Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 8
í miðjum marz og skiptist vciðitíð þeirra í tvennt: Frá miðjum marz fram í miðjan maí og frá miðjum maí fram í miðjan ágúst. Á fyrri „ver- tíðinni" fiska þeir á svæðinu frá Eystrahorni' að Reykjanesskaga. Á seinni „vertíðinni" fara nokkur af skipunum til Vestur- og Norðurlands og fiska út af Dýrafirði, fyrir Ströndum, Skaga og ncsinu milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Hin skipin halda austur með landi á miðin fyr- ir Austfjörðum að Langanesi“. Þá upplýsir Bjarni og, að á skipunum frá Paimpol og St. Malo er aflinn saltaður í stöflum í lestarnar, og þegar skipin séu fullhlaðin, er siglt með aflann til Reykjavíkur og umhlaðinn þar eða umstaflað í hraðskreið flutningaskip, sem nefnast ,,chasseurs“ eða „carriers”, en þau flytja aflann til Frakklands svo veiðiskipin tefj- ist sem minnst. Á skipunum frá Dunkerque (Karkara) og þar í grend er fiskurinn saltaður niður í held- ar tunnur og flytja þessi skip sjálf heim afla sinn. Um hagnaðinn af þessari veiði segir Bjarni:. „1 fyrra (1895) seldist saltfiskur svo vel í Frakklandi, að 8OI/2 kr. (120 frankar) var gef- in fyrir hverja tunnu af saltfiski, en- í hverri tunnu er kringum 60 fiskar. Hvert skip aflar árlega 50—70 þúsund af þorski. Tökum meðal- talið og segjum 60 þúsund. í fyrra hefði þá hvert skip átt að afla 1000 tunnur á 8OV2 kr. tunnuna, og aflinn þannig verið 80500 kr. virði. Af þeim 225 skipum, sem voru hér í fyrra, voru 25 flutningaskip. Hin 200 hafa þá aflað 200,000 tunnur eða 12 milljónir fiska og aflinn allur hefur þá verið 80!/2x200.000 — 16.000.000 kr. virði. Þar að auki hafa flutningaskipin 25 afl- að nokkuð, svo óhætt er að segja, að allur afl- inn hafi verið 17. millj. króna virði. 17 millj. króna á einu ári, það er ekkert smáræði. Það lítur út fyrir að satt sé það, sem sagt er, að sjórinn kringum Íslaníd sé gullnáma". Frökkum fannst áreiðanlega sjórinn okkar Islendinga gullnáma, og ekki nóg með það, þeir vildu einnig ná fótfestu á landi og reka fisk- verkunarstöð á Vestfjörðum, og hafði Demas nokkur, „yfirmaður hinna frakknesku skipa, er liggja undir lslandi“, forgöngu í því máli eftir beiðni Karkara. Var þetta 1854, eða þegar verzl- unin hér á landi var að fullu frjáls gefin. Tveim árum síðar kom hingað til lands sjálf- ur prinsinn, Jerome Napoleon, til þess að koma fram málaleitun Demas, sem var í fylgd með prinsinum. Ferðuðust þeir m. a. til Dýrafjarð- ar, en þar vildi Frakkastjórn fá fiskverkunar- stöð og sendi um það áskorun eða beiðni til Dana. Stjórnin vísaði málinu til Alþingis 1857 og Alþingi bar gæfu til þess að snúast gegn þessum tilmælum Frakka. Frakkár héldu þó á- fram tilraunum til þess að ná hér útgerðarstöð fram yfir aldamót, en tókst það ekki. Eftir aldamótin fór duggunum og Flöndrun- um að fækka og hurfu loks alveg fyrir togur- unum, en fyrir íslenzka lanidhelgi voru umskipt- in síður en svo til batnaðar. Einokun Dana á íslandi. Áður en ég vík að veiðiþætti Norðmanna hér við landið, sem að því leyti er sérstæður, að hann er aðallega fólginn í síld- og hvalveið- um og hefst ekki fyrr en eftir miðja nítjándu öld, verð ég örlítið að drepa á það tímabil, sem dimmast er og dapurlegast í sögu Islands, en það er tími einokunarinnar frá 1602—1786. Með verzlunaráþjáninni er öll framfaraþrá og sjálfbjargarviðleitni íslenzku þjóðarinnar bókstaflega drepin í dróma. 1 stuttum greinaflokki, sem þessum, er þess enginn kostur að gera þessu niðurlægingar- tímabili nægileg skil og þess er heldur ekki þörf, svo er það enn þjóðinni í fersku minni. En til áréttingar og skilningsauka á því, hvað íslenzk alþýða varð þá að þola, skal hér til- færður stuttur kafli úr hinni merku ritgerð Þorkels prests Bjarnasonar, „Um fiskiveiðar íslendinga og útlendinga við ísland að fornu og nýju“, prentuð í Tímariti hins Isl. Bók- menntafélags 1883“, en þar segir m. a. svo: „Árið 1743 fengu hörkramarar í Kaupmanna- höfn verzlunina hér á landi á leigu; voru þeir einna lakastir allra einokunarkaupmanna. Fluttu þeir mikið af tóbaki og brennivíni til landsins, en létu vanta kornmat, timbur, járn og aðra nauðsynjavöru. Kærðu þeir Islendinga fyrir hvað .eina, er þeim mislíkaði. 1749 segir rentukammerið, að kvartað hafi verið yfir því, að í slæmum fiskárum láti landsmenn allan þann fisk af hendi, er þeir megi missa fyrir heimil- um sínum, en selji sumt öðrum. Býður rentu- kammerið sýslumönnum að banna þetta og seg- ir, að þeir, sem þetta geri, megi búast við hegn- ingu. Er hér án efa átt við þá innanlands verzl- un, sem tíðkast hafði frá alda öðli, að sjávar- menn selja sveitamönnum fisk, en fá aftur smjör, skinn og vaðmál. Viðskipti þessi vildu nú kaupmenn hindra að því leyti sem þau komu í bága við eigin hags- muni þeirra og var rentukammerið þeim sinn- andi í þessu. En er vel fiskaðist kvað við önnur bjalla hjá kaupmönnunum; þá vildu þeir eigi taka eins mikið af fiski og lýsi eins og lands- menn vildu og gátu látið. Varð því, þegar svo V í K I N. □ U R □ □□
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.