Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 38
Klukkan fimm næsta morgun var frú Öman komin ofan í bát til þess að fylgjast með hin- um mikla atburði. Hún hafði lofað dóttur sinni með sér. Stelpan var enn með stýrurnar í aug- unum, en himinhrifin af því að eiga nú í vænd- um að lifa jafnskelfilegt ævintýri og hvalveiði. f sjómannasögum og lýsingum af veiðiferðum hafði hún lesið um slík afrek, og þegar hún sat þarna í bátnum kenndi hún einhvers skjálfta í maganum við að hugsa til þess, að nú fengi hún máske að sjá þetta óguvlega dýr lyfta svörtu bakinu upp úr bylgjukömbunum, og ef til vill mölva hinn veikbyggða farkost þeirra með einu sporðkasti. Hú — ú! Hvað þetta var hættulegt og æs- andi. Nærri því eins og að lesa spennandi skáld- sögu. Söderberg og Lars biðu í fjörunni meðan bátur frúarinnar nálgaðist. Söderberg horfði út yfir fjörðinn og kipraði augum til þess að sjá betur. Hann tvísté og stikaði af æsingu og á- kafa. Lars skálmaði fram og aftur á bryggj- unni hjá sjóbúðinni krossbölvandi, eða réttara sagt reyndi að bölva til að stytta biðtímann. En honum tókst ekki að koma út úr sér neinu skiljanlegu orði. Anders ákallaði líka gamla höfðingjann. Búkstuttur, rauðbirkinn og þver- móðskufullur sat hann á gömlum bát, sem hvolfdi þar, og velti rullunni milli tannana og spýtti hroðalega til að eyða tímanum. Skammt frá stóðu þeir piltar hans, Pétur Gústav og Óli. Þeir voru vopnaðir gamalli byssu, sem nú var kostgæfilega hlaðin, gríðarlöngum staur, sém á var festur bitur járnoddur, mörgum öx- um og ýmsum öðrum óhentugri árásarvopnum. Fólkið skiptist á lágværum kveðjum þegar bát- urinn með frú Öman lagði að bryggju. Þarna var nú samankominn einkenniiegur hópur, sem skyggndist út yfir hafið. Sólin var nýkomin upp fyrir skógarjaðar- inn. Lengst til hafs byrgði þykkur þokubakki fyrir útsýn. Léttur morgunblær gáraði sléttan fjörðinn á stöku stað. Inn á milli skerjanna var þokunni létt. Bjart en kalt morgunskinið glitr- aði á sundunum. „Hvað ætlið þér nú að gera, Söderberg“, spurði frú Öman að lokum. Hún þekkti þessa menn og vildi ekki brýna þá of fljótt til at- hafna, þó hún hefði fastráðið að veiðiförin skyldi farin. Hún skyldi reynast kona til að koma því til leiðar. Rétt í þessu sást eitthvað dökkleitt bylta sér í vatnsfletinum nokkra faðma frá landi, og augnabliki síðar sté þar vatnssúla beint upp í loftið. „Hvað eigum við að gera?“ spurði Söderberg. „Ég veit það ekki. En þarna getur nú frúin sjálf séð hvers konar dýr þetta er. Þarna gusar það nú úr sér“. Frú öman hafði aldrei á ævi sinni séð hval, en samt vissi hún að þetta var hvalur. Og nú reið á að sýna festu og myndugleik. „Þetta er hvalfiskur“, sagði hún. „Auðvitað er þetta hvalur. Hvað ætti það annars að vera. Ég fullvissa yður, Söderberg, um að þetta er hvalfiskur“. Söderberg stóð enn þá ráðþrota. Hann trúði því nú að þetta væri hvalfiskur. f dagsbirtunni trúir enginn á djöfulinn. En samt var hann ráðþrota. Þá tók Lars allt í einu að sér for- ustuna. „Dre-------e — e — e — engir“, kallaði hann til piltanna. „Nú — ú — ú, nú — ú — ú er að að du — ga. í bá — átinn með y — ykkur og ýtið þið fra — á. Nú skal, skr — a — ttinn eigi mig, verða líf í tu — uskunum". Um leið greip hann byssuna og stökk niður á afturþóftuna í bátnum. Svo orgaði hann með miklum bægslagangi til piltanna að flýta sér. Annar þeirra greip öxi en hinn skutul um leið og þeir hlupu ofan í bátinn, síðan settust þeir undir árar. Lars var óður af æsingu. Hann hvíaði og baðaði út höndunum þangað til bát- urinn var kominn fram á fjörðinn. Enn stóð hann kyrr á þóftunni titrandi af geðshræringu og starði án afláts á staðinn þar sem bylgjurn- ar gjálpuðu um gráan, gljáandi hrygg, sem reis upp úr vatnsborðinu eins og risavaxin kryppa. Þá stigu skyndilega tvær vatnssúlur upp í loftið, hvor hjá annari, önnur stór, hin lítil. „Þei — eir eru tve — eir“ ? öskraði Lars og hoppaði ofan af þóftunni. Hann gat ekki stað- ið kyrr lengur. „Djö — ö — öfullinn á u — u — unga“, hróp- aði hann til þeirra sem stóðu á bryggjunni. Nú var báturinn kominn á hlið við höfuð hvalsins. Lars bar byssuna upp að vanganum, miðaði vandlega og skaut. Reykurinn barst í flyksum inn á milli trjánna á ströndinni, leyst- ist þar upp og hvarf. Dýrið hvarf sem snöggvast í djúpið, en bát- urinn valt ofsalega á boðaföllunum, sem stöfðu frá því. Nokkrum sekúntum síðar gaus nýr vatnsstrókur upp • í loftið, en nú var vatnið blóðlitað. Nú færðist líf í Söderberg, sem enn þá stóð upp á landi. Þegar hann sá blóðið, áttaði hann sig fyrst til fulls á hlutunum. Ef Lars þorði, skyldi hann líka þora. Nú reið á því að herða sóknina. Hann greip öxi og steig rólegur ofan í annan bát. 330 V í K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.