Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 50
„Fanney hét hítm .. sín meðal þeirra og yrði að draga sig í hlé. Nei, það kann enginn tveim herrum að þjóna, og enginn getur iifað í tveim ólíkum heimum. — Hann setti þetta „eitthvað", sem í vændum var, í samband við hinar skrítnu og stríðnislegu hugdettur, sem hún fékk öðru hverju. Eins konar þrjózku, sem stafaði af iðrun. Nei, hún ætti víst ekki að leika sér þannig! Það væri ekki rétt af henni! — Hún sagði þetta aldrei upphátt, en hann óttaðist að þessu væri þannig farið. Hvaða kenjar höfðu til dæmis hlaupið í hana núna? Einmitt þegar þau voru að hlaupa og skemmta sér í skóginum, þá hvarf hún allt í einu, líkt og hún hefði orðið uppnumin. Hviss, — og hún var horfin! Gat það verið að þetta kunningjafólk hennar hefði komið með fjarðarbátnum? Og hún þess vegna tekið sprettinn heim? — Og hann — ? Gleymdur um leið. Þannig var hún víst. — Hann danglaði annars hugar í grasið með viðartág. Svo sneri hann signethringnum, sem hann hafði á baugfingri, þannig, að hann líktist giftingarhring, þeg- a.r litið var á hendina ofan frá, og hann starði drykk- langa stund á hringinn þannig. Það voru einkennilegar hugsanii', sem vöknuðu í huga hans meðan hann horfði á hringinn, hugsanir, sem heyrðu til lifi hans og starfi. Þær voru hvort tveggja í senn, einlægar og hagsýnar. Hann vissi hvað það var að vera meðal þessara gal- gopa og ærustumanna, sem sigldu á flutningaskipun- um. Til voru hlutir, sem einnig þeim voru heilagir, hlutir, sem þeir báru virðingu fyrir og þeir veittust ekki að. Og hann þekkti þá, þessi stóru, þrekmiklu börn, sem gátu slegist, þar til blóðið fossaði úr þeim, og grát- ið í næstu andránni líkt og niðursetningur yfir bréfi frá mömmu. Þegar þeir heilsuðu gömlum kunningja eða nýjum félaga, skáskutu þeir augunum niður á hægri hend- ina — líkt og til að reikna út möguleikana fyrir nánari kynningu. Nú, væri lítill, gylltur hringur á hendinni, brá oft fyrir í augum þeirra daufum glampa, sem túknaði — ef ekki vonbrigði, þá að minnsta kosti einskonar sökn- uð, dauft bros, sem táknaði bæði kumpánlega samúð og jafnframt djúpa virðingu fyrir þeim þjóðfélags- legu böggum og sjálfsafneitun, sem þeir hnýttu ætíð við þennan litla hlut. En aldrei sögðu þeir aukatekið orð. Þeir ræsktu sig bara, ef nokkuð var, og settu upp ósjálfráðan viðurkenningarsvip. Já, svona voru þeir skrítnir. — Ef hann gæti nú rétt þeim þannig iiendi, þegar liann kæmi heim. Honum virtist einhver virðuleiki og karl- mennska felast í því. Hann var svo ungur. Og átti að stíga um borð sem yfirmaður, skipa gömlum, þraut- reyndum harðjöxlum, með húðflúringar um allan skrokk- inn, fyrir verkum. Hann myndi bera einkennishúfu með meiri virðuleik, ef hann hefði slíkan hring, og kannski myndi drengjalegt andlit hans breytast, verða karl- mannlegra. — Meðan hann sat þannig og gældi við þessa undarlegu tvíbytnu ástar og skynsemi, laumuðust tvær ljósrauðar hendur með fjölda hringa og mjórra gullannbanda aft- an að honum, tóku fyrir augu hans, og að baki lians var sagt með hláturmildri rödd: — Geturðu getið hver þetta er? Hann svipti sér til og greip utan um hana með báð- um höndum. Þetta kom svo óvart, að hún missti jafn- vægið og féll óviljandi í arma hans. Og áður en þau vissu af höfðu varir þeirra mætzt í kossi. Fyrst virtist hún ætla að rykkja sér lausri, en svo féll hún aftur að brjósti hans. Og þannig sátu þau lengi. Þetta voru fyrstu ástaratlotin þeirra — eftir átta daga samveru. Þannig sátu þau hreyfingarlaus, líkt og höggmynd, þrýstu sér hvort að öðru, með lokuð augu og áköfum hjartslætti — þau vissu ekki hve lengi. Svo hallaði hann henni aftur á bak, ör og heitur af sigrin- um, og kyssti hana hvað eftir annað, með ástríðufengn- um ofsa, þótt hún streittist við að losa sig. Hár hennar var komið í óreiðu, og í augum hennar logaði skyndi- leg og óvænt skelfing, svo hann þekkti þau varla aftur. Hann smitaðist af skelfingu hennar og sleppti henni. Hún þaut á fætur og horfði á hann flöktandi augna- ráði, líkt og hún vaknaði frá draumi, líkt og svefn- gengill, sem hægt og hægt kemur til meðvitundar uppi á liúsmæni. Hún hopaði nokkur skref, reikaði til og hallaði sér upp að kræklóttum bjarkarstofni. Hann rétti úr sér á grasinu, kafrjóður í framan og með rakan gljáa kossins á hálfopnum, spyrjandi vör- unum. Hann sá, að hin ungu, mjúku brjóst hennar bifuðust ákaft, líkt og af sterkri geðshræringu. Það 342 VÍKINEUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.