Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 15
drengurinn. Þú ert ekki búinn að ná þér eftir sjóveikina. Fram á pissjar með þig, lagsi. Þeir stauluðust fram og Kobbi ældi. — Bezta ráðið við svona nokkru er skjólgóð- ur dobbel-wiský, sagði Láki. Kobbi lét hann leiða sig inn aftur — hanni var alveg viljalaus. Láki var nú orðinn bezti vinur kvenmann- anna við borðið og búinn að kyssa þær allar, enda óspar á drykkinn. — Kobbi, hvernig lízt þér á þessa í grænu kápunni, skrambi mikið boddí, ekki satt? Kobbi gaf ekkert út á það. — Við skulum fara að fara um borð, Láki. — Heyrðu, Kobbi minn, bráðum verður lok- að hérna, þá förum við beint um borð. Svo för- um við snemma á fætur í fyrramálið og notura tímann vel. Dallurinn fer aldrei fyrr en eftir hádegi. Sem sagt, allt í lagi. Annars voru þær hérna að bjóða mér í „partí“, en ég sleppi því nú í þetta sinn. Svo er hún að spyrja mig, þessi þarna í grænu kápunni, hvernig þér lítist á sig. Hún er bálskotin í þér, Kobbi. Já, mikið kvenna- gull ertu, strákur. Svo er ég búinn að þrúkka henni niður í tvö pund, ha! — Nei, Láki, ertu frá þér, heldurðu að ég fari að eyða pundurn í þessar dræsur? — Ertu vitlaus, maður, kallarðu þetta dræs- ur? Fínustu stelpur, ha! — Time! Time, ladies and gentlemen! Time, please! Eldri maður stóð á miðju gólfi og hróp- aði svo yfirgnæfði annan hávaða í salnum. — Time, please! Kobbi hrökk við. — Hvað er að, Láki! — 0, það er bara tæm. Það er að segja, það á að fara að loka, anzaði Láki, veraldarvanur. ■— Við fáum okkur einn til, Kobbi, og förum svo, fyrst þér lízt ekki á stelpumar. Gestirnir ruddust út, nokkrir áberandi ölv- aðir og háværir, en flestir virtust allsgáðir. Láki hélt um hálsinn á kvenmanni, sem auð- sjáanlega var búin að lifa sitt fegursta og inn- byrða marga bjóra. Bæði sungu hástöfum: „There will always be an England". TJti var dimmt og gatan illa lýst. Láki gaf kvenmanninum eitt pund, klappaði á bak henn- ar og sagði henni á íslenzku, að fá sér bj ór fyrir það á morgun. Kobbi og Láki leiddust niður götuna, Láki skrambi þéttur, en Kobbi meira veikur en fullur. — Heyrðu, Kobbi, þarftu ekki að losna við nokkra pænda af bjór, ha? Komdu, lagsi. Láki gekk inn húsasund og Kobbi fylgdi. — Láki, þetta gengur ekki, það getur ein- hver séð til okkar. — 0, vertu bara kátur. Allt er í lagi, lagsi minn, allt er í lagi, lagsi minn, tralalala, söng Láki hinn glaðasti. En söngurinn og athöfnin félck skjótan endi. Risavaxinn skuggi birtist í skotinu. Stóraij krumlur þrifu í axlir þeirra og dimm rödd sagði: — Come on, boys! Þriggja álna þrekvaxinn lögregluþjónn dró þá út á götuna. Láki spyrnti við fótum, en ekkert dugði. Þá þreif hann niður í vasa sinn, tók upp tíu shillinga, rétti að lögregluþjóninum og sagði: — Givv it tú júr óld leití and kiss hör fromm mí. — Lögregluþjónninn brást reiður við þessari ósvífni, skellti handjárnum á báða og dró þá með sér, nauðuga viljuga. Kobbi var miður sín af blygðun og hræðslu. — Vertu bara kátur, Kobbi, þeir hljóta að sleppa okkur strax á stöðinni, svona sjentil-i mönnum. Ég kæri helv. durginn fyrir frekjuna. Ekki varð Láka að spá sinni. Lögregluþjónn- inn fór með þá inn í stóra, skuggalega bygg- ingu. Þar voru þeir færðir úr jökkunum og, vasar þeiri'a tæmdir af fingraliprum náunga.j Síðan var þeim hrundið inn í hálfdimman klefa og skellt í lás. — Hana, takk! sagði Láki. f klefanum voru tvö óhrein flet og þar með voru húsgögnin upp talin. — Hvað heldurðu að verði gert við okkur? spurði Kobbi veikum rómi. — Ha, gert við okkur? anzaði Láki. — Bless- aður vertu, þetta er allt í fínasta lagi, Kobbi' minn. Við verðum leiddir út við sólarupprás í’ fyrramálið og skotnir! Ég skil annars ekkert í því, að svínið vildi ekki sleppa okkur fyrir tíu shillinga, ég hef oft mútað þeim með minni pen- ing. Verst er, að eiga ekki einn lítinn til að hressa sig á. Láki hagræddi sér í öðru fletinu, sneri sér til veggjar og — hraut. Kobbi var alveg gáttaður, aldrei hafði hann lent í neinu svipuðu. Þetta var dálaglegt til af- spúrnar. Hvernig skyldi þetta enda?------ U. Kobbi vaknaði skjálfandi af kulda og van- líðan. Hráslagalega kalt var í klefanum, — og gólfið! Gólfið var allt útatað í spýju. Nú var það Láki, sem hafði ælt. Stybba af bjór og wis- ký var svo megn, að Kobba lá við yfirliði. Láki var nú líka vaknaður og kvaldist af þorsta. Klukkan var orðin tíu. Loks voru dyrnar opnaðar og inn kom sá VÍKINGUR 307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.