Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 23
á þessum slóðum. Þar bjuggu um tvö hundruð hvítra manna, sem flestir voru giftir. Þar var skemmtilegt að vera. Landsbúarnir voru frið- samir og duglegir. Loftslagið var gott. Hvítu mennirnir héldu uppi fjörugu samkvæmislífi. Það voru allt virðulegir og hamingjusamir borg- arar. Og þar fór enginn í manngreiningarálit. Doyle, já hann var auðvitað Iri, og bjó ekki í Fort Ross. Langt í norðri, þar sem brezku, þýzku og portúgölsku nýlendurnar mættust, var lítið, sjálfstætt negraríki, sem nefndist Chezas. Konungur þess, sem var villtur, hafði horn í síðu hvítu mannanna. Doyle var eini hvíti mað- urinn, sem komizt hafði í vinfengi við hann og hafði leyfi til að veiða fíla í skógunum í landar- eign hans. Og Doyle kom ekki til Fort Rosse, nema til að selja fílabein og skipta á því og þeim vörum, sem hann gat komið í lóg í Chezas. Þetta gerðist annanhvern mánuð, og hann var vanur að vera um kyrrt í viku. En það var nóg til þess, að hann var á allra vörum allan ársins hring. Ég lagði ekki trúnað á helminginn af þeim sögum, sem ég heyrði um Doyle, þegar ég kom til Foi-t Ross. Hann hafði þá nýverið heimsótt bæ- inn. Og allir hneyksluðust á honum. Hvað það var, sem fólk setti út á Doyle? Allir viðurkenndu, að hann væri hugrakkur maður. Hraustmenni og einstök fílaskytta, skefjalaus og áræðinn. En hann hafði helzt til of mikið álit á sjálfum sér. Hann heimsótti mig að fyrra bragði einn dag- inn, flókahærður risi og fallegur eins og skógar- guð. Hann var hattlaus. Hann lét skyrtuna flaka, svo maður sá loðið brjóst hans. Hann var ekkert nema sinar og vövar, hertur við veið- arnar í skógunum, liðugur eins og pardusdýr. En það var ekki einungis útlit hans, sem hafði sterk áhrif á mann, — hann bar einnig hríf- andi persónuleika. Hann var í alla staði kempa, sannur karlmaður. Þetta varð upphafið að einkennilegri vináttu, sem hélzt í mörg ár. Ég gat oft gert honum ýms- an greiða. Eiginlegir vinir vorum við raunar ekki, en hann dvaldi helzt hjá mér, drakk viskíið mitt og stærði sig af ævintýrum, sem hann hafði ratað í við fílaveiðarnar, af vegalengdunum, sem hann hafði gengið, af því hvernig hann hefði leikið á héraðsstjórana, bæði þá brezku, þýzku og portúgölsku, af þekkingu sinni á negr- unum og töfrabrögðum þeirra, af því valdi, sem hann hefði yfir kónunginum í Cheza, og af hinu frjálsa veiðimannslífi, sem hann lifði. .. . Því þannig eiga menn að lifa, sagði hann. Mig furð- aði oft á umburðarlyndi mínu gagnvart honum, en ég hafði líka gaman af honum öðru hvoru, ég leit á hann sem merkilegt afbrigði, sem „skáldsöguhetju”. „Það var enginn í verzluninni, nema Olga. .. Þótt undarlegt kunni að virðast var það ekki fyrr en hann heimsótti mig í þriðja sinn, að ég komst að því, hve fráhverfur hann var öllu kvenfólki. Hann hafði bölsótazt svo lengi yfir íbúunum í Fort Ross yfirleitt, að ég hafði ekki veitt því athygli, að honum var einkum uppsig- að við kvenlegg mannkynsins. Eitt sinn kom ungfrú Lauria, systir héraðs- stjórans, í heimsókn til mín. Doyle var þá stadd- ur hjá mér. Hann var nýkominn. En þegar við heyrðum til hennar utan af veginum, gekk hann inn í hliðarherbergi og lét ekki á sér kræla fyrr en hún var farin. — Hví í fjáranum ertu að hæna að þér svona pilsfugla? spurði hann. Ungfrú Lauria var á viðsjárverðasta aldurs- skeiði, 48 ára, öflugur talsmaður safnaðarmál- efnanna og kannski dyggðugasta konan í Foi*t Ross. Hún hafði heimsótt mig í tilefni af hljóm- leikum, sem hún ætlaði að gangast fyrir til styrktar fátækum safnaðarbörnum. Ég hló. En hann reiddist. — Gættu þín að falla ekki í gildruna, sagði hann ákafur. — Láttu aðra um það, lieimskingj- ana, sem ekki geta um frjálst höfuð strokið, en verða sífellt að hanga í pilsum kerlinganna sinna. Ég hélt áfram að hlæja. •— Fjandinn hafi þá alla, hélt hann áfram. — 315 V I K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.