Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 75

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 75
lýsti yfii’ því, að hann væri einnig reiðubúinn til að sigla. Bræðurnir höfðu einhverju sinni heyrt getið manns, sem hafði komizt slysalaust yfiv Atlants- hafið í tuttugu feta löngum opnum báti, og á- kváðu þeir að leika þetta eftir; þeirra bátur átti aðeins að vera enn minni. Því miður neitaði bátasmiðurinn, sem þeir sneru sér til, að byggja minni bát en tuttugu feta langan, til Atlantshafssiglingar, og eftir nokkurt málþóf létu beir undan og skyldi hann byggja bátinn, með þeim skilyrðum þó, að hann yrði ekki lengri en tuttugu fet. Það tók ekki langan tíma að byggja svo lítið hafskip. Það hafði átta feta hátt mastur, með tveim seglum. Báturinn var skírður „Nauti- lus“, og hóf ferð sína frá Beverley Harbour við Boston, að viðstöddum þúsundum manna. Auð- vitað spáðu margir bátnum og bræðrunum slys- um og eyðingu, og þegar „Nautilus" sigldi aftur inn á höfnina eftir sólarhring, héldu menn að bræðurnir hefðu þegar gefizt upp og hætt við ferð sína. En það var síður en svo. „Nautilus" var aðeins kominn til að láta leiðrétta kompás- inn, og ekki leið á löngu áður en báturinn lagði ar stað á ný, í þetta skipti í alvöru. Hvorugur bræðranna hafði nokkra hugmynd um siglingafræði, og sigldu án nokkurra útreikn- inga, vissir um, að ef þeir sigldu nógu lengi, hlytu þeir að lenda einhvers staðar á strönd Evrópu. Smám saman náðu þessir tveir fífldjörfu menn nokkurri leikni í að komast gegnum verstu óveður. Einstaka sinnum mættu þeir skipum, sem gáfu þeim góð ráð viðvíkjandi straumum og stormum, en annars voru þeir einir út af fyrir sig í sínu hrörlega farartæki. Eftir fjörutíu og fjögra daga siglingu náðu þeir innsiglingunni í Ermasund, þar sem beið þeirra mikið erfiði vegna þess að þeir urðu að beita upp í norð- austanvind, en einnig það tókst þeim, og náðu þeir heilir á húfi í land á Englandi. Eftir viku- dvöl í London sigldu þeir til Frakklands, og skoðuðu Parísarsýninguna, sem var líka tilgang- ur ferðar þeirra, og þaðan héldu þeir til Boston, að vísu ekki um borð í „Nautilus". Walter Andrews hafði þó ekki þolað erfiðið, hann veiktist og dó að ári liðnu. En William lifði nógu lengi til að endurtaka ferðina. Hann var eirðarlaus á landi, hafið hafði náð tökum á hon- um, og hann ákvað að fara aftur yfir Atlantshaf- ið, en í þetta skipti aleinn og í bát, sem aðeins var fimmtán feta langur. Þetta tókst honum þó ekki, þar sem honurn var bjargað af gufuskipi eftir sextíu og 'þriggja daga siglingu. Gufuskipið flutti hann aftur til Boston, þaðan sem hann hafði siglt af stað að viðstöddum þrjátíu þúsund mönnum, rúmum tveirn mánuðum áður. Merki- legt var þó að hann var aðeins þrjátíu og fimm mílur frá landi, þegar honum var bjargað. Þetta smáóhapp svipti Andrews þó ekki hug- rekkinu. Hann var ekki fyrr kominn á land í Boston en liann sendi áskorun til manns eins, að nafni Lawlor, sem áður hafði heppnazt að fara yfir Atlantshafið á svipuðum bát og Ándrews. Þeir veðjuðu 5000 dollurum um hvor yrði fljót- ari yfir Atlantshafið á fimmtán feta bát. Andrews byggði sér nýjan bát, sem hann kall- aði „Mermaid" — Hafmey. En veslings liaf- mevjan bar ekki nafn með rentu, henni hvolfdi nefnilega í stormi, og Andrews várð að hanga á kjölnum margar klukkustundir, áður en hon- um tókst að koma bátnum á réttan kjöl aftur. Þar með var Atlantshafsferð hafmeyjarinnar úr sögunni, þar sem birgðir og vatn glataðist, með- an hún sneri kjölnum til himins. Loulor vann veðmálið, bar sem hann komst frá Boston til Portsmouth á fjörutíu og þrem dögum. Maður skyldi halda að Andrews hefði nú feng- ið nóg. en það var síður en svo. Hann byggði nýjan bát, sem aðeins var fjórtán fet á lengd og ekki gat hvolft. Þessi skel hlaut í skírninni nafnið „Hollend- ingurinn fljúgandi", en bar bað aðeins skamma stund, bar sem sápuframleiðandi í Boston gaf Andrews góða upphæð til þess að hann kallaði bátinn eftir einni sápunni hans. Andrews var ekki sérlega múraður og huggaði sig við að nafn væri nafn, hvort sem það væri „Hollendingur- inn fljúgandi" eða „Violsápa". Þetta var einmitt sama ár og Spánverjar héldu hátíðlegt fjögur hundruð ára afmæli fund- ar Ameríku. Andrews notaði tækifærið og sendi Lawlor nýja áskorun. Lawlor varð þó ekki við áskorun- inni, og Andrews varð því að leggja af stað einn. I þetta skipti átti að fara til Huelva á Spáni. Hann var fjörutíu daga til Azoreyja og lagði þaðan til Huelva. Þar var tekið á móti honum með mikilli hrifn- ingu, og hvar sem hann kom, var hann hetja dagsins. Eftir að hafa eytt verðskulduðu fríi á Spáni, sneri Andrews aftur til Boston, ekki til að njóta frægðarinnar í ró og friði, þvert á móti: Enda þótt Andrews væri ekki lengur ungur, var hann ekki enn laus við ævintýralöngunina. Árið eftir fór hann aftur til sjós. f þetta skipti í bát, sem aðeins var þrettán fet á langd og hlaut nafnið „Draugaskipið". Tilraunin misheppnaðist. Bát- urinn var illa byggður og Andrews var aftur bjargað. Nú hlaut hann þó að hafa fengið nóg, VIKINQUR 367
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.