Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 20
stinga upp á vopnunum, eða ef til vill hafið þér) haft eitthvað í huga allan tímann?“ Það hýmaði yfir honum, og hann sagði, kát- ur í bragði: „Vitanlega“. Hann tók nú að leita í vösum sínum og dró' loks upp tvo smáhluti, sem ég bar upp að ljós- inu og komst að raun um, að voru tvær afail litlar skammbyssur, silfurbúnar og snotrar. Ég varð orðlaus af undrun, hengdi síðan aðra við* úrfestina mína, en rétti honum hina aftur. Samningamaður minn braut nú upp frímerki, sem í voru nokkur skothylki, og fékk mér eitt þeirra. Ég bað hann nú að koma með tiljögu viðvíkj- andi fjarlægðinni, og stakk hann upp á 65 áln- um. Ég missti nú þolinmæðina og sagði: „65 álnir? Með þessum vopnum? Vatnsbyss- ur væru hættulegri á 50 álna færi. Athugið, herra minn, að við erum að undirbúa dauða, ekki eilíft líf“. En þrátt fyrir allar fortölur og rök, gat ég< ekki þokað honum lengra niður en í 35 álnir. Jafnvel þessa tilslökun gerði hann nauðugur. Hann andvarpaði og sagði: „Ég þvæ hendur mínar af þessum mann- drápum. Megi yður hefnast fyrir“. Það var nú ekki um annað að gera fyrir mig en að fara heim til húsbónda míns og segja hon- um hin niðurlægjandi erindislok. Þegar ég kom inn var m. Gambetta að leggja frá sér síðustu hártjásurnar á „altarið“. „Ég sé á augum þínum, að þú hefur lokiði hinum hræðilega undirbúningi". „Já“. Hann fölnaði upp og studdi sig við borðið. Síðan stundi hann: „Vopnin! Vopnin! Fljótur, hver eru vopnin? Ég sýndi honum gripinn. Hann leit aðeins á hann, féll síðan í öngvit á gólfið. — Þegar hann raknaði úr rotinu, sagði hann grafalvarlegur:, „Hin ómennska rósemi, sem ég hef tileinkað mér að undanförnu, hefur farið í taugarnar. En burt með allan veikleika! Ég mun mæta örlög- um mínum sem maður og Fransmaður!" Klukkan hálf-tíu um morguninn kom hers- ■ ingin á Plessis Piquet-völlinn. Fyrstur fór vagn okkar monsjör Gambetta. Þá vagn monsjör Fourtous og einvígisvottar hans. Síðan kom vagn með tvo erfiræðusnillinga og mátti sjá jarðarfararræðurnar standa upp úr brjóstvös- unum. Þeir voru heiðnir. Þá fór vagn með yfir- sáralækna ásamt verkfærakössum þeirra. Næst komu átta einkavagnar með aðstoðarlækna. Þá, leiguvagn með líkskurðarmann. Síðan tveir, grafarar og tveir greftrunarstjórar. Síðan birt- ist í þokumistrinu hersing af aðstoðarmönnum, lögregluþjónum og almennum borgurum. Þetta hefði verið tilkomumikil fylking og fög- ur sjón, ef bjartviðri hefði verið. Engar viðræður fóru fram. Ég yrti nokkrum| sinnum á m. Gambetta, en ég býst ekki við, aðl hann hafi veitt því athygli. Hann var alltaf aði bera sig saman við vasabók sína og muldraðií viðutan: „Ég dey, svo Frakkland megi lifa“. Þegar komið var á orustuvöllinn stikuðum við einvígisvottarnir hinar 35 álnir, drógum( síðan um staðsetningu einvígismannanna. Þáí voru byssurnar hlaðnar í viðurvist tilhlýði- legra, skipaðra votta. En nú hafði lögreglan veitt því athygli, að áhorfendur höfðu raðað sér upp til hliðanna við völlinn. Þeir báðu því um hlé, þar eð þeir vildu koma aumingja fólkinu á öruggan stað. Eftir að lögreglan hafði komið hópunum fyrir að baki einvígismanna, var endanlega allt tilbúið. Þokan var nú orðin enn svartari en áður, en það varð að samkomulagi milli okkar einvígis- vottanna, að áður en við gæfum hið örlagaríka merki, skyldum við hvor fyrir sig gefa frá sér hátt hljóð, til að gefa stríðsmönnunum hug- mynd um í hvaða átt hvor fyrir sig var staddur. Ég sneri mér nú að húsbónda mínum, en brá| heldur en ekki í brún er ég sá hversu hann hafði tapað kjarkinum. Ég reyndi eftir mætti að hughreysta hann og sagði: „Sjáið til, monsjör, þetta er nú ekki eins al- varlegt og það lítur út fyrir. Með tilliti til gerðar vopnanna, hins langa skotfæris, hins takmarkaða skotafjölda, hinnar dimmu þoku og síðast en ekki sízt þeirrar staðreyndar, að ann-, ar ykkar er eineygður og hinn kolrangeygður og nærsýnn, virðist mér ekki ástæða til að þetta þurfi að enda með skelfingu. Þess vegna, hress- ið yður upp og verið ekki hræddur!“ Þessi ræða hafði þau áhrif á húsbónda minn, að hann rétti fram hendina og sagði: „Ég er aftur með sjálfum mér. Afhendið mér vopnið“. Ég lagði það, einmana og yfirgefið, í hinn stóra og sterklega lófa hans. Hann horfði á það með hryllingi og sagði raunalegur: .„Það er ekki dauðinn, sem ég óttast, heldur1 limlesting“. Ég hughreysti hann enn á ný, og nú meðí þeim árangri, að hann sagði: „Látið sorgarleikinn byrja! Stattu fyrir aft- an mig og yfirgefðu mig ekki“. Ég lofaði því. Síðan hjálpaði ég honum að1 miða byssunni í þá átt, sem ég taldi mótstöðu- mann hans vera. Síðan faldi ég mig að bakf hans og hrópaði: 312 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.