Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 51
vakti hjá honum sætbeizka iðrun, blandna stolti. Hann var ekki viss um — hvort hún var hans, eða bara særð og- reiðubúin að hlaupa í burtu og láta aldrei sjá sig framar. — — Fanney, sagði hann lágt og iðrandi og gekk hægt og varlega til hennar. En hún sneri sér undan, líkt og af blygðun. Hann reyndi að horfa í augu hennar. En honum tókst það ekki. Litla brúðuandlitið hennar var sótrautt og það fóru enn kippir um munnvikin. Hún var enn í uppnámi. — Fanney, endurtók hann og lagði stórar hendurnar við vanga hennar. Svo kyssti liann hana á ennið og sagði: — Ég veit að það var rangt af mér. En — mér — mér þykir svo vænt um þig. Ég réði ekki við mig. Hún leit upp, en horfði í aðra átt. Allt í einu sagði liún með kynlega sterkri og óvenjulegri rödd: •— Nei, það var mér að kenna, Eiríkur. Og það var rangt af okkur báðum. — Ó, segðu þetta ekki, Fanney! — Hann ætlaði aftur að faðma hana að sér, en hún streittist á móti. — Jú. — Það var hugsunarlaust og rangt af mér, endurtók liún. — Rangt af mér — gagnvart þér. — En, en þú heyrir — að — að ég elska þig. — Við skulum fara, sagði hún og lagaði hár sitt, og það var eins og hún vildi ekki hlusta á játningu hans. — Ég vil fara heim. Og þú skalt ekki fylgja mér lengra en að kirkjunni. Mér hefur ekki dottið það í hug fyrr en núna. — Hvað þá? — Að fólk getur farið að liugsa margt. Ég er gestur á prestssetrinu. Ég verð að gæta þess að hegða mér siðsamlega. Hann svaraði þvi engu. Hún lagði af stað niður sneiðinginn, og hann fylgdi á eftir, dálítið vandræða- legur. Þau fóru gegnum skóginn, án þess að segja orð. Hann greip hönd hennar. Og þegar þau lcomu að kirkj- unni stakk hann við fótum. — Fanney — ertu reið við mig? — H — nei. Reið við þig? — Ég er reið við sjálfa mig. Við höfðum það svo ánægjulegt. Og ég hélt við gæt- um skemmt okkur saman þangað til þú færir. En nú er allt eyðilagt. — Ég býst við að við getum ekki hitzt aftur — eins og áður, Eiríkur. Hann leit forviða til hennar. „Allt eyðilagt!?“ Hann braut einfaldan og hrekklausan unglingsheila sinn um þessa leyndardómsfullu ráðgátu. — Getum við ekki hitzt aftur? — Nei, við gátum verið saman meðan við vorum bara eins og kunningjar. En ekki svona — þú skilur. — Nei, ég skil ekki neitt, muldraði Eiríkur kafrjóð- ur. — Er kannski — einhver annar — ég á við, hvort þú þurfir að taka tillit til einhvers annars manns? Hún beit í fannhvítan kniplingavasaklútinn, horfði niður fyrir sig og krotaði í vegrykið með táhettunni á skónum sínum. Henni fannst augu hans vera éihs og sogskálar. Svo kinkaði hún kolli — og gaut augunum fljótlega til hans. Svipur hans hafði breytzt. Nú var eitthvað slokknað og dautt við unglingslegt andlitið. Þau gengu nokkur skref, og hann greip hönd henn- ar, um leið og þau nálguðust hliðið hjá prestssetrinu, og hvíslaði: — Ég hefði aldrei ger-t það hefði ég vitað þetta. — Að minnsta kosti ekki fyrr en þú sjálf — ég á við, fyrr en ég hefði haft rétt til þess, og þú hefðir leyft það. — Nú, hrópaði hún, — þú gerðir það þá bara til að reyna fyrir þér — til að vita, hvort þú gætir leikið þér að mér — ég á við, eins og þér sýndist.-------- ? — Hvað segirðu? Nei, Fanney! Ég gerði það vegna þess að — já, ég hef sagt þér það. Þú mátt halda hvað þú villt. — Hann var svo hrærður, að hann gat ekki lokið setn- ingunni. Hann greip aftur hönd hennar og kyssti hana. Síðan hvíslaði hann: — Þú heldur mig verri en ég er, Fanney. Svo skálmaði hann niður veginn til þorpsins. Hún gekk hægt í gagnstæða átt — til prestssetursins. Hún sneri sér við hjá hliðinu -og horfði lengi á eftir lionum. Eiríkur Omlie var einkasonur yfirhafnsögumannsins í þorpinu og stolt foreldra sinna. Þeir höfðu kostað hann í skóla, þvi liann var skýr og skynugur piltur. Og kennararnir höfðu búizt við miklu af honum. Eins og kunnugt er, þá er enn til fólk, jafnvel í barnakenn- arastéttinni, sem misskilur skólaljósin og blandar sam- an ástundunarsemi og snilligáfum. En menn með svip- aða skapgerð og Eiríkur Omlie hafa einn kost, og hann er sá, að það er nokkurn veginn sama hvaða starfi þeim er fenginn í hendur: Þeir gera skyldu sína alltaf jafn samvizkusamlega og sækja jafnt og örugglega fram og upp þjóðfélagsstigann, unz aldurinn kippir undan þeim íótunum. Samt sem áður urðu mörgum það vonbrigði, að gamli hafnsögumaðurinn, faðir lians, skyldi láta hann fara til sjós. Hann átti að viðhalda gamalli hefð innan sjó- mannsf j ölskyldunnar. Meðal unga fólksins í hvíta Skagerak-þorpinu var Eiríkur talinn standa öðrum framar og vera af betra málmi gjörður, en fólk flest. Það voru útgerðarmenn, nafnfrægir skipstjórar og hetjur í ætt hans. Og sjálf- ur var hann hafinn yfir alla gagnrýni. Það fékkst eng- inn um það þótt hann umgengist heldra fólkið í þorp- inu — hvort heldur það var presturinn eða fógetinn, sem í hlut átti. Hjá vöggu einstaka manna hafa staðið góðar vættir, sem gefið liafa þeim hnoða hamingjunnar, og veitt þeim virðingu allra samborgara þeirra. En „enginn maður mæðulaus, má í heimi búa“, eins og þar stendur. Og einnig Eiríkur fann nú fyrir mæðu sinni. Hann var bæði sár og gramur, og hann sló til rykugra grasnálanna við vegbrúnina með viðartáginni, þar sem hann reikaði niður í þorpið. „Hún tilheyrir öðrum“, muldraði hann annars hugar. Og hann endurtók þessi orð biturlega, hvað eftir annað. Það var líf og fjör á gufuskipabryggjunni, þegar hraðferjan var væntanleg. Einkum á sunnudögum í byrjun baðtímans. Ljósklætt æskufólk, sumai’gestir og heimamenn, sem höfðu tekið svo margt eftir hinum fyrrnefndu um alla háttsemi, að naumast var hægt að þekkja þá í sundur, stóðu í þröng á bryggjunni með hlátrum og sköllum. Þrjár ungar stúlkur leiddust fram á uppfyllinguna, V I K I N □ U R 343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.