Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 28
um þeim, er fiska utan við landhelgismörkin, bæði innlendum og erlendum. En rányrkja sú, er nú á sér stað, stefnir að þjóðarvoða. Það þarf að vísu kjark og einbeittni til að gjöra það eina, sem dugar, en kjarkinn ætti ekki að vanta, því að um lífsspursmál er að ræða. Hamingja lands- ins mun sigra. Sjómannaskólinn. Mikið hefur verið talað um Sjómannaskól- ann í höfuðstað landsins, síðan hafin var bygg- ing hans. Mikið var býsnast yfir því í upphafi, hve dýr hann yrði. En nú er svo komið, að ár- lega eru ákveðnar skólabyggingar og aðrar byggingar í sveit og við sjó, sem ráðgert er að kosta muni sumar jafnháar og aðrar mikið hærri upphæðir. Hér skal ekki út í það farið, að gera samjöfnuð um hver byggingin er þörf- ust. Eflaust eru þær allar þarfar, en á það skal bent, að þetta er eini sjómannaskólinn á land- inu, þar sem sjómenn hvaðanæfa af landinu skulu nema sérgreinar sínar. Upptalning þeirra fræðigreina ætti að vera óþörf. En hitt er ljóst öllum þorra manna, að störf sjómanna eru mjög nauðsynleg, vandasöm og erfið, og ætti því að sýna þeim þá velvild og viðurkenningu fyrir strit sitt, að hlúa sem bezt að þessari stofnun. En það skortir nokkuð á að svo sé. Nauðsynleg nútímatæki, sem þróun tímans útheimtar, eru þar af skornum skammti, — sennilega vantar fjárveitingar, — og hirði ég eigi að telja þau upp, en öll þau nýjustu tæki, sem komu eftir stríðið og nú eru í mörgum skipum til notkunar, þyrftu og ættu að vera þar. Það, sem er einnig til hins mesta vansa, er að treglega gengur að fá f járhæðir og þau tæki, sem nú skortir til þess að ljúka við bygginguna og fegrun umhverfisins, þótt ekki sé um svo ýkja mikið að ræða. Það er metnaðarmál sjómanna, að verkinu verði lokið hið bráðasta. Það ætti líka að vera metn- aðarmál þjóðarinnar og yfirvaldanna. Öll þessi hálfbyggðu hús, með sóðalegt og óskipulegt umhverfi, eru þjóðinni til vansa, þegar dregst úr hömlu að ljúka þeim, meira fyrir sinnu- leysi en getuleysi. Þessi menningarstofnun á þann rétt á sér, að illt er til þess að vita, að eigi sé lokið við bygginguna og umhverfið fegr- að og þar komið á þeirri skipan, er til sæmdar má verða. Til þessa þarf nokkurn gjaldeyri, bæði í erlendu og innlendu fé, en þó eigi nema tiltölulega litlar upphæðir erlends gjaldeyris, til kaupa ýmissa tækja. Er að mestu um að ræða innlent fé til vinnulauna, og vantar því aðeins herzlumuninn, að vel sé. Skattarnir. Margir kvarta undan skattabyrðinni og sum- ir með réttu. Fáir verða eins hart úti og sjó- mennirnir, því þar er ekkert að fela, allt tíund- að, jafnvel fæðið og fötin, sem þeir standa í við störfin. Væri ekki mikið við því að segja, ef réttlátlega kæmi niður.NEn allir, sem vita hve mikla vinnu sjómenn leggja á sig til þess að afla þeirra tekna er þeir bera úr býtum, hljóta að sjá, að eðlilegt er að þeim sárnar mörgum, er þeir sjá að því meira sem þeir afla, því minnkandi fer tekjuaukning þeirra. Svo langt gengur þetta, að dugandi aflamenn, hvort heldur er á togurum eða öðrum veiðiskipum, eru að hætta að starfa nema hluta úr árinu, er þeir sjá að mestöll launin fara í skatta, þeg- ar yfir visst mark kemur. Þeir sjá að fyrir þá persónulega er til lítils eða einskis barizt. Þetta er vorkunnarmál, en hins vegar er hér um að ræða voða, sem gæti orðið til þess að enginn vildi neitt á sig leggja, eigi vera nema meðal- maður. En þjóðinni er þörf dugandi drengskap- armanna í hverju starfi er til heilla horfir. Það er því eigi að ófyrirsynju, að bent er á að á þessu sviði þurfi að athuga, sem og víðar, hvað þjóðinni sé fyrir beztu. Að þessu sinni er að- eins talað um fiskimennina, enda þótt aðrir sjó- menn kvarti einnig með réttu undan sams kon- ar skattaæði. Við vitum að það er bráðnauð- synlegt, að afla sem mest út djúpi hafsins, við vitum einnig, að því betri verða ástæður og hagur útgerðinni og ríkinu, því aflasælli, passa- samari og ötulli sem skipstjórnarmennirnir eru. Hvað þarf þá að gera til þess að örfa þessa menn til frekari dáða? Það þarf að sýna þeim að störf þeirra séu metin að verðleikum. Það þarf að gera sér það ljóst, að vart er hægt að búast við að einstaklingarnir vilji til lengdar slíta sér út á því að draga mikinn afla að landi, yfir vist mark, er þeir sjá að til einskis er bar- izt f'yrir þá persónulega. Slíkt er mjög skiljan- legt sjónarmið. En hins vegar er nauðsynin á að afla mikils, til þess að þjóðin fái þann erlenda gjaldeyri, er hún þarf í æ ríkari mæli. í fyrsta lagi væri þeim sýnd nokkur sann- girni með því að laun þeirra, sem tekin eru með fæði á skipunum, væru skattfrjáls. Það er á vitorði allra, sem til þekkja, að útgjöld sjó- mannsheimilis verða oft mun meiri fyrir þá sök, að heimilisfeðrum gefst eigi tækifæri til að gera hentug innkaup sjálfir fyrir heimilið. Fleira kemur til greina í þessu sambandi, sem styður það að sjálfs er höndin hollust. Allir skattar ættu að greiðast jafnóðum af tekjunum, en ekki eins og nú er, af fyrra árs tekjum, og 3ZQ V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.