Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 73

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 73
inginn af öllu því, sem hann ber á borð af mikilli rausn, sem stundum nálgast ofrausn. En leiðinlegur verður Guðbrandur aldrei. Iðunnarútgáfan virðist heldur auka bókaútgáfu sína og hefur þegar gefið út ýmsar eigulegar bækur. Kom frá henni á liðnu sumri hið myndarlega kvæöasafn Vestur-íslenzka skáldsins Guttorms J. Guttormssonar, er Arnór Sigurjónsson hafði búið til prentunar. Þá gaf hún einnig út einkar fróðlegt rit um Grænland, eftir Guðmund Þorláksson, magister, og prýddu það margar ágætar myndir. Nú í haust bættist í hópinn frá þessari útgáfu bókin Fjöll og fimindi, eftir Árna Óla. Eru það frásagnir Stefáns Filippussonar, bónda í Brúnavík við Borgarfjörð eystra, síðar fylgdarmanns í Reykjavík. Hefur Stefán frá mörgu minnisverðu að segja, eigi sízt frá ferðalögum sínum um landið þvert og endilangt, oft með sérvitra og skringilega útlendinga í eftirdragi. Hefur Árna Óla tekizt að gera úr þessum minningum og ferðaþáttum snotra og læsilega bók, enda kann Árni manna bezt að stíla slíkar frásagnir og er fundvís á það, sem frásagnarvert er. Nýtur hann mikillar al- þýðuhylli sem blaðamaður og útvarpsfyrirlesari, og að verðleikum. Mun þessi bók eigi draga úr þeim vin- sældum. Af útgáfum Bókfellsútgáfunnar vill Víkingur vekja athygli á endurminningum Ingólfs læknis Gíslasonar, Læknisævi. Því miður hefur þeim, er þetta ritar, eigi unn- izt tími til annars en að blaða lauslega í bókinni, en allt bendir til þess, að hún beri hin sömu, góðu einkenni og útvarpserindi Ingólfs læknis: Sjaldgæft fjör og hispurs- leysi og mikla frásagnargleði. Bækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins fyrir árið 1948 eru nýkomnar út. Mun það sannmæli, að útgáfa þessa fyrirtækis, sem hefur 12—13 þúsund áskrifendur um land allt, hafi sjaldan verið betri en nú. Hin föstu ársrit, Almanakiö og Andvari, eru vel úr garði gerð að þessu sinni, einkum hið síðarnefnda. Af efni Al- manaksins má einkum nefna ritgerð Ólafs prófessors Jóhannessonar um Sameinuðu þjóðirnar, skipulag þeirra samtaka og starfsemi, grein Gylfa Þ. Gíslasonar pró- fessors um Marshall-áætlunina og þátt Lárusar Sigur- björnssonar um íslenzka leikritun eftir 1874. Ritgerð Lárusar er skemmtileg og fróðleg, þótt fljótt sé yfir sögu farið. Andvari flytur gott efni að þessu sinni. Ritstjórinn, Þorkell Jóhannesson ritar þar einkar hugþekka ævisögu Rögnvalds Péturssonar, hins mikilhæfa klerks og leið- toga Vestur-íslendinga. Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjar- fógeti á Isafirði sýnir það enn sem fyrr með ritgerð sinni um Sigurð Breiðfjörð, að hann kann einkar vel að rita ljóst og skemmtilega um söguleg efni. Hefði maður óskað þess eins, að hann léti af því verða að rita enn ýtarlegar um Sigurð, skáldskap hans og sam- tíð. Þess er full þörf. — Sigurjón Jónsson læknir hefur þýtt á íslenzku og birt í Andvara ritgerð Gríms Thom- sen um Bjarna Thorarensen, en hún kom út í danska bókmenntatímaritinu „Gæa“ 1845. Er einkum fengur að ritgerðinni fyrir þá sök, að þar er ýmislegt sagt frá Bjarna Thorarensen, liögum hans, háttum og skap- ferli. Þá flytur Andvari langa ritgerð eftir Óttar Indriða- son, um fiskirækt í Bandaríkjunum. Af öðru efni rits- ins má sérstaklega nefna merkilegt plagg, er lýsir dá- vel starfskjörum og aðbúnaði alþýðu manna hér á landi, einkum við sjávarsíðuna, á síðari hluta 18. aldar. Er það bréf, sem sent var Landsnefndinni fyrri, er hér starfaði á árunum 1770.—1771. Bréfið er málsvörn fyrir „þá undirokuðu og undirþrykktu íslands innbyggjara, nefnilega vinnumenn, vinnukonur og uppvaxandi fólk“, og jafnframt sóknarskjal, fjallar m. a. um „sumra hvorra hreppstjóra vesen og ráðlag“. Undirskrift bréfs- ins er: „Islands fátæklingar". Aðrar árbækur Menningarsjóðs og þjóðvinafélagsins eru Ljóömæli Stefáns Ólafssonar og Sögur frá Noregi. Ljóðmæli Stefáns birtast hér í litlu en góðu úrvali. Andrés Björnsson, magister, sem sá um útgáfuna, hefur leyst það vandasama verk ágætlega af hendi og ritar greinargóðan fonnála um Stefán, skáldskap hans og samtíð. Þetta kver, þótt eigi sé nema tæpar 10 arkir í litlu broti, gefur ljósa hugmynd um skáldskaj) Stefáns klei'ks í Vallanesi, fyndni hans, orðheppni og ljóðræna gáfu. Sú ákvörðun Menningarsjóðs, að gefa út smám sam- an úrvalssögur frá ýmsum löndum, mun væntanlega mælast vel fyrir, enda er þar raunverulegt menningar- starf unnið. Hefur vel tekizt með hið fyrsta bindi, norsku smásögurnar, enda smekkvís maður og vand- virkur um vélt, Snorri Hjartarson skáld. Verður eigi annað sagt en valið hafi tekizt vel, þótt rnaður sakni að vísu ágætra höfunda, sem þarna hefðu sómt sér með prýði. Má þar til nefna menn eins og Tryggve Ander- sen, Ronald Fangen og Johan Borgen, en þó sérstak- lega Axel Sandemose, sem furðulegt má heita, að geng- ið skuli hafa verið framhjá. Mun erfitt að neita því, að Sandemose sé meðal allra fremstu skálda á Norður- löndum, þeirra, sem enn eru í fullu fjöri, enda kemur það fram í formmála Snorra Hjartarsonar, að honum er þetta ljóst. En vafalaust er takmörkuöu rúmi um þetta að kenna, þar eð Sandemose hefur eigi skrifað margar mjög stuttar sögur. Þó eru þær til. Það er og nokkur galli, að allvíða hefur verið gripið til mjög stuttra smásagna, þótt betri og veigameiri sögur hefðu gefið réttari liugmyndir um höfundana. Einnig mætti það að efnisvalinu finna, að sögurnar eru i heild sinni býsna dapurlegar og' „tristar". Hin snilldarlega, litla saga galdramannsins Hamsuns sindrar þarna og skín eins og flugeldur yfir myrkviði. Þýðingarnar eru flestar góðar, sumar frábærar. Directory of Iceland heitir rit, sem kom út í sumar og Víkingnum var sent. I riti þessu er að finna mikils- verðar upplýsingar um ísland og íslenzk málefni, sér- staklega við það miðaðar að koma þeim útlendingum að notum, sem viðskipti liafa við ísland. Auk ýtar- legrar skrár um allar helztu stofnanir og fyrirtæki í landinu er þarna að finna margvíslegan fróðleik um landshagi og stjórnarfar. Bók þessi er því einnig til margvíslegs hagræðis fyrir íslendinga, einkum þá, er stunda verzlun og viðskipti. Ritstjóri bókarinnar er Hilmar Foss. ★ VIKINGUR 365
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.