Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 24
Karlrflaðurinn er búinn að vera, ef kvenmaður klófestir hann. Hún fjötrar hann eins og hund. Líttu á mig og hið frjálsa, áhyggjulausa líf sem ég lifi norður í Chezasskógum. Ég á konung að vini og heilan þjóðflokk svartra manna, sem umgangast mig eins og keisara. Gætirðu hugsað þér mig snurfusaðan á biðilsbuxum, allan á hjólum eftir duttlungum einhverrar kvensnift- ar, eða bíðandi eftir því að hún segi mér hvað ég eigi að gera dag hvern: að sitja ekki í drag- súgi á kvöldin, að taka inn kíninið á réttum tíma. Hvernig myndi þér lítast á mig sem herra Gyldenspjæt, mér er spurn? Nei, vinur sæll, ég vil blanda viskíið mitt þegar mér býður svo við að horfa, og eins og mér sjálfum hentar, án þess að þurfa að betla um leyfi kvenmanns til þess, og ég vil mega leggjast í grasið eins og frjálsborinn maður og horfa á stjörnurnar og hlusta á tónlist náttúrunnar og sofa í friði, án þess að hrökkva sífellt upp við kvennanöldur. Konurnar eru útsendarar djöfulsins, skal ég segja þér. Þú ættir að forðast þær, ef þú annt frelsi þínu og berð einhverja virðingu fyrir sjálf- um þér. Það var komið að mér að spyrja, hvort hann hefði orðið fyrir óláni í ástamálum, en ég vissi, að það var ekki. Auk þess var hann gjör- sneyddur kímnigáfu, líkt og allir sjálfdýrk- endur, og Doyle var eigingirnin sjálf holdi klædd. En ég vissi einnig, að innst inni óttaðist hann allt kvenfólk, sem á vegi hans varð. Jæja, þetta var sem sé sá Doyle, sem ég fyrst kynntist, og því er það skiljanlegt hve undrandi ég varð, þegar ég sá allt annan Doyle koma til Santa Luis sex mánuðum síðar með eina tylft fílabeina. Santa Luis er á portúgalska svæðinu. í þá tíð var bærinn aðeins óþrifalegt verzlunarpláss, með einni götu, sem auðvitað hét Aðalstræti. Þar- lendur her hafði aðsetur í þorpinu. Þar bjó ný- lendustjórinn og stór hópur evrópskra liðsfor- ingja og skrifstofumanna. Larsens-verzlun var eina stóra verzlunin á staðnum, og þar gat maður keypt allt og selt allt. Og jafnframt var þar rekin veitingasala. Lar- sen var danskur og hafði verið bryti á skipum Ö. K. skipafélagsins danska. Hann var ekki sér- lega viðmótsþýður, önugur og geðillur og alltaf fullur, þegar leið á kvöldið. Ég komst aldrei að því, hversvegna Doyle hafði ákveðið að selja fílabeinið í Sante Luis að þessu sinni, en ekki í Fort Ross. Og þó var hann óvinsælli meðal liðsforingjanna hér en þar. Ný- lendustjórinn, Lapes að nafni, var persónulegur hatursmaður hans og grunaði hann um að vera enskan njósnara. En Doyle gekk hiklaus og ósmeykur framhjá stjórnarbyggingunni og inn á torgið, snaraðist inn í verzlun Larsens og------já, það var ekki fyrr en dyrnar höfðu skellzt í lág að baki hans og hann hafði deplað augunum nokkrum sinn- um í björtu sólskininu, sem flæddi inn um glugg- ana, að hann varð þess áskynja, að það var kven- maður, sem stóð innan við búðarborðið, en ekki Larsen sjálfur, eins og hann hafði búizt við. Þetta var frænka Larsens. Hún hét Olga Lar- sen og var dóttir skipamiðlara, sem hafði' dáið nýlega úr hitasótt, svo nú stóð hún ein uppi og átti engan að, nema Larsen. Hvað er það, sem gerir konuna aðlaðandi í augum karlmannsins ? Það er afar misjafnt. Olga var há vexti og hraustleg stúlka, traust og þungbúin, hún sagði ekki margt, hafði gát á sér, hún brosti aldrei og daðraði ekki við neinn. Hún beið eftir þeim, sem koma skyldi. Doyle heyrði að hurðin skall í lás að baki hans. Það var eins og smellur í músagildru. Ég hef oft komið í verzlun Larsens, svo ég þekki hljóðið í hurðinni, þegar hún skeilur að stöfum. Það var enginn í verzluninni, nema Olga, Doyle og Lopez nýlendustjóri. Larsen gamli var ekki viðlátinn. Hann hafði laumazt í burtu til að gefa nýlendustjóranum tækifæri til að vera einum með Olgu, því Larsen hafði í hyggju að gifta hana hinum almáttuga nýlendustjóra. Doyle staldraði ekki við í búðinni nema tæpa mínútu. Hann mæiti ekki orð, en sást skömmu síðar ganga fram hjá virkinu, sýnilega á leið upp í hæðirnar fyrir ofan þorpið, og hann var alltaf að líta um öxl, líkt og þrumuveður væri yfirvofandi. Hann kom.aftur í verzlun Larsens áður en klukkustund var liðin. Nú var Larsen gamli viðstaddur. Ég veit ekki hvort heimsókn Doyles hefur lagzt illa í hann, en hann hafði sent Olgu fram í eldhúsið hinum megin í húsinu, og Lopes var farinn. En mér er kunnugt um að Larsen keypti allt fíla- beinið af Doyle, og hann hefur áreiðanlega greitt hátt verð fyrir það, bara til að losna sem fyrst við þennan „hræðilega mann“. Enn sást til frans, þar sem hann gekk upp á hæðirnar. En það var eins og hann sogaðist með ósýnilegri röst að verzlun Larsens jafnharðan aftur, og nú — það var liðið að sólsetri — var verzlunin full af liðsforingjum, og meðal þeirra var Lopez sjálfur. Larsen hafði lokað búðinni, og hafði nú breytt henni í portúgalskan bar, fullan af vínþef og tóbaksreyk, hávaða, bölvi og grammófóns- músík. Doyle settist við lítið borð í horninu hjá bar- 316 VIKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.