Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 12
á firðina og veiddu fiskinn á lóðum frá smá- bátum, en línurnar lögðu þeir á mið landsmanna og sömuleiðis renndu þeir færum sínum frá skipunum sjálfum, þar sem þeir ráku sig á fiskigöngur innf jarðar. Samkvæmt bænaskrá Austfirðinga, bar Eirík- ur Kúld, þingmaður Barðstrendinga, fram við- aukatillögu á Alþingi 1875 við tilskipun 12. fbr. 1872 þess efnis, að enginn, sem ekki væri bú- settur á Islandi, mætti veiða fisk í íslenzkri land- iielgi að viðlögðum sektum samkv. tilskipuninni frá 1872. Nefnd var kosin í málið og komst að þeirri niðurstöðu, að þar sem um „samþegna“ væri að ræða, yrði ekki hægt að banna Færeyingum veiði í íslenzkri landhelgi. Tveim árum síðar var gerð tilraun til þess, með frumvarpi, sem Alþingi samþykkti, að hindra eða draga úr veiði Færeyinga í landhelgi, með því að leggja 4 kr. gjald á hverja smálest skipa, sem veiðina stund- uðu, en frumvarpið hlaut ekki staðfestingu. í sumar sem leið var mér tjáð, að færeysk fiskiskip hefðu seinni hluta sumars legið á skaki í landhelgi fyrir Norðurlandi og landhelgisgæzl- an ekkert skipt sér af því. Þá hefur Björn Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, skrifað fyrir nokkru í Morg- unblaðið stutta lýsingu af atferli útlendra fiski- skipa við Vestmannaeyjar. Segir svo um Færey- inga: „Þá hafa færeyzkir dragnótabátar, sem stunjda hér mikið veiðar, það þannig, að þeir liggja alveg á landhelgislínunni, en kasta vaðn- um frá landhelgismörkum og að landi. Flestir þessir bátar eru allstórir og hafa þetta 12—14 togrúllur á borð og þegar hver rúlla er 120 faðmar, ná þeir auðveldlega inn á beztu fiskisvæðin. Á þennan hátt eru beztu miðin skafin upp af útlendingum, og það svo gjörsamlega, að bátar héðan úr landi, sem fyrir nokkrum árum sóttu með góðum árangri á þessi mið, eru nú alveg að hætta því“. Hér er svipuð saga og með Norðmennina. Færeyingar, sem fengið hafa árum saman að fiska í íslenzkri landhelgi, geta ekki skilið hvers vegna þeir eiga nú að hætta því og vilja ekki hætta, m. a. í trausti þess, að landhelgisgæzlan láti þá óáreitta, eða veiti þeim ekki eftirtekt. Finnar og Rússar. Á síðustu tveim sumi'um hafa bæði Finnar og Rússar sent leiðangra til síldveiða fyrir Norð- urlandi. Mun Finnum hafa gengið allvel í fyrra- sumar, en Rússar, sem komu ekki fyrr en á þessu ári, munu ekki hafa farið hlaðnir heim, Grímur Thomsen: Eiríkur formaður / Grindavík, í Selvog’, undir Drongum og annarsta'ðar víða hef ég róið, þó á söltu hafi löðri löngum legið, skröltir cnn ]>á gamla hróið. Við mig hefur alda grá og glettin gnauðað haust og vor með ýmsu móti, svo ef kann að þykja karlinn grettinn, kemur það af ygldu sjávarróti. Dimmraddaður, stúlkur, er ég orðinn af að hrópa gegnum rolcið hvassa. Þegar skellur hrim á þóttuborðin, þá má kannske læra’ að fara’ í bassa. Nú er hvergi eg með nýtum talinn, nísta verkir þrekað hold og lúið; fyrrum drengur einn, þó væri valinn, varla myndi á karlinn hafa snúið. Sagt er að mér þyki sopinn góður, satt er það og skal ei málið verja; þyrstir hvern er þungan sækir róður, og þungt er útnyrðinga lífs að herja. en hér er um stórveldi að ræða, sem virðist ekkert til spara, að færa út kvíarnar, og má búast við mikilli ágengni úr aústurátt, einnig í hafinu kringum ísland, ef að líkum lætur. Af því, sem hér að framan hefur verið sagt í ritgerð þessari, um fiskveiðar útlendinga við íslahd, bæði að fornu og nýju, er ljóst, að í röskar 5 alldir hafa þeir siglt skipum sínum á hin íslenzku fiskimið, flutt þaðan á ári hverju og flytja geysilegt vörumagn og láta ekkert fyrir. Þvert á móti. Þeir liafa hertekið hluta af okkar landhelgi, lagt undir sig mörg okkar gömlu fiskimið og keppa við olckur ekki einung- is um aflann, heldur og um sölu aflans. Og hvernig erum við svo undir það búnir að mæta þessum ágangi og bera hærri hlut í hild- arleiknum um öflun og sölu sjávarafurðanna? Framhald. 3Q4 VÍ K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.