Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 40
uxa. Og nú hófst einkennileg hraðsigling yfir fjörðinn. Pétur Gústav hélt fasí'. og kaðaliinn skarst inn í hendur hans. Hann hottaði og blístr- aði ákaft af gömlum vana líkt og þegar hann ók vagni, en ekkert dugði. Báturinn þaut yfir hafflötinn, svo stefnið skarst niður í sjávar- yfirborðið og sjórinn fossaði yfir borðstokkana. Hvalurinn var ómótmælanlega sterkari en Pét- ur. Þarna þaut hann áfram með Pétur Gústav og bátinn í eftirdragi, og slíka sjóferð hafði Pétur aldrei reynt áður. Dýrið var gjörsam- lega hamstola og þaut upp að bryggjunni, en beygði síðan til hliðar og synti inn undir sjó- búðina, þar sem það sat fast og barði æðis- gengið í kringum sig með sporðinum svo sjórinn freyddi umhverfis það. Og Pétur Gústav varð að fylgjast með alla leiðina, blóðrauður í fram- an af áreynslu og miður sín af hræðslu. Gremju- legast var þó að heyra glymjandi hláturinn í hinum veiðimönnunum meðan á ferðalaginu stóð. Því Lars hló hrossahlátur og þeir allir hinir. Söderberg hló, og litli hjólbeinótti And- ers hló, og litla ungfrúin hló svo að tárin streymdu úr augum hennar. Allir hlóu. Það var fieldur ekki svo undarlegt, því svo hratt bar Pétur Gústav af stað, að síðast sást ekkert ann- að en sjórinn, sem freyddi umhverfis bátinn, skuturinn, sem reis upp í loftið og olíutreyjan hans Péturs, sem stóð eins og rautt strik upp úr sjónum. Við sjóbúðina var unghvalurinn drepinn, en úti á sandgrunninu blæddi stóra hvalnum út. Hann flakaði allur í sárum. Blóðið streymdi úr nösum hans og síðusárum. Dökkgrá hveljan hékk í flyksum utan á honum og úr þeim svöðu- sárum dreyrði einnig. Utan úr úthafinu hafði hvalurinn komið. Inn í hin þröngu sund var hann og afkvæmi hans rekið og þar var gengið af þeim dauðum. Mikill fögnuður ríkti í öllu nágrenninu. Fólk- ið streymdi að úr öllum áttum, og um kvöldið gat þarna að líta einkennilega samkomu. Bryggja Söderbergs var troðfull af fólki. Fullvaxta karlar og konur, drengir og telpur stóðu þar um sólarlagið og horfðu út á f jörðinn. Stórum bát var róið til lands og var sinn hvalurinn festur með köðlum við hvort borð. Söderberg reri í stafni, en í skutnum stóð Lars og lyfti hattinum í kveðjuskyni fyrir frú Öman, sem stóð á bryggjunni. Veiðin var dregin á land á smáeyju, þar sem hún skyldi geymast yfir nóttina. Næsta dag voru miklar ráðagerðir hafðar um það, hvað gera skyldi við dýrin, og auðvitað var frú Öman fyrst og fremst spurð ráða. Hún hugsaði málið nokkra stund, en dóttir hennar, sem bjó yfir fjölmörgum snjöllum hugmyndum. stakk upp á því, að Lars skyldi sigla til borg- avinnar með hvalinn og leggjast úti fyrir höfn- inni og sýna hann skóladrengjum fyrir pecinga. Þá byrjaði Lars að stama. „Fa — a — a — a — ra ti — il boo — org- arinnar", segir hann. „0 — Og svo ú — úldna þeir á sjó — ónum og fý — ý — ýluna le — eggur af þeim, o — og sv — o ke — kemur lögreglan og re — ekur mig heim. Nei, fj — fja — anda kornið“. En þá kom hagsýni frá Öman til sögunnar. „Nei, það skulum við ekki gera“, sagði hún. „En við skulum síma til vísindaféiagsms um þetta, þá getum við vafalaust selt hvalina". Enginn viðstaddra vissi hvað Vísindafélagið var. En þeir þekktu frú Öman, og þess vegna fóru þeir að ráðum hennar. . Og sama kvöldið komu tveir herrar út í skerjagarðinn. Þeir keyptu hvalina fyrir 250 krónur (Lars heimtaði 1000 krónur í fyrstu) limuðu þá sundur, tóku úr þeim beinin og fóru með þau til borgarinnar. Það átti að nota þau við lestur, sagði ann'ar þeirra, maður með vanga- skegg og gleraugu. Spikið máttu veiðimennirnir hirða sjálfir. Þeir bræddu það og seldu lítrann af lýsinu á eina krónu og fimmtíu aura, og giæddu á því mikla peninga. Tvö hundruð og fimmtíu krón- unum skiptu þeir þannig, að Söderberg, And- ers og Lars og piltarnir hans fengu 25 krónur í hlut, en afganginum var skipt milli annarra veiðimanna. Þeir, sem tóku þátt í veiðiförinni frá byrjun og skutu fyrsta skotinu, áttu að fá mest, sagði frú Öman, og enginn mótmælti því. Rétt skal vera rétt, og þetta voru daglaun, sem gott hefði verið að fá oftar. Hreystiverkið féll ekki í gleymsku. Frá því er sagt jafnt þegar sólin ljómar yfir grænum eyjum og þláum sundum, og þegar ísþekjan ligg- ur þykk og órofin milli hinna dökku skerja. Þórir Friögeirsson þýdcu. £mœtki Stína litla var á fimmta ári. Hún hafði verið að leika sér í sn.iókasti, ásamt dreng- og telpu, en kom allt í einu háskælandi inn til mömmu sinnar. „Pési er vondur við mig“, sagði hún, „hann vill ekki sjá mig framar“. „Hvaða vitleysa er þetta, væna mín“, sagði mamma hennar, „þið Pési hafið alltaf verið svo góðir vinir“. „Já, en hann er alltaf að kasta snjó í hina stelpuna, en kastar aldrei í mig“, volaði telpan og ætlaði aldrei að láta huggast. 332 V í K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.