Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 14
Láki gekk að stigagatinu með könnuna, en rann til á spýjublautu lúkarsgólfinu og datt, og kjötsúpan helltist yfir hann. Hann brölti bölv-, andi á fætur og klifraði upp stigann. í vonzku sinni gleymdi hann að sæta lagi aftur eftir, svo að um leið og hann kom undan hvalbaknum hjó skipið í báru, tók sjó framan yfir sig og Láki fékk alla dembuna yfir sig, svo að ekki var þurr þráður á honum. Varð það félögum hans í brúnni til mikillar skemmtunar. Ekki bætti þetta skap Láka, eftir ófarirnar niðri, enda vaf orðbragðið á þann veg, að fjandinn hefði öf- undazt.------ Dallurinn hjó og hjó. í fjóra langa daga og nætur leið Kobbi þær helvítiskvalir, sem útskúf- aðir myndu hafa mótmælt. Það var nú svo af honum dregið, að ekkert var eftir annað en að gefa upp andann. Oft var hann búinn að óska sér dauða, en enn var hann lifandi. Láki gerði allt, sem hann gat, Kobba til hjálpar, en það kom- að litlum notum. Kobbi var búinn að taka inn öll þau meðul, sem til voru í lyfjakistunni, að pillunum meðtöldum. Láki fullyrti, að ekk- ert væri eftir óreynt, nema hreinsað benzín og heftiplástur, en það voru einu meðulin, sem Láki þekkti, síðan landlæknisskömmin bannaði að láta spíra í kisturnar, öllum sjómönnum til' bölvunar. —---- Loks reis Sule Skerry vitinn úr hafi og skip- ið fór að kyrrast, enda tími til kominn, fannst Kobba, er hann skreið upp lúkarstigann, náföl- ur, rytjulegur og titrandi á beinunum, svo aðj ekki var sjón að sjá, augun þrútin og hárið, úfið, skyrtan hörð af gamalli spýju og buxurn- ar eins og harmonikubelgur. Skozka ströndin birtist smátt og smátt í sortanum, en Sule Skerry vitinn benti með ljós- armi sínum á Pentlandsfjörð. — Velkominn, Kobbi, gjörðu svo vel og gakktu í bæinn! Smátt og smátt hresstist Kobbi. Norðursjór- inn var sléttur og sólin skein. öðru hvoru grillti í ströndina, og þegar dimma tók, sást ljósa- dýrðin frá bæjum og borgum í landi. Þegar hafnsögumaðurinn koin um borð við Spurn vitaskipið, til að sigla skipinu upp Hum- berfljótið til Grimsby, var Kobbi alveg búinn að ná sér. Hann var matlystugur og kátur, en þó var undir niðri óljós kvíði fyrir heimferð- inni. En Kobbi hristi það af sér. Den Tid den Sorg, eins og Danskurinn segir, hugsaði hann. 3. — Þetta er nú Ræbískver, sagði Láki, en Kobbi tók varla eftir því. Hann var að horfa á hina uppljómuðu sporvagna, stóru hestana með hófa eins og potthlemma, og fólkið. Þeir félagar voru nýkomnír í land, uppábúmr og snurfuns- aðir. —• Sjáðu nú til, Kobbi minn, sagði Láki. — Nú er klukkan sex, búið að loka öllum búðum, svo ekki er hægt að verzla í kvöld. Nú, nú,, Palass og bíóin byrja ekki, sýningar fyrr en klukkan 9. Þess vegna förum við hér inn í þessa fallegu sjoppu og fáum okkur einn bjór og skoð- um lífið. Ekki satt, Kobbi? — Jú, það getum við gert, anzaði Kobbi. —< En við skulum ekki drekka mikið, Láki; þú veizt, að ég er ekki mikið fyrir svoleiðis. Ann- ars læt ég þig alveg ráða ferðinni, þú þekkir; þetta allt saman. — Já, já, vertu bara rólegur, ég þekki allt þetta drasl, fullvissaði Láki hann. — Hér för- um við inn, sagði Láki, og stikaði inn langan gang. Þeir komu inn í stóran sal með fjölda borða. Margt fólk var þarna inni, allt með bjór- kollur, og sumir auk þess með minni glös, fyllt sterkum drykkjum. Loftið þarna inni var óskap- legt. Þykkur reykur lá eins og ský yfir öllum, salnum, og einhver fýla, sem Kobbi gat ekki gert sér grein fyrir af hverju stafaði. Sætin. voru plussklæddir bekkir meðfram öllum veggj- um, en kollstólar við borðin á miðju gólfi. öll voru borðin með steyptum járnfótum og föst við gólfið. Hávaðinn var líkastur árniði. Þjónarnir voru alls staðar á ferð með fulla baklca af bjórkoll- um og flöskum. Láki settist við borð hjá fjórum kvenmönn- um og benti Kobba á kollstól. Kobbi hikaði. — Getum við ekki sezt út af fyrir okkur? spurði hann. — Hvaða vitleysa, anzaði Láki. — Það eru engin önnur sæti laus og þetta er algengur sið- ur hér. Seztu bara. Kvenfólkið hliðraði til við borðið, svo þeir fengu nægilegt rúm. Láki pantaði: — Tú pænds and tú wiský. — Yes, sir. Þjónninn færði þeim tvö stór glös af bjór og tvö minni af wiský. Kobba fannst nóg um. — Ég get ekki drukkið þetta allt, Láki. — 0, svelgdu þetta bara í þig. Þetta er vatnsdaufur f j andi, ekki sterkara en Gvendar- brunnavatn. — Lá ..., Láki, mér er orðið flökurt, stundi Kobbi upp með erfiðismunum. Höfuðið var* þungt, kaldur sviti spratt af enni hans. Hann var altekinn máttleysi og leiða. — Ha, er þér illt? spurði Láki. — Blessaður VIKlN □ U R 3DG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.