Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 79

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 79
Þótt Einari sé ókunnugt um það, að þjóðfélagsbandið var og er bindandi fyrir alna og óborna, er hann þó á bls. 11 á báðum áttum með það, hvort hann eigi að láta landnámsmenn Grænlands detta úr íslenzka þjóð- félaginu: „Nú er ókunnugt um það“, segir Einar, „hvort lahdnámsmennirnir á Grænlandi hafa berum orðum sett hjá sér lagaskipun, eins og feður þeirra gerðu á Is- landi, eða hvort þeir hafa þegjandi haldið sama skipu- lagi sem á Islandi var“. En fyrst ekkert þekkist til þess, að Grænlendingar hafi gert uppreisn, og ekkert til þess heldur, að þeir hafi stofnað sérstakt þjóðfélag, og engar minningar sérstaks grænl. þjóðfélags eða sér- staks grænl. þjóðfélagsstarfs af neinu tæi finnast, eða hafa nokkru sinni fundist, hvað væri þá á móti því, að lofa Grænlendingum að tolla í ísl. þjóðfélaginu, fyrst bönd þess voru órjúfanleg og varanlega bindandi? En á bls. 13 og bls. 78—79 er Einar búinn að sækja í sig veðrið, og neitar því nú afdráttalaust (auðvitað án nokkurra heimilda), að Grænland hafi verið hluti hins ísl. þjóðfélags, heldur sérstakt og sjálfstætt þjóðfélag. Aðalröksemd hans fyrir þessu er sú, að Grænland hafi ekki sent, og ekki getað sent menn á Alþingi íslands: „Og hvergi í Grágás er nokkurt orð í þá átt, að Græn- iendingar hafi tekið nokkurn þátt í Alþingishaldi á íslandi, enda hefði þess víst aldrei orðið kostur, því að samgöngur milli landanna geta sjálfsagt sjaldan hafa orðið svo snemma sumars, að Grænlendingar hefðu getað verið til lslands komnir fyrir Alþingi. Þess má og geta, að Grænlendingar settu hjá sér biskupstól án nokkurrar íhlutunar Alþingis á Islandi eða íslenzku biskupanna“ (bls. 13). Já, hvar finnst þess yfir höfuð getið í nokkrum fornum, germönskum lögum, að ný- lenda hafi sent menn á löggjafarþing móðurlandsins? Þess finnst hvergi getið. Slík skyldug þingsókn frá ný- lendu til löggjafarþings móðurlandsins átti sér aldrei stað. En þingsókn frá nýlendunni var frjáls, ef menn vildu. Undanþága nýlendumanna frá þingskyldu til lög- gjafarþings móðurlands er einmitt það, sem sérkennir stöðu fomnorrænnar nýlendu til móðurlands frá hlut- um höfuðlandsins. Taki nýlenda (eða lijálenda) upp þingskyldu til löggjafarþings móðurlands, er luin liætt að vera nýlenda, og orðin hluti móðurlandsins. En hvað veldur, að Einari er um megn að skynja þetta og fara rétt með það? „Það verður ekki betur séð“, segir Einar, „en að ís- lenzka byggðin á Grænlandi hafi verið sjálfstætt þjóð- félag. Þess finnst hvergi dæmi, að Alþingi á íslandi liafi nokkru sinni sett Grænlandi lög, að þar hafi nokk- ur önnur þingstörf farið fram, er varðað hafi Græn- land fremur en önnur lönd, að Grænland hafi nokkurn tíma tekið þátt í nokkurri þingsathöfn á Alþingi ís- lands. Það er því alveg heimildarlaust, að grænlenzkur lögsögumaður hafi nokkurn tíma átt sæti í lögréttu, eða að íslenzku biskuparnir hafi nokkurn tíma haft nokkurt vald á Grænlandi". Verður nú vikið að þessu. Einar segir (bls. 11), að á Grænlandi hafi verið lög- sögumaður. Er þetta hreinn misskilningur, að vísu ekki í fyrstu hans sjálfs, heldur Finns Jónssonar. Og er Einar tilnefnir Skáld-Helga (á 11. öld), þá er það al- ger mishermir, að hann liafi lögsögumaður verið. í Séld-Helga rímum er sagt frá því, að „lýðurinrí' hafi VÍKI N □ U R gefið Skáld-Helga „lögmannsstétt“, þ. e. viðurkennt hann eða, máski tekið, sem lögfróðan mann eða lög- fræðing. Slíkir lögmenn voru á vorþingum til forna, og þá eflaust á fjórðungsþingum. Að Helgi er hvorki kallaður lögsögumaður né tekinn í lögréttu, heldur við- urkenndur lögmaður af almúganum, er sýnilega af því, að enginn lögrétta var á Grænlandi og enginn lög- sögumaður átti þar að vera. Það er því víðs fjarri, að nokkur hafi haldið því fram, að grænlenzkur lögsögu- maður liafi setið í lögréttu á íslandi. Þetta er aðeins misskilningur eða misminni Einars. Einar segir (bls. 11), að Grænlendingar liafi kallað (sumar) þingið í Görðum Alþing. Þetta er algerlega rangt. Engin giænlenzk né íslenzk heimild nefnir það svo. En í norsku skjali frá 1389 er það nefnt svo og sagt, að almúginn þar hafi tekið „samhelde“, þ. e. gert ólöglega „sammenrottelse“ á móti lögum. Virðist af því augljóst, að ekki var þetta löggjafarþing, og ekki nein lögrétta þar, heldur aðeins dómþing. Og alþingis- nafnið í þessu norska skjali verður að skýra eftir norskri málvenju þá, en það heiti var þá aðeins haft um ómerkilegustu dómþing í gömlum hjálendum eða nýlendum í Noregi. Á Grænlandi þekkist ekkert alls- herjarþing, enginn allsherjargoði né lögsögumaður, lög- gjöf eða neitt það, er bendi á fullveldi. En við þekkjum frá Grænlandi allar þær stofnanir og' athafnir, er sér- kenna ísl. voi'þing og fjórðungsþing (þ. e. í Görðum). Fornleifarannsókn hefur leitt allar þessar stofnanir í ljós, en engar minjar lögréttu eða lögbergs eða neitt það, er bendi á löggjöf eða fullveldi. En staðhættir og lofslag ó þessu svæði er þannig, að minjar slíkra stofn- ana hlytu að finnast, hefðu þær nokkurn tíma til verið. Lítum svo á staðhæfingu Einars um það, að þess finnist livergi dæmi, að Aiþingi á Islandi hafi nokkru sinni sett Grænlandi lög, eða að þar hafi nokkur önnur þingstörf farið fram, er varðað hafi Grænland fremur en önnur lönd. 1 hverjum barnaskóla, þar sem kennd er Islandssaga, hlýtur að vera getið um sáttmála, er íslendingar, þ. e. íslenzka þjóðin á þingi, gerði við Ólaf digra á árun- um 1016—1023. Einar veit um þenna sáttmála, því hann getur hans í „Réttarstöðu Islands", og hann og Jón Þorkelsson í „Island gagnvart öðrum ríkjum“. 1 sáttmála þessum, sem samþykktur var á Alþingi og oft var síðar um hönd hafður þar, einkum þegar Norð- menn vanefndu hann, segir m. a. svo: „Ef þeir menn verða sæhafa i noreg er vart hafa til grön landz eða fara i landa leitan. eða slítr þa fra islandi þa er þeir vilde föra scip sin mille hafna. þa ero þeir eigi scyldir at giallda land avra. Þann rett oc þav lög gaf olafr hinn hælgi konvngr islendingom. er her er merkþr. Gitzor. biscop oc Teitr filius eius. Marcus. Hreinn. Enarr. Biorn. Guðmundr. Daðe. Holmsteinn. Þeir svoro þess. at Isleifr byscop oc menn með honum suorðo til þess rettar sem her er mercþx-. At þann rétt gaf olafr enn hælgi islendingom eða betra"1). Sveinbjörn heitinn Johnson, er um skeið var dómsmólaráðherra og hæsta- réttardómari í Norður-Dakota, en siðar prófessor í lög- um og lögfræðilegur ráðunautur ríkisháskólans í 3) Grgs I. b. 197 III. 466. 371
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.