Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 13
Sagan er ekki sérlega falleg — en raunsæ. Englandsferð Kobba Eftir Vestmann. 1. Kobbi gat ekki sofnað. Á morgun átti draum- urinn að rætast. — Hinn langþráði draumur, að sigla. Ekki til Færeyja eða Danmerkur, einsj og Beggi. Nei, til Englands. Það var miklu, fínna. Skrambi var nú Láki sniðugur, að útvegaj honum far með togaranum, sem hann var há- seti á, og ekki nóg með það, farið kostaði vístj ekki fimm aura. Ja, hann Láki, það var nú karl í krapinu, þekkti víst allt og alla þarna úti í Englandi, eftir öll þau skipti, sem hann var bú- inn að fara þangað. Bai'a ég verði nú ekki sjóveikur, hugsaði Kobbi. Vel gekk að fá fríið hjá yfirsmiðnum. Sagðist hann mega til að gefa honum frí fyrst svona sérstaklega stóð á. „Annars er ég nú1 ekki vanur að gefa lærlingum á öðru ári svoná aukafrí“, sagði hann. En hann gerði það samt. Húsið, sem þeir voru að steypa upp, var alveg1 að klárast, svo það stóð ákjósánlega á. — Þú, kaupir kannski eina silkisokka handa kei’ling- unni minni, ef þú rekst á þá þarna úti, bætti hann við. — Já, hugsaði Kobbi, það væri nú annaðhvoi’t. Kobbi bylti sér í rúrninu. Svefninn vildi elcki koma. Togarinn kemur klukkan 9 í fyrramálið og fer víst strax aftur. Þeir voru ekki að slóra í höfninni, þessir togarar. Það gerði svo semj ekki mikið til, þó svefninn yrði lítill í nótt. Þá svaf maður þeim mun betur, er um borð vaiy komið. Verst hvað ferðin tæki langan tíma, 4 eða kannski 5 daga, og eiga að líða sjóveikis- kvalir allan tímann, og stoppa svo kannski að- eins einn sólarhi’ing. En hvað um það, sá sólai’- hringur skyldi verða notaður á réttan hátt, —j skoða sig um og verzla.---:---- Togarinn öslaði út Faxaflóa, í landvari við Reykjanesskaga. Suðaustan strekkingur spáði engu góðu um veðrið sunnan Reykjaness. Kobbi var hinn brattasti, stóð hjá Láka kunningja sín- um, sem átti vörð í brúnni, ásamt nokkrum fé- lögum sínum. Allir voru þeir í bezta skapi, eftix’j velheppnaða veiðifei’ð, og Kobba þótti mjög1 VÍKIN □ U R gaman — fyrst, en þegar kom í „Hullið“ og úrj landvari, fór gamanið að grána. Kobbi hafði aldrei séð annað eins. Skipið lyftist hátt upp á bi-atta bárukambana, datt svo niður í öldudal- inn, titrandi stafna á milli, lagðist síðan á hliðina, en sjórinn ruddist yfir boi'ðstokkinn eins og foss. Skipstjórinn kom upp úr hei’bergi sínu og hringdi á „stopp“ í vélsímann á meðan skipið rétti sig við, en síðan á fulla ferð aftur. Kobba var farið að líða voðalega illa, hann var bæði fárveikur og hræddur. — Voru menn- irnir hringlandi vitlausir, ætluðu þeir að sökkva skipinu? Þetta var manndrápsveður. Það vai' enginn efi. Því sneru þeir ekki í höfn aftur og biðu betra veðurs? Af hverju sendi loftskeyta- jnaðurinn ekki út S.O.S.? 2. — Láki minn. Kobbi var veikx-óma. — Held- urðu ekki, að skipstjórinn fáist til að setja mig á land í Vestmannaeyjum? — Setja þig á land í Vestmannaeyjum? Nei, Kobbi minn. Það er af og frá, slíkt er aldrei gei't. Auk þess ei'um við komnir fram hjá Eyj- um. Annars þætti mér gaman að sjá framan í gamla manninn, ef ég færi fram á slíkt við hann! ha, ha! Og Láki hló við tilhugsunina. Ég myndi segja: — Herra skipstjóri, vegna þess að Kobbi á brýnt ei’indi til Eyja þá eru það eindregin ... ha, ha, ha! Og Lák-i komst ekki lengi’a. — Heyrðu, Kobbi minn, í’eyndu nú að hi’essa þig upp og boi'ðaðu; þetta er indælis kjötsúpa. Láki stóð við kojuna hjá Kobba og rétti honurn könnu. Kobbi lagðist fram á kojustokkinn og kúgaðist, er hann heyrði mat nefndan. En mag- inn var löngu tómur. Svitinn draup af honum og andlitið þrútnaði af áreynslunni. — Nefndu ekki mat, stundi hann. — Gefðu mér vatn, vatn. — Ekki meira vatn, Kobbi minn. Það þýðir ekkei’t, kemur strax upp úr þér aftur. Þú ert búinn að fá krampa í magann, lagsi. Snúðu þér nú upp og reyndu að sofna. 305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.