Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 77

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 77
Nokkrar athugasemdir við skýrslu Einars Arnórssonar til landsstjórnarinnar um Grænlands- málið 7. janúar 1932 ■ Eftir Jón Dúason clr. juris. Vegna eindreginna tilmxla höfunda/rins, birtist ritgerð þessi, og er að öllu leyti á hans ábyrgð. Ritstj. Er Norégur hafði numið land í Grænlandsóbyggðum í júlí 1931 og Danmörk stefnt Noregi fyrir Fasta al- þjóðadómstólinn í Haag og krafizt ógildingar á nám- inu, bar Jón Þorláksson fyrrv. forsætisráðherra og for- maður stærsta þingflojcksins, fram svohljóðandi tillögu til þingsályktunar á Alþingi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gxta hagsmuna fslainds út af deilu þeirri, sem nú er risin milli stjóma Noregs og Danmerkur um rétt til yfir- ráða á Grænlandi". 1 stuttri greinargerð segir Jón, að ísland eigi bæði réttar og hagsmuna að gæta á Grænlandi. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra og formaður næst stærsta þingflokksins, kvaðst sjálfur slíkt vilja mælt hafa og lýsti yfir eindregnu fylgi sínu og sinna manna við tillöguna. Var henni einróma vísað til utan- ríkismálanefndar, er mælti með henni, og því næst var hún samþykkt einróma á Alþingi þann 20. ágústmán- aðar. Sama dag tilkynnti ísland Fasta alþjóðadómstóln- um í Haag, að „fsland eigi liagsmuni lagalegs eðlis, sem úrskurður í máli þessu kunni að snerta“. Þann 26. ágústmánaðar 1931 reit landsstjórn íslands utanríkismálaráðherrum Danmerkur og Noregs svo: Bœði vegna hins landfræðilega og sögulega sam- bands íslands við Grænland, fylgjast menn hér á landi með mesta áhuga með máli þessu, sem m. a. er augljóst af því, að Alþingi hefur þann 20. þ. m. einróma samþykkt tillögu til þingsálykt- unar, þar sem skorað er á landsstjórnina að gæta 'hagsmuna fslands í sambandi við deilur þær, sem upp eru komnar milli Danmerkur og Noregs um yfirráðaréttinn yfir nokkrum hluta Grænlamds". Fram til þessa fylgir landsstjórnin yfirlýstum vilja forsætisráðherrans á þingi, frumkvæði „Njáls“, ráðum utanríkismálanefndar og einróma samþykki Alþingis. En hvað skeður svo? Landsstjórnin snýr sér til ein- asta mannsins, sem mælt liafði á móti tillögu Jóns á þingi, Einars Arnórssonar, og biður hann um álitsgerð í Grænlandsmálinu. Hvaða öfl voru hér að verki? Einar samdi álitsgerðina, og er eintak af henni geymt í Landsbókasafninu sem Lbs. 442 fól. Greinargerð Einars fyrir rétarstöðu Grænlands í forn- öld er öll frá Ólafi Lárussyni, Halldóri Hermannssyni og Finni Jónssyni. Hefur það raunar allt verið hrakið af mér í réttarstöðu Grænlands og athugasemdum mín- um við Grænlandsgrein Ólafs Lárussonar. Bollalegg- ingar Einars um meðeignarrétt Islands til Grænlands (með Danmörku) virðast vera hans eigið smíði. Þetta tvennt kom ekki undir úrskurð Fasta alþjóðadómstóls- ins, en öllum öðrum röksemdum og niðurstöðum í grein- argerð Einars hefur dómstóll sá hrundið, og er þá með því útrætt um þær hliðar málsins. Það er augljóst mál, að þar sem Grænland var sýni- legt frá Islandi innan landsalmennings íslands hið ytra, og innan íslenzkrar landhelgi eins og hún birtist í Úlf- Ijótslögum og í Grágás og síðar í réttarkröfum hinna ísl.-norsku konunga, var Grænland fyrir nám þess kom- ið undir ísl. yfirráðarétt sem ísl. almenningur og hluti úr þjóðfélagssvæðinu. Grænland er fundið af íslandi um 980; en fyrsti fundur veitti fyrrum fullan eignar- og yfirráðarétt, og veitir enn forgangsrétt til náms um nokkurt skeið. Á 10. öld var ekki til nokkurt norrænt (eða ger- manskt) land, þar sem þegnarnir fóru ekki sjálfir með alla þætti þjóðfélagsvaldsins, svo það verður ekki rengt, að svona var þetta hér á landi. Þetta fer alveg fram hjá Einari eins og Ólafi. Ýmist tala þeir um hið forna ísl. þjóðfélag sem „ríki“, þ. e. þjóðfélag undirokaðra þegna undir miðstjórn, en það þjóðfélagsfyrirkomulag (af rómverskum uppruna) barst fyrst til hinna ger- mönsku landa með kaþólsku kirkjunni, eða þeir láta þegna liins íslenzka þjóðfélags í heiðni og kristni vera óbundna af bandi þjóðfélagsins og algerlega óháða þjóðfélasgsvaldi þess, sem var mjög sterkt, enda þótt því væri allt öðru vísi fyrir komið þá en nú. Það þjóð- félag hefur aldrei neins staðar eða nokkurn tíma verið til, þar sem þjóðfélagsbandið var ekki varanlega bind- andi fyrir alna og óborna, því án þessa er samfélagið ekki þjóðfélag, héldur eitthvað annað. Og ísl. þjóð- félagið hafði vissulega vald lífs og dauða yfir þegnum sínum, þótt það væru ekki leigðir böðlar keisara, er „vágu í gegn“, komu fram löglegum hefndum, dæmdu glæpamenn (helzt þræla) til blóta eða vágu að skógar- mönnum. Lögregluvald og dómsvald þjóðfélagsins var til fyrir því, þótt það væri í höndum þegnanna. Þeir voru „í lögum skyldir11. Það er fyrir fáfræði í ein- földustu undirstöðuatriðum stjórnlagafræði og réttar- sögu, að kennt er hér í skólum, allt frá barnaskólum og upp í lagadeild háskólans, að hið forna Grágásar- þjóðfélag hafi ekki haft neitt framkvæmdarvald, eða VÍKINGUR 369
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.