Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 80

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 80
Illinois, og var maður stórlærður á réttarsögu, þjóð- félagsvísindi og lög, segir um þenna texta í fornmál- anum fyrir þýðingu sinni á Grágás á ensku: „Veldi Noregskonungs náði vestur á „mitthaf" í átt til ís- iands (Gulaþingslög 111, Ngl. I, 50). ísland fór með yfirráðarétt austur á mitt haf í átt til Noregs [sjá t. d. Grgs. I a. 142—143]J). íslendingar töldu sig hafa yfirráðarétt í vestur frá Islandi, þar á meðal yfir Græn- landi (I b. 195—197, III. 463—466), einnig yfir landa- leitan til að finna ný lönd, og eru þá höfð í huga ný- fundin lönd í vestri, Vínland og það svæði yfirleitt). Grænland var numið frá íslandi, og var samkvæmt alþjóðalögum nýlendna Islands. 1 Frostaþingslögum eru tilsvarandi fyrirmæli, þar sem sagt er beinum og ber- um oi'ðum, að taka arfs skuli fara að íslenzkum lög- um, þegar eigandinn deyi fyrir vestan mitt mitthaf „eða [á] Islandi út“ (Ngl. I, 210, gr. 6). Það virðist vera útkjáð mál eftir beztu lieimildum, að Grænland var numið af íslendingum". I þessum sáttmála telur Island sig ekki aðeins hafa yfirráðarétt yfir Grænlandi og öllu hinu vestræna svæði, heldur viðurkennir og Noregskonungur þenna rétt með því, að semja við Is- land um þetta. Hér birtir Alþingi greinilega hug og vilja íslands til yfirráða yfir hinu vestræna svæði, en „corpus“ hins ísl. þjóðfélags komst varanlega á þessi lönd með landnámi ísl. þegna þar, er fóru með hið ísl. þjóðfélagsvald. Þar með ‘voru sköpuð gild yfirráð ís- lands yfir öllu svæðinu í vestri. Ef réttur sá, er Græn- lendingar fá í sáttmálanum, var brotinn, var hann brotin við Island, og Island á að reka réttar Græn- lendinga. I hvert sinn, sem Norðmenn rufu eða feldu niður þenna sáttmála, varð Alþingi íslands að taka í taumana, og fór þá með yfirráðarétt sinn yfir Græn- landi og öllu hinu vestræna svæði, sem Islendingar höfðu fundið og byggt, og íslendingar einir allra þjóða sigldu til um næstu 500 ár (einkum þó frá Grænlandi). Mundu það ekki vera réttarskapandi athafnir? Loks var sátt- málinn við Ólaf helga samkvæmt bréflegu tilboði Há- konar Hákonarsonar tekinn upp í Gamia sáttmála 1262 með þessum orðum: „Slíkan rétt skulu íslenzkir menn hafa í Noregi sem þá, er þeir hafa beztan haft og þér hafið sjálfir á yðrum bréfum boðið“. Fer Alþingi þá enn út á við með yfirráðarétt Islands yfir Græn- landi. I Gizurarsáttmála játar Alþingi Hákoni og Magnúsi „lönd og þegna", og í eiðstafnum við hann sverja eiðmennirnir á Alþingi Hákoni og Magnúsi „lönd og þegna“. Hver eru þessi lönd? Ekki er Island sjálft nema eitt land. Og allt hið mikla þjóðfélags- svæði íslendinga í vestri og norðri var stjórnlagalega séð ekki nema eitt land, og hin almenna norræna for- sögn er því að sverja land og þegna. Fleirtalan er höfð til þess að fyrirbyggja, að ólánsmenn geti hártogað sáttmálann og sagt, að hann taki aðeins til hins land- fræðilega Islands eins. I flestum endurtekningum Gamla sáttmála og eiðstöfum við hann (en þó ekki öll- um) játa og sverja Islendingar konungi lönd og þegna. Og við öll þessi tækifæri fer Alþingi augljóslega með yfirráðarétt. sinn yfir Grænlandi og hinu vestræna svæði, sem fleirtalan lönd vísar til. En nú spyr ég: x) Innskot J. D. Hvaðan kemur Einari Arnórssyni heimild til að breyta fleirtölunni lönd í eintölu (land) alls staðar, þar sem skjöl þessi eru prentuð í hans ritum? Ef það er leyfi- legt, að breyta megi fleirtölu í eintölu í útgáfu skjala, þá eru víst lítil takmörk fyrir því, hvernig afbaka megi texta og það jafnlífsvarðandi texta og Gamla sátt- máli. I ísl. einvaldsskuldbindingunni í Kópavogi 1662 lætur Friðrik III. íslendinga sverja og handskripta sér „sem einum fullkomnum einvaldsstjórnara og arfherra hans arfsrétt til íslands og þess undirliggjandi insuler (eylönd) og eyjar“, viðbót, sem hvorki er í norsku eða dönsku einvaldsskuldbindingunni, og hlýtur að eiga við lönd íslendinga í vestri og norðri, og koma í staðinn fyrir fleirtöluna lönd í Gamla sáttmála og eiðstöfun- um við hann. Það, að enginn konungur hefur nokkru sinni verið hyltur á Grænlandi, verður aðeins skýrt á einn veg, þann, að konungshyllingarnar á Alþingi Is- landshafi gilt fyrir Grænland. Er sáttmálinn við Ólaf digra er tekinn inn í Gamla sáttmála 1262—1264, er þannig sannanlega samið við konung fyrir Grænland og hið vestræna svæði á Al- þingi þau ár. Ekki er fregnin um gerð Gamla sáttmála fyrr komin til Grænlands, en utan kemur Ólafur Græn- lendingabiskup og situr hér á landi fram yfir þing 1264. Vissulega er það satt, sem sagt hefur verið, að Ólafur gat ekkert erindi átt hér annað en það, að gæta hags- muna Grænlendinga í samningum þeim við konung, er þá fóru fram á Alþingi, og ekki er þeim fyrr lokið, en Olafur fer a flandinu. Samningsákvæði um siglingar til Grænlands hlýtur þá að hafa verið tekið upp í skil- dagann frá 1263, því það hlýtur að vera þessi týndi skildagi og Gamli sáttmáli, sem Ormur Sturluson sýnir Friðriki II. veturinn 1567—1568 og krefst efnda á fyrir Grænlands hönd. Grænlendingar hafa aldrei gert nokk- urn sáttmála eða skildaga við konung, og- í bréfi Frið- riks II. til Grænlendinga 12. apríl 1569, er ekki vitnað í grænlenzk lög, heldur sagt, að gjörður hafi verið „nockur“ sáttmáli og skildagi uppaa begia sidv"1), þ. e. af Alþingi af hálfu íslenzka þjóðfélagsins alls. Má og- nærri geta, hvort Ormur eða nokkur annar hafi 1567— 1568 haft í fórum sínum grænlenzk skjöl, sem hvergi finnst áður getið (né síðar), og aldrei hafa verið til. Einar hefur því, að því leyti, rétt fyrir sér, er hann á bls. 15 giskar á, að hér sé átt við Gamla sáttmála. Hví segir Einar það heimildarlaust, að íslenzku bisk- uparnir hafi nokkurn tíma haft nokkurt vald á Græn- landi, þar sem fyrsti kjörni biskup íslands, ísleifur, var samkvæmt skipun páfa vígður af erkibiskupinum í Erimum bæði til Islands og Grænlands á hvítasunnu- dag 1056, þ. e. til „Island insulas“ (Islandseyja), en Grænland var ein af þeim, og fól honum til umsjár þjóð Islendinga og Grænlendinga (populo Islandorum et Gronlandorum) eða eins og nú myndi sagt, hina íslenzk-grænlenzku þjóð. Þessi vígsla og víðtæka kirkju- lega umboð ísleifs hlýtur að vera veitt samkvæmt sam- þykkt og beiðni ísl. þjóðarinnar á Alþingi2). I þessari staðhæfíngu um, að íslendingar og Grænlendingar séu Framh. x) Sjá Réttarstöðu Grænlands, bls. 487. 2) Grönl. hist. Mind. III, 423, 402—404, 397, 423— 424, 412—416. 372 VÍKINDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.