Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 18
Grímur Þorkdsson Siglingaþáttnr Úthafið er opinn vettvangur. Á venjulegum tímum er það frjálst fyrir alla. Fyrr á tímum, áður en fluglistin komst á núverandi stig, var það eina flutningaleiðin milli landa og heims- álfa, sem voru umflotin sæ á alla vegu. Hafið getur tekið á sig margar mismunandi myndir. Heillandi er það fyrir unglinginn, sem elzt upp nálægt því, heyrir nið þess sí og æ, sér öldur þess rísa hverja af annari og getur gefið því gætur í öllum þessum myndum. Þann, sem elst upp við sjávarströndina langar til að sjá með eigin augum hvernig högum er háttað handan við hafið, sem hann hefur daglega fyrir augum sér. Margur unglingurinn hefur staðið niður við flæðarmál og mænt löngunarfullum augum út á hafið og orðið gagntekinn af æfintýralöng- un, þegar reyk úr gufuskipi eða masturstoppa hásigldrar snekkju bar við hafsbrúnina. Marg- ur unglingurinn hefur lesið bækur um ferðalög hugprúðra sæfara til fjarlægustu staða á hnett- inum, og orðið friðlaus af ferðalöngun. Það er í alla staði eðlilegt þó ungt fólk langi til að komast yfir pollinn. Því heimskt er heima alið barn, og reynið allt og prófið allt er kjörðorð margra æskumanna. Forfeður okkar Islendinga voru miklir sæ- garpar og siglingamenn. Þá skorti þó bæði þekk- ingu og tæki til að ferðast um hafið á borð við nútímamenn. En þeir voru harðgerðir, hug- djarir og hertir í margri raun frá blautu barns- beini. Þeir notuðu þær aðferðir og þekkingu, sem tiltækileg var, og veittu gangi himintungla nákvæmari athygli en við gerum nú. Þeir höfðu ekki í annað hús að venda. í norðlægum höfum verður ekki nærri alltaf fylgzt með gangi him- intungla, vegna óveðra. Fyrri tíma menn, sem lögðu leið sína um úthöfin, urðu því, þegar svo bar undir, að láta slag standa upp á von og óvon. I þeim tilfellum var ekki að búast við mikilli nákvæmni. Við höfum lesið um það í sögunum, að hinir fornu sæfarar komu oft að landi æði langt frá þeim stað, þar sem þeir höfðu ætlað sér að lenda, og voru heil missiri á leiðinni. Hinni miklu óvissu í sambandi við 31 □ siglingar um úthöfin hefur síðari tíma þekking í siglingafræði rutt úr vegi. Það tækið, sem mest- um straumhvörfum olli í sambandi við sjóferð- ir, er vafalaust áttavitinn. Hverjir hafi fyrstir fundið hann upp er þoku hulið. Talið er þó að það muni hafa verið einhvers staðar í hinum fjarlægu austurlöndum. Á öndverðri þrettándu öld, þegar Mongólar lögðu undir sig lönd og fóru með báli og brandi frá Gulahafi allt til Eystrasalts, er álitið að þeir hafi haft í fórum sínum leiðarstein eða vísi að áttavita. Hafi svo verið, er vafalaust að þetta undratæki hefur auðveldað þeim framsóknina og forðað þeim frá að fara villir vegar um þær miklu auðnir og víðáttur. Síðan þetta gerðist, hefur þekking manna á eðli og lögmáli áttavitans náð mikilli fullkomnun. Eitt hið fyrsta, sem unglingar komast í tæri við á sjónum er áttavitinn, hann er enn í góðu gildi og má ekki vanta í neinu skipi, sem leggur leið sína um höfin, jafnvel þó ekki sé um lengri ferðir að ræða en svo, að land rétt hverfi úr augsýn. Að læra að þekkja á áttavita er ekki langrar stundar verk fyrir áhugasama unglinga. Að læra að stýra stóru hafskipi eftir honum, svo viðunandi sé, tekur dálítið lengri tíma. En að komast upp á það, að stýra eftir áttavita svo vel, að ekki verði á betra kosið, er aftur á móti þrautin þyngri. Sú list er ekki öllum léð. Vand- inn er sá, að halda skipinu stöðugu á stefnunni. Þetta er þó aldrei hægt til fullnustu, hversu leik- inn maður sem í hlut á. Þar er um endalausa baráttu að ræða Við hin margvíslegustu öfl, sem á skipið verka. Sá, sem ætlar að gera sjómennsku að æfistarfi sínu, þarf að leggja stund á þá í- þrótt að stýra eftir áttavita. Því þrátt fyrir all- ar nýjungar í siglingafræði, er það ennþá átta- vitinn, sem aðallega vísar mönnum leiðina um hafið bláa. VÍ K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.