Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 62
var ég ásamt öðrum háseta að mála fram í geymzlu skipsins. Ég átti forláta pípu og hafði kveikt í henni og var að fá mér smók, svona öðru hvoru, en lét hana alltaf í vasann á milli. Ma- dagaskar-Pétur sat skammt frá okkur og horfði á með fyrirlitningu. Ég var búinn að ákveða með sjálfum mér að forðast öll afskipti af honum, eins og allir hinir hásetarnir. í hvert sinn sem ég leit til hans, risu kjafthárin og augun dróg- ust saman, svo ekki var misskilið, hvaða hug hann bar til mín, en það var nú gagnkvæmt. Nú vildi svo til, að skipið tók veltu út á aðra hliðina og ég lagði frá mér pípuna í flýti, til að bjarga málningardollu, sem var að velta um koll. Það skipti engum togum, Pétur greip pípuna í kjaftinn og hljóp á burt, — beina leið aftur á miðdekk. Að vörmu spori kom Johnson fram eftir með pípuna í hendinni, horfði rannsakandi á okkur og spurði síðan liver ætti þessa fallegu pípu. Við urðum seinir til svars, en að lokum varð ég að viðurkenna, að ég kannist við grip- inn. Johnson hélt yfir mér smáræðu, mergjaða af háði, stakk pípunni síðan í vasa sinn og gekk í burtu. Madagaskar-Pétur elti og nú var malið í honum eins og brimhljóð. Hann dillaði róf- unni og rykkti rassinum til beggja hliða. Mér fannst hláturinn sjóða niðri í kvikindinu. Þetta kom sér dálítið illa fyrir mig, því ég átti enga aðra pípu. Nokkrum dögum síðar lá ég í koju minni, á frívakt, var að lesa áður en ég færi að sofa. Heitt var úti og hurðin að herberginu krækt upp. Vökufélagar mínir voru sofnaðir, en hinir á dekki. Ég var rétt kominn að því að leggja frá mér bókina, er ég heyrði eitthvað þrusk inni í klefanum. Er ég gáði að hverju þetta sætti, sá ég að Madagaskar-Pétur var kominn inn, hafði velt um tveimur bjórflöslcum, sem stóðu á gólf- inu undir borðinu og var að lepja bjórinn. Þessi drykkur var skammtaður um borð. Nú stend ég hann að því, hugsaði ég og þreifaði með hægð niður með kojustokknum, náði í annað trébotna- stígvélið mitt, miðaði vel og kastaði af öllu afli. Það, sem gerðist á næstu augnablikum, varð með þeim hraða og ósköpum, að atburðarásin verður ekki rakin. Ég vissi eiginlega ekkert af mér fyrr en ég stóð berfættur á gólfinu, skjálf- andi á beinunum og lafmóður. Þegar ég fór að jafna mig leit ég í spegilinn og sá þá djúpa rispu, sem náði frá gagnauga niður á höku. Á vinstri handarjaðri voru tannaför inn í bein báðum megin. Allir, sem í lúkarnum voru, vöknuðu við lætin og hjálpuðu mér að þvo sárin og líma heftiplást- ur yfir. Síðan skreið ég upp í kojuna aftur. Ég var ekki sofnaður, þegar Johnson birtist í dyrunum með Madagaskar-Pétur malandi á hælunum. — Johnson stóð dálitla stund þegj- andi, en sagði síðan í rólegum áminningartón: „Það eru til menn í Bandaríkjunum, sem fara illa með skepnur, en það eru líka til lög, sem ákveða refsingu gegn slíku. Ég veit ekki hvernig það er á íslandi. Eitt svívirðilegasta athæfi gegn saldausum málleysingjum tel ég vera, að narra þá til að drekka, eða hella ofan í þá áfengi“. Ég var svo yfir mig undrandi og reiður, að ég kom engu orði upp, lá kyrr og steinþagði. Johnson fór og brimhljóðið dó út í fjarska, en á þeirri stundu féll dauðadómur yfir Mada- gaskar-Pétri. Dauðadómur, sem skyldi koma til framkvæmda við fyrsta tækifæri, kvað sem það kostaði. Flestir hinna hásetanna voru mér sammála um, að eitthvað yrði að gera, en engum þeirra iiafði komið sú dirfska í hug, að drepa hann, nema Colling. Hann hafði einu sinni komizt í færi við Pétur. Það var að nóttu til í storm- brælu og dimmviðri. Johnson, sem var á stjórn- palli, hafði sent Colling aftur eftir til að gá á vegmælinn. Þegar hann kom aftur á móts við reykháfinn, sá hann hvar Pétur sat við niður- ganginn á aftara brunndekk. Colling sver og sárt við leggur, að hann hafi sparkað kvikindinu fyrir borð um leið og hann gekk fram hjá hon- um. En hvernig sem því var varið, þá var Mada- gaskar-Pétur enn um borð daginn eftir og við beztu heilsu. Hvort það hefur verið ímyndun eða raun- verulegt, um það skal ekkert fullyrt, en okkur fannst Madagaskar-Pétur vera varari um sig eftir að við höfðum fellt dauðadóminn yfir hon- um en nokkru sinni áður. Það varð að samkomulagi milli okkar, liáset- anna og kyndaranna, að við Colling skyldum framkvæma aftökuna, en hinir sóru allir að þeir skildu halda kjafti, hvað sem á dyndi. Eng- in hætta var með Kínverjann, hann var þögull eins og gröfin. En negraliðinu var hótað dauða og tortímingu, ef þeir héldu sér ekki saman. Til áherzlu sýndi Colling þeim langan, hárbeittan, japanskan harakirihníf, sem hann sagði sig klæja í að nota, það er að segja á aðra, en þó sérstaklega á negra. Frá þeim degi stóðu aug- un í svörtu smettunum í hvert sinn og þeir mættu okkur Colling. Ferðin yfir hafið gekk vel og tíðindalítið. Þetta var einn þessara fögru síðsumarsdaga, þegar ást sjómannsins á hafinu nær hámarki sínu. Sólbjartir, mildir dagar. Dálítið kul undir sólarlagið, en annai’s logn. Dýrlegar, friðsælai- nætur, þegar stjörnurnar spegluðust í sléttum haffletinum, sem var eins og bráðið silfur í 354 VÍKINBUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.