Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 58
Frh. af bls. 3U7. um hringgeirum, sem hvor er 120 gráður, og hljóta því að verða tveir 60 gráðu geirar, eða horn, þar sem vitinn er þögull, eða merkin ónot- hæf til staðarákvarðana. í öðru lagi: Til að gera staðarákvörðun í einni svipan, þarf a. m. k. tvær staðarlínur, (miðanir), sem skerast í hag- kvæmu horni, helzt ekki undir 45 gráðum (né yfir 135 gráðum) því nær 90 gráðum því betra. En frá einum Consol-vita er ekki hægt að fá nema eina staðarlínu í einu. Einn Consol-viti getur því aldrei fullnægt hlutverki allra vita á íslandi. Þá segir H. H., að Þjóðverjum hafi engin tálmun verið að því þótt slökkt væri á ljósvitum og þaggað niður í radíóvitum, því skip þeirra og flugvélar hafi notað Consol aðferðina til stað- arákvarðana. Ekki hef ég séð neinar skýrslur um siglingar og flug Þjóðverja á stríðsárunum, og veit því ekki hve miklum töfum og tjóni það olli, að Ijós- og radíóvitar voru óvirkir, en ólík- legt þykir mér að Consol stöðvar þeirra hafi komið að sömu eða jafnvel betri notum en Ijós- og radíóvitarnir. Þá má einnig benda á, að siglt var óhikað með ströndum Englands öll stríðs- árin, þótt slökkt væri á mörgum vitum þar, og starfstími og sjónarlengd annara takmarkað að miklum mun, og að mestu þaggað niður í radíó- vitunum, og það án þess að nota Consol. Þá tekur H. H. sér fyrir hendur að gera sam- anburð á Loran, Decca og Consol aðferðunum við staðarákvörðun, og kemst að þeirri niður- stöðu, að ekki sé annað fyrir okkur (íslendinga) en að ákveða hvort við viljum kosta miklu eða litlu fé til að fá jafn góðan árangur, og þá verð- ur Consol auðvitað fyrir valinu. En það er ekki víst, og raunar mjög ólíklegt, að allir verði sam- mála H. H. um það, að Consol gefi jafn góðar staðarákvarðanir og Loran eða Decca. Það er rétt, að Loran og Decca aðferðirnar útheimta alldýr og margbrotin tæki um borð í skipunum, en Consol aðeins venjulegan útvarpsmóttakara með „beat oscillator", (en hitt er ekki rétt, að Loran aðferðin byggist á því, að mæla hraða hljóðsendinga, heldur á að mæla tímamismun á móttöku merkja frá tveim sendistöðvum, en það kemur raunar ekki þessu máli við). Nú kemur langur kafli þar sem Consol að- ferðinni er lýst í stórum dráttum, og greinarhöf- undur endurtekur fjórum sinnum, að staðar- ákvarðanir þessar séu nákvæmai’, en segir einn- ig, að skekkjur í miðun séu í 50 tilfellum af hundraði innan við 0,2 gráðu, í 95 af hundraði innan við 0,8 gráður og mesta skekkja við verstu aðstöðu hafi reynzt 5 gráður. Um nákvæmni þessarar aðferðar vil ég leyfa mér að tilfæra tvenn ummæli. I danskri sigl- ingafræði útgefinni 1947 segir svo: „Nöjaktig- heden af de ved dette System bestemte Sted- linier afhænger af hvor i Feltet man befinder sig, den er störst ved Feltets Midterstraale og aftager mod Sektorerne U og W (60 gráðu geir- arnir), i hvilke Systemet ikke kan benyttes. Nöjaktigheden er endvidere störst þaa Afstande mellem 350 og 450 sm. og aftager veð större og mindre Afstande, paa Afstande under 25 sm. kan Systemet ikke anvendes. Om Natten er Paa- lideligheden betydelig nedsat“. I „Admirality Notice to Mariners“ útgefnum í janúar 1948 segir m. a. svo um nákvæmni Consol miðana: „The accuracy obtained varies Avith the skip’s position relative to the station. In the best areas the probable error has been found to be about Yr, degree by day and from x/> to 1 degree by night“. Það er eftirtektarvert, að dönsku siglinga- fræðinni ber ekki saman við upplýsingar H. H. um nákvæmnina á 350 —450 sjómílna vega- lengd, siglingafræðin segir hana vera mesta þar, en H. H. minnsta. Skal ég ekki leggja dóm á, hver hefir réttast fyrir sér í því efni. Að öðru leyti ber þessum þrem ummælum að mestu sam- an, og virðist mega draga af þeim þá ályktun, að nákvæmni miðananna sé mest í miðjum geiran- um, skekkjur þar Vs—% gráða á daginn, en Vs—1 gráða á nóttunni. Ennfremur að ná- kvæmnin fari minnkandi eftir því sem nær dreg- ur útjöðrum geirans og mestu skekkjur, sem fundizt hafa við verstu aðstöðu (en það mun þá sennilega vera á nóttunni og í jöðrunum), hafi reynzt 5 gráður. Er nú rétt að athuga, hvað þessar litlu mið- anaskekkjur valda mikilli ónákvæmni í staðar- ákvörðun við mismunandi vegalengdir frá sendi- stöðinni. Ekki veit ég á hvaða svæðum við landið H. H. ætlar fyrirhuguðum Consol vita að gera mest gagn, en það þarf, eins og ég tók fram hér að framan, að vera Ljóst áður en vitanum er ákveð- inn staður. En líklegt þykir mér að skip og bát- ar á svæðinu frá Vestmannaeyjum, vestur fyrir Reykjanes og norður á Hala, mundu helzt teljast hafa þörf fyrir vitann, og væri hann þá að mínu áliti bezt settur á Norðaustur- eða Austurlandi, t. d. nálægt útvarpsstöðinni á Eiðum, og þannig settur, að miðja annars virka geirans lægi út yfir Faxaflóa sunnanverðan. (Það skal játað, að væri vitinn á þessum stað, kæmi ekki nema annar geirinn að notum fyrir fiskiskip við Is- land, og vera má að hálendið hafi áhrif á lang- drægni vitans og áreiðanleik miðananna). Frá Eiðum, þvert vestur yfir landið, út á Faxaflóa, 350 V I K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.