Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 29
Hmrik VIII. oe konur hans Inngangur. Það er hald manna almennt, að Hinrik VIII. Eng- landskonungur hafi verið ógurlegur kvennamaður. Margir munu og ætla, að hann hafi, af einskærri kven- semi, látið drepa tvær kðnur sínar af sex. Og víst er um það, að hann skildi við tvær þeirra. Talið er og, að Hinrik hafi verið hinn mesti grimmdarseggur. Er þess- um skoðunum otað að mönnum í kennslubókum í sagn- fræði og fræðiritum yfirleitt, að ónefndum ritgerðum í tímaritum, sem gefin eru út mönnum til dægrastytt- ingar. Herodot sagnfræðingur segir frá furðulegu dýri, sem heima ætti í Afrí,ku, en það var strúturinn. Taldi hann að það væri eðli strútsins, að hann stingi höfðinu í sandinn í stað þess að flýja, þegar hætta væri á ferð- um. Menn hafa í mörg hundruð ár undrazt heimsku strútsins. Er víst á nær öllum tungumálum líkt til strútsins um mann, sem lætur fljóta sofandi að feigð- arósi, og sagt, að hann stingi höfði í sandinn. Það er þó löngu kunnugt, að strúturinn stingur aldrei höfðinu í sandinn, heldur flýr sem fætur toga, þegar hætta vofir yfir. Ef saga Hinriks VIII. og kvenna hans væri rétt upp tekin, mun það sannast, að sagnirnar um hann eru ekki ósvipaðar sögusögn Herodots um strútinn. Skal nú vikið að hjónaböndum Hinriks. Hinrik kvæntist sex sinnum, þar af fimm sinnum' á árunum 1533—1546 (?). Eiga þessi mörgu og tíðu hjóna- bönd hans, eins og raunar flestir atburðir sögunnar, rót sína að rekja til fortíðarinnar. Rósastn'ðinu á Eng- landi hafði lokið þann veg, að Hinrik VIII., Tudor, komst þar til valda. Var það upphaf ríkisstjórnar Tudorættarinnar, en Hinrik var kominn af báðum kon- ungaættunum, sem um völdin börðust í Rósastríðinu. Styrjöld'þessi var nokkurs konar Sturlungaöld í stór- um stíl. Var styrjöldin, sem vita má, hin mesta plága öllum landslýð, því höfðingjar kvöddu landseta sína til fylgdar við sig, en þó bar af um mannfall aðals- stéttanna. Er mælt, að jafn sjaldgæft hafi verið að sjá aðalsmenn á Englandi, er styrjöldinni lauk, eins og úlfa á Frakklandi um miðbik síðustu aldar. Hinrik VII. var dugandis konungur og festist vel í sessi. En framan af ríkisstjórnarárum sínum, og enda vel fram eftir þeim, átti hann þó í höggi við tigna menn og ótigna Svika-Smerdesa, sem gerðu tilkall til kon- ungdómsins og efldu flokka gegn honum. Braut hann þá alla á bak aftur. Hinrik VII. átti tvo sonu, Arthur, prins af Wales og Hinrik (síðar VIII.). Það voru lög í Englandi í þann tíð, að einungis skilgetnir karlmenn voru arfgengir til ríkis þar. Var allvel séð fyrir erf- ingjum að krúnunni, meðan tveir lifðu konungssynirnir. kemur það mjög illa við menn, ef tekjur þeirra eru mjög mismunandi frá ári til árs. Æskilegt væri að sjómenn mættu greiða meðalskatt af tveggja ára launum, þannig, að þótt þeir öfl- uðu sérstaklega vel annað árið og mun minna hitt, þá hækkaði ekki skattstiginn þótt vel afl- aðist, en þannig er það nú. Eri slíkt fyrirkomu- lag, sem hér að framan er bent á um skatt- greiðslur, sérstaklega fiskimanna, mundi óefað örfa þá til dáða og þannig miða til heilla þjóð- inni. Að lokum má benda á að réttast væri, til þess að tryggja þjóðinni fyllstu afköst hinna duglegustu og heppnustu, að skattstiginn hækk- aði ekki þegar komið er yfir visst mark, t. d. 40—50 þús. á ári. Það mundi óefað koma þjóð- inni margfaldlega til góða í aukinni öflun hrá- efnis til öflunar aukins erlends gjaldeyris. Sú stefna, sem nú er ríkjandi hjá mörgum, miðar til þess að gera alla að hálfum mönnum, en af- néma þá, sem gætu skarað fram úr, er hvorki skynsamleg né þjóðhagslega heppileg, og held- ur ekki neinn sósíalismi, þótt menn hafi máske talið sér trú um það. Það verður að leita að breiðu bökkunum annars staðar en hjá sjómönn- um, því að þau eru til eins og dæmin sanna, og hin óseðjandi hít bæja- og ríkiskassanna virð- ist þurfa á sínu að halda. En lífskjörum sjómanna er þannig háttað, þau eru oft svo óblíð að eðlilegt er, að margir þeirra gefist upp á vígvellinum, velji sér eitt- hvað áhættuminna starf, er þeir sjá að viður- kenning sú, er þeir fá fyrir strit sitt, nætur og daga, er í öfugu hlutfalli við afköstin og árangurinn fyrir þjóðarheildina. Svo þegar heppnin hættir að vera með og þrekið er brost- ið, tekur dvalarheimilið við í bezta tilfelli, fyrir mörgum, skattarnir sáu um það. Ný stefna þarf að myndast um þessi mál, til þess að dugnaðar- menn fái notið sín til fulls. Ásg. V I K I N G U R 321
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.