Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 64
stóð hann upp, bíspertur fyrst og hvæsti, en lyppaðist svo niður og skalf og nötraði af hræðslu. Honum var auðsjáanlega ljóst, til hvers við vorum komnir. Eitt augnablik fann ég til meðaukmkunar með dýrinu og leit framan í Colling, en þar var enga miskunn að sjá, svip- urinn járnharður og ákveðinn. „Þú tekur hann og reynir að halda honum á meðan ég kem tönginni um hálsinn á honum“, sagði Colling. „Passaðu bara andiitið". Ég fikaði mig hægt og hægt að horninu, en þegar ég var rétt kominn að því að góma Pétur, skauzt hann eins og byssukúla fi-arn hjá mér. Nú byrjaði hinn villtasti eltingarleikur um allt herbergið. Madagaskar-Pétur stökk upp í koj- una, þaðan upp á skápinn, niður á þvottaborð- ið, milli fóta okkar og um allt. Hann ýmist mjálmaði eða hvæsti. Loks gat ég kastað mér ofan á hann á gólfinu, og Colling var ekki seinn á sér með töngina. Þegar við vorum alveg vissir um að Mada- gaskar-Pétur væri steindauður, en alls ekki fyrr, settum við hræið í pokann, ásamt tönginni, og fleygðum fyrir borð. í herberginu var allt á tjá og tundri eftir or- ustuna, en sem betur fór var ekkert brotið, en það tók okkur langan tíma að koma öllu í samt lag og afmá öll vegsummerki. Á morgunvaktinni slotaði veðrinu og skipinu var aftur snúið í rétta stefnu og um hádegið var komið bezta veður. Johnson fór niður af stjórnpalli þegar veðrið fór að batna um morguninn, gekk með Louis bátsmanni um allt skipið til að athuga hvað af- laga hefði farið um nóttina, en fór síðan inn til sín. En um hádegið kom hann í lúkarsdyrnar, gáði um allt, eins og hann væri að leita að ein- hverju og starði síðan lengi þegjandi á Colling, sem sat þar inni, gekk síðan á burt. Aldrei spurði Johnson neinn hásetann um Pétur, en gekk lengi leitandi um allt skipið þenn- an dag. Síðan fór hann til herbergis síns og lokaði að sér. Þegar við komum til Halifax, kallaði skip- stjórinn okkur Colling fyrir sig og sagði, að annar stýrimaður myndi greiða okkur það, sem við ættum inni, eða gera upp við okkur. Því nær- veru okkar um borð væri ekki lengur óskað. Enga ástæðu færði hann fyrir þessum brott- rekstri, sem mun þó vera venja, en við spurðum heldur einskis. Ég verð að viðurkenna, að ég sá reglulega mikið eftir þessu skipsplássi, sem var það bezta, sem ég hafði komizt í árum saman, og ég vona, að ég eigi eftir að sigla á skipi með Johnson. — Þegar hann er búinn að gleyma, að nokkurn- Miðavísur Kollaf jör'ourinn miðjan má maður talinn vera, Lágafell og Lundey þá lítur saman bera. Fjarðarmótum einatt á er að vœnta hviðu, hragnar segja beri þá borg í Vallárskriðu. Beri ekki bátinn fall brimils lcviku jarðar, múlimn undir Akrafjall er á miðju fjarðar. Þeir sem ekki þjáir stolt, þurfa ei dýpra að slaga, beri háls í Brautarliolti, brimleið fyrir Skaga. ★ Morgunn við hafsbrún Hvltum armi heiðbláinn hringar barm á legi. Austri hvarminn opnar sinn, uppi er bjarmi af degi. Stephan G. Stephansson. ★ Stökur Vindur strauk um víðan mar, vatnið fauk í rokum, kjafti lauk upp kólgunnar, kafalds rauk úr fokum. Stormar trylltu hrygnu hjúp, hvergi stillt á förum, eitri bylti unnur djúp, illsku fyl.lt af vörum. ■ Sigurður Breiðfjörð. tíma hafi verið til kvikindi, sem hét Madagask- ar-Pétur. 356 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.