplaust og ógreindarlegt. Hinrik kunni mannasiði og fataðist ekki, þótt vonbrigðin væru stór. Hann tók ofan hattinn og gekk til Önnu og hneigði sig fyrir henni og kyssti á hönd hennar að hofmannasið. En nú kom eitt upp, sem hann hafði ekki hugað áður, að hvorugt kunni annars mál. Varð því ekki af samræðum. Horfðu þau stutta stund hvort á annað, þar til Hinrik kvaddi og fór. Pleygði hann sér á bak þegar út kom, og reið í loftinu heim til sín um nóttina. Reis hann ekki úr rekkju næsta dag, en kvaddi ráðgjafana á sinn fund í bítið um morg- uninn. Kvaðst hann illa svikinn á konuefninu og neit- aði með öllu að kvænast Önnu. Heimtaði hann að ráð- gjafarnir sendu konuefnið heim aftur. Má nærri geta hvernig þeim hefir orðið við. Brúðkaupið átti að standa eftir fáeina daga og ófriður yfirvofandi á meginland- inu. Reyndu ráðgjafar og' vildarvinir konungs að telja um fyrir honum, en það kom fyrir ekki. Var Hinrik svo reiður, að hann mátti ekki heyra á það minnst, að hann gengi áð eiga Önnu. Lagðist konungur rúmfastur og lá í viku. Hinrik var hygginn maður og bar heill og' heiður Englands mjög fyrir brjósti. Má vafalaust telja hann einn hinna merkustu konunga, sem þar hafa ríkjum i'áðið, enda grundvallaði liann heimsveldi Englendinga. Elísabet dóttir hans byggði ofan á þann grundvöll, sem hann lagði. Meðan hann lá í rúminu, tók hann að at- huga, að vera mætti að ríkinu stafaði hætta af því, ef hann kvæntist ekki Önnu Cleve. England, Holland og ríkin í Norður-Þýzkalandi voru höfuðlönd mótmælenda- trúarmanna. Trúarbragðastríð var að skella á, og því nauðsynlegt, að góð samvinna héldist milli þessara ríkja. Sundruð mundu þau falla fyrir ofurvaldi ka- þólskra. Skilnaður hans við Katrínu frá Aragóníu hafði vakið gremju kaþólskra, einkum Karls keisara, sem þá var voldugasti þjóðhöfðingi álfunnar. Líflát Önnu Bol- eyn var og eigi orðstírsaukandi, þótt réttlátt væri. Það var því nokkur hætta á því, að þýzku þjóðhöfðingjarnir mundu þykkjast við, ef hann sendi heitmey sína heim aftur. Gat heimsendingin orðið til þess, að England stæði eitt uppi og yrði Frökkum eða Spánverjum að bráð. Aðstaðan heima fyrir var heldur ekki hæg, þar sem talsverður hluti þjóðarinnar var enn kaþólskur. Var viðbúið, að sá hluti þjóðarinnar mundi ganga í lið með óvinunum, ef her sækti landið heim. Ráðgjaf- arnir spöruðu eigi að flytja konungi þessi og önnur rök, vikuna sem hann lá. Klæddist þá Hinrik konungur og gerði brúðkaup til Önnu á tilsettum degi. Ráðgjafar konungs höfðu nú haft sitt fram um kvon- fangið. Má næstum segja, að hann hafi kvænzt af stjórn- ai'farslegri nauðsyn. Biðu menn nú óþreyjufullir ávaxt- anna. Þegar nálega ár var liðið frá brúðkaupinu, báðu ráðgjafarnir liirðmeyjar drottningar að lcomast fyrir það, hvort hún mundi ólétt, en drottning var svo feit og digui', að það var ekki bei-sýnilegt. Hafa hirðmeyjar hennar sagt svo frá, að þær hafi oft kalsað til di'ottn- ingar, er þær þjónuðu henni til sængur, hvoi't eigi mundi bráðlega von á ríkiserfingja. Eyddi drottning Jane Seymour. V I K I N G U R 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.