Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 67
Símon Helgason, skipstjóri Menningar- eða ómenniiigartæki Þótt ég sé sennilega minnst pennafær af þeim, er langar til að skrifa um þetta mál, læt ég nú til skarar skríða og bið rnenn virða til betra vegar það, sem betur mætti fara í eftirfarandi grein. Meiningin er góð, þótt greinin túlki það ekki sem skyldi. Ég' man ekki til að hafa séð nokkuð á prenti um þetta efni, þrátt fyrir nauðsyn þess, að fólk fái að heyra hvernig í þessum málum liggur. Það þarf varla að taka það fram, að talstöðvar í skipum og bátum eru ein mestu öryggis- og menningartæki nútímans, séu þau notuð réttilega. Það ætti því að vera keppikefli hvers sjómanns og þá sérstaklega hvers skipstjóra, að hafa talstöðina í lagi, svo hún sé til taks þegar á þarf að halda. Síðan talbrýr hafa verið settar, við margar land- stöðvarnar, hefur talstöðin aukið mjög gildi sitt, þar sem hægt er nú að fá talsímasamband um þvert og endilangt la'ndið; það er því ekkert lítill þægindaauki fyrir skip að geta, hvar sem það er statt og á hvaða tíma sem er, látið vita af sér og sínu gengi, enda er ég alveg viss um, að talstöðin á sinn þátt í auknum aflabrögðum undanfarandi ára. Það er því bráðnauðsynlegt, að allt sé gert, bæði af því opinbera og þeim, er með tæki þessi eiga að fara, til að hafa þau í lagi, og að mínu áliti ætti það að vera krafa vátryggjanda, þegar skráð er á skip, að sýnt skuli vottorð um að talstöðin sé í lagi; það er jafn nauðsynlegt og margt annað, sem krafist er við hverja lögskráningu. Eins og áður er sagt, er talstöðin eitt mesta og bezta öryggistæki hvers skips, en hún er líka mikið menningartæki, eða ætti að vera það, en því miður hefur orðið mjög mikill misbrestur á að svo sé, sérstaklega hefur borið á þessu á sumarsíldveiðunum og lítilsháttar í Hvalfirði í fyrravetur. Undanfarin 2—3 sumur hafa verið um 300 íslenzk skip á síldveiðum, og eru talstöðvarviðskipti aðalsam- band þeirra sín á milli, í sambandi við veiðiskapinn. Það er því engin furða þótt oft sé þröngt á þingi í loftinu, þegar allur þessi floti, ásamt 2—800 erlendum skipum, þarf að tala á aðeins fáum bylgjulengdum og oftast á sama tíma (eftir veðurútlit). Það ríður því á að talstöðin sé ekki notuð að óþörfu, haldnar langar ræður um alveg óskyld efni er ekkert kemur veiðinni við; viðskiptin eiga að vera stutt og greinargóð og má í því sambandi benda á talstöðvarviðskipti þeirra Barða Barðasonar og Björns Hanssonar, sem eru mjög stutt, en segja þó nóg, og finnst mér að fleiri ættu að fara að þeirra fordæmi og minnka dálitið öll óþörf ræðuhöld, en segja samt sína meiningu. Það er hart, að þurfa að segja frá því, að þegar okkur eru fengin í hendur einhver mestu og beztu öryggis- og menningartæki nútímans, þá skuli þeir vera til, sem gera þau að ómenningartækjum, með því að útvarpa í þeim allra handa klámi og klámsögum, ásamt eftirhermum og óhljóðum er yfirgnæfa allt nauð- synlegt tal milli annarra skipa, en þetta er því miður ekkei't nýtt á kíldveiðunum, og ég er alveg viss um að ég hef ekki verið einn um að heyra þetta, enda kvarta margir, og er það von. Hvað veldur? Á ég að trúa því, að skipstjórarnir, sem flestir eru ábyrgðarmenn talstöðvanna, hleypi mönnum að talstöðvunum, til að hafa svona nokkuð í frammi, en hvað á að halda? Þetta er svo stórvítavert, Frh. á bl8. 362. Seglin voru rifin í sundur og báðir borðstokkarnir brotnir. Var skipið aumkunarvert á að líta, en uppi í afturmastrinu blakti færeyski fáninn, eins og ekkert hefði í skorizt. Öll fötin okkar voru rennandi blaut, einnig rúmfötin í neðstu kojunum. Maturinn var mik- ið skemmdur af sjónum, og ekki var hægt að sjóða neitt eða hita kaffisopa, því eldavélin var brotin. f lestinni voru kassar með fiskibollum, sem voru sendir með skipinu, til einhvers kaupmanns í Færeyjum. Við tókum einn kassann og reyndum að búa til eldstæði, þar sem við gætum hitað bollurnar dálítið, þetta var betra en ekki neitt. Nú var veðrinu slotað og tókum við stefnu á Vest- mannaeyjar, til þess að koma hinum slasaða manni til læknis og fá gert við skútuna og kaupa nýjan björg- unarbát. Okkur var vel fagnað í Vestmannaeyjum. Læknir kom um borð og var hinn slasaði maður fluttur í sjúkra- hús. Margir smiðir komu einnig um borð til að gera við skipið. Daginn eftir lögðum við aftur af stað til Færeyja, en sjúklingurinn varð eftir í sjúkrahúsi I Vestmanna- eyjum. Glaður var ég, þegar ég sá hin fallegu fjöll Fær- eyja rísa úr hafi, sem tákn þess, að lífið var þess vei't, að því væri lifað. Guð blessi sjómennina. John Sivertsen. VÍKIN □ U R 359
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.