Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 63
kringum skipið. En aftur úr breiður silkiborði, glitrandi í öllum regnbogans litum. — „Vino Blanco, Vino Tinto. Segið bara til, strákar, nóg er til á sjoppunni". Við sátum inni á Plaza danshúsinu, eðá næturklúbbnum í Bil- bao, allir hásetarnir, nema Colling, sem átti vörð um borð þessa nótt. Johnson var kominn í hópinn og veitti vín á báðar hendur. Enginn mátti taka upp peseta, nema hann. „Svona, skál strákar. Þið ættuð að vita að það er sunnudagur á morgun“. Áður en nokkuð glas tæmdist, var búið að fylla það aftur. Yfir öllum í salnum var þetta létta fjör og lífsgleði, sem er svo einkenn- andi fyrir Spán og Ítalíu, en ég hefi hvergi rekið mig á annars staðar. En kátastur allra var John- son. Hann skálaði við alla og gaf hverjnm glas og sígarettur, sem hafa vildi. Senoriturnar þyrptust utan um hann, smitaðar af glaðværð hans og fjöi'i. Ég hefi oft verið með skemmtilegum strák- um í landi, bæði á Spáni og annar staðar í heim- inum, en það verð ég að segja, aldrei með slíkum ærslabelg og þetta kvöld, eða réttara sagt, þessa nótt, sem tók öllu öðru fram. Þegar liðið var á nóttu og farið að dofna yfir dansinum, fór John- son upp á hljómsveitarpallinn, þreif guítar og spilaði og söng spænskar og enskar gamanvísur. Sá kunni nú að handleika hljóðfærið. Allir þyrpt- ust að pallinum, þjónustufólk sem gestir. Það var klappað og stappað af hrifningu og hlátur- inn glumdi um salinn. Engan hefi ég þekkt, sem kunni eins mikið af fjörugum gamanvísum og fór eins vel með þær og Johnson, þessa skennnti- iegu nótt í Bilbao. Eftir viku dvöl í Bilbao var affermingu lokið og kjöifesta komin um borð. Nú var lagt af stað vestur yfir hafið aftur, og var ferðinni heitið til Halifax í Kanada, með viðkomu í St. John í Nýfundnalandi. Ekkert sögulegt gerðist á leiðinni vestur, nema hvað Madagaskar-Pétri tókst með lymsku sinni og óhugnanlegu slægviti, að koma tveim- ur af hásetunum í alvarlega ónáð hjá Johnson. En það tekur því varla að segja frá því, þetta var orðið svo venjulegt og mælirinn löngu full- ur. Hingað til hafði okkur ekkert færi gefizt á Pétri. En loks kom tækifæi’ið. Við vorum komnir austur fyrir Cape Race á leiðinni til Halifax, frá St. John. Þá skall á okkur einn af þessum skyndiötormum eða hvirf- ilvindum, sem eru svo algengir á þessum slóð- um á haustin og fyrripart vetrar. Þessir stormar eru stundum afar sterkir, en standa sjaldnast lengi yfir. Þeir koma oft svo skyndilega, að litl- um vörnum verður við komið, ef um nokkrar varnir er að ræða. Loftvogin fellur kannski niður úr öllu valdi á örfáum mínútum. Slíkur var þessi hvirfilvindur. Við bókstaf- lega sáum hann koma. Við sjóndeildarhringinn í suðri sást ljósgrár bakki, sem nálgaðist óð- fluga, og er hann skall yfir skipið, reyndist þetta vera særok. Þriðji stýrimaður, Svíinn, átti vörð á stjórn- palli og sendi hann strax eftir Johnson og skip- stjóranum er hann sá hvað verða vildi. Johnson kom strax upp og tók við stjórn. Þetta var á endaðri dagvakt og ég átti kvöldvaktina í koju. Ég var ekki búinn að sofa lengi þegar ég vakn- aði við að Colling var að ýta við mér. Ég opn- aði augun, en skildi ekkert í látbragði Collings. Iíann sagði ekkert, en dró annað augað í pung. „Hvað er að?“ spurði ég. „Stundin er komin“. Eftir nokkur augnablik skildi ég iivað klulck- an sló. Ég stökk fram úr kojunni og fór að klæða mig. Ég sá að Colling var algallaður. í barmin- um undir olíukápunni hafði hann svartan sjó- poka, en upp úr kápuvasanum stóð handfang á stórri rörtöng. Ég bjó mig eins vel og ég gat. Setti upp þykka leðurvettlinga, sem náðu upp á miðjan handlegg, reyrði leðuról um mittið utan yfir kápuna og lét á mig leður-flugmannshúfu, sem féll þétt að höfðinu og hálsinum. Ekkert var óhulið af and- litinu, nema augun og nefið. „Ég er tilbúinn“. Úti var niðamyrkur. Skipið hafði stöðugan halla út í aðra hliðina, undan vindinum, og nærri því flatrak. Það var svo létt á sjónum, að ómögu- legt reyndist að ná því upp í vind á móti ofs- anum. Særokið gekk óslitið yfir það og öðru hvoru brotsjór. Vélin var í hægagangi. Kaðall var strengdur frá þilfarshúsi háseta, aftur á og fram á miðþilfar. Við stóðum stundarkorn í dyrunum á meðan augun voru að venjast myrkrinu, og biðum lags til að komast frameftir. Á meðan skýrði Coll- ing mér frá aðstæðunum. Johnson var á stjórn- palli, engin hætta á að hann hreyfði sig þaðan fyrst um sinn. Annar og fjórði vélstjóri voru á verði í vélarúmi, og þeir fóru áreiðanlega ekk- ert frá, auk þess stóð Joe kyndari vörð við dyrnar. Herbergi Johnsons var ólæst, það hafði Colling sannprófað. Annars var Johnson vanur að loka Madagaskar-Pétur inni ef hann þurfti að fara upp að nóttu til í vondu veðri. Við lásum okkur fram eftir líflínunni og stóð- um síðan í skjóli við salsvegginn miðskips, á meðan við vorum að ná andanum og þurrka sjó- inn úr augum og nefi. Inni í herbergi Jolmsons var ljós. Pétur lá á silkipúða í einu horninu. Þegar við komum inn, VÍKINGUR 355
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.