Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 53
eftir að hann kom. En nú þarfnaðist hann nærgætni og umhyggju. 0g hann sá Signýju í nýju ljósi. Hún var sjálfselsk, hún Signý. Henni stóð alveg á sama um það, hvernig gömlu kunningjunum hennar farnaðist. Og enn sá hann fyrir sér ástleitið en dapurt brúðu- andlit Fanneyjar undir barðabreiða Panamahattinum. Hvað kvenfólk gat verið frábrugðið hvert öðru, þótt það væri á svipuðum aldri. Hann skildi við hana leiður í skapi, já, honum bauð næstum við henni. Honum datt ekki í hug, að það væri hann sjálfur, sem var sjálfselskur. Þannig byggja mennirnir upp óhamingju sína á grunni smávægilegr- ar ósanngirni. Þannig fór fyrir Eiríki. Hann var ekki lengur hann sjálfur. Því meir, sem hann hugsaði um Fanneyju, því ljósar varð honum, að hann elskaði hana, og að hann var óhamingjusamastur allra manna án hennar. Hann fór varla út fyrir dyr. Og dag einn, þegar liann gekk niður að ströndinni og ætlaði í sjóinn í litlu skjólgóðu víkinni sinni, og Fanney, læknastúdentinn og raunar prestsfrúin voru þar komin, þá læddist hann heim, án þess þau yrðu hans vör. Fanney hafði verið að lesa í bók og svarað prestsfrúnni annars hugar upp úr bókinni, en Jón Aibert lá kylliflatur á klöppinni með baðkápu hennar yfir sér, og reykti sígarettu. Hann hefði ekki látið þetta á sig fá — ef hann hefði ekki komið auga á baðkápuna. Loks læsti hann sig inni í herbergi sínu langtímum saman og lét sem hann væri önnum kafinn við að rifja upp siglingafræðina. Hafnsögumaðurinn spurði konuna sína, hvað gengi eiginlega að drengnum. — Hann skýldi þó aldrei kvíða fyrir að fara til sjós, sterkur og fíl- hraustur strákurinn? — Heyr á endemi! Nei, hann Rikki okkar kvíðir áreiðanlega ekki sjónum, fullyrti hún. Annars vissi hún ekki hvað gekk að honum, sagði hún og andvarp- aði. En hin lífsreynda frú Omlie, sem hafði í ríkum mæli til að bera næmi kvenfólksins á mannlegt eðli, hún vissi svo alltof vel hvað var á seyði. En slíkt þýddi ekki að ræða við gamla sjóvíkinginn hennar. Hann myndi aðeins hnussa fyrirlitlega og segja: — Puli, kvennasorgir? Þær ættu að þjá hann núna, þegar hann er að fara í siglingar og konur sextán þjóða bíða ó- þreyjufullar eftir honum! Eiríkur gerði sér allt far um að gleyma Fanneyju. Hann var orðinn ómannblendinn og forðaðist alla, sem hann þekkti. Hann hringdi öðru hvoru til Signýjar. En hún var aldrei heima. Og þótt veðrið væri inndælt þessa síðustu daga lians í þorpinu, þá grúfði hann sig yfir bækur sínar og lét færa sér matinn upp í herbergið sitt. Hann þorði satt að segja ekki að fara út, óttaðist að liann kynni að mæta Fanneyju og stúdentinum, að hún af skömmum sínum eða í hugsunarleysi kynnti þá livorn fyrir öðrum og kæmi honum þannig í bobba, sem honum hraus hugur við. En á næturnar fór hann oft á fætur, þegar fór að birta, og sigldi út milli hólmanna á bátnum sínum til að veiða. Öðru hvoru átti hann það til, að fara í gegnum skóg- inn bak við kirkjuna og koma við á staðnum, þar sem hann hafði lifað hamingjusömustu, en jafnframt ör- lagaríkustu mínútur lífs síns. Og hér gat hann setið lieila klukkustund, meðan sólin var að \enna upp. En staðurinn var ekki lengur hinn sami. Því sólin skein úr annarri átt og skuggarnir voru öðruvísi, en um hádegisbilið. Hann reyndi einnig hvað eftir annað að sannfæra sjálfan sig um, að þannig væri ást hans einnig farið. Allt væri breytt. Vindurinn blés úr norð- austri, og sólin skein úr allt annarri átt í hjarta hans — og sjálfsagt einnig í hennar. — En það var allt til einskis. Hann svaf órólega á næturnar og vaknaði oft við illan draum um ofsóknir og iiæðnishlátur — og var þvalur af svita. Loks tók burtfarardagurinn að nálgast. Og nú hlakk- aði hann til að komast af stað. Þá myndi hann gleyma Fanneyju. Honum yrði það miklu léttara á sjónum. Hann furðaði sig oft á því, að liann skyldi aldrei rek- ast á Signýju og að hún leit ekki inn til hans, þótt hún vissi að hann væri að fara. Þau voru nágramiar og gamlir kunningjar. En nú var eins og jörðin hefði gleypt hana. Móðir hans hafði gengið frá fötunum hans. Hún sat úti í garðinum og merkti þau. Eiríkur kom út til hennar annað veifið og settist í seglstólinn. — Hefurðu séð nokkuð til Signýjar? sagði hann. — Ég verð víst að fara að kveðja kunningjana. — Nei, Signýju? Hana hef ég ekki séð. Hún hefur sjálfsagt í öðru að snúast, en að heimsækja mig. — Öðru að snúast? Hvað áttu við? — Nú. — Ertu sá eini, sem ekkert veizt? — sagði V I K I N' G U R 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.