Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 32
Anna Boleyn. telja síðari hjónabönd Hinriks ógild og börn hans í þeim óskilgetin. Hinriki fórst vel við Katrínu. Hún fékk miklar jarð- eignir og stórfé til lífsviðurværis. Anna Boleyn. Að loknum margra ára skilnaðarþrengingum gengur Hinrik að eiga enska aðalsmey, Önnu Boleyn. Má víst satt telja, að þau hafi átt vingott saman áður en þau komu í hjúskap. Hinrik var þá á bezta aldri, og er eigi hægt að telja tilhugalíf hans og Önnu nokkurn sér- stakan vott um hneigð Hinriks til kvenna, úr því ekk- ert kemur annað til, en öldin þó spillt. Ráðgjafar konungs og allur landslýður, utan ramm- kaþólskir menn, fögnuðu mjög þessu kvonfangi Hin- riks. Var mikið um dýrðir í Lundúnum, er Anna var krýnd, svo að enn er vitnað til farar þeirra konungs- hjóna ofan Themsá, og likt til hennar um íburð og skrúð og fagnaðarlæti, er sams konar athafnir fara fram nú á dögum. Höfðu þau Hinrik og Anna glæsilega hirð um sig, enda oft glatt á hjalla þar. Var von til þess, því dauft hafði verið í hallarsölunum meðan á skiln- aðarþrasinu stóð. Biðu menn með óþreyju, hversu nú mundi fara um ríkiserfðirnar. Anna varð skjótt barns- hafandi og má óhætt fullyrða, að sjaldan hafi alþjóð manna beðið eftir því með meiri eftirvæntingu, hvort fæðast mundi sonur eða dóttir. Gekk margur hljóður heim til sín, kvöldið það, sem fallbyssurnar tilkynntu að Anna drottning hefði eignazt dóttur. Það var Elísa- bet. Þótti þá ekkert til hennar koma, þótt annað yrði síðar, því ekki var hún arfgeng til ríkis. Biðu menn nú þess, að betur tækist næst. En þá fór að kvisast, að Anna veitti öðrum þann rétt, sem konungur átti einn. Barst þetta til eyrna ráðgjafanna. Sáu þeir, sem rétt vai', að ekki stoðaði þótt Anna eignaðist son, ef vafi léki á um faðernið. Settu þeir út verði til þess að hafa gát á drottningu, og var hún staðin að hjúskapar- broti. Anna var hneppt í fangelsi og mál höfðað gegn henni. Var brot hennar sannað, og hún dæmd til dauða og hálshöggvin. Átti Hinrik konungur engan hlut að málinu, utan þann, að hann var neyddur til að undir- skrifa dauðadóminn. Tók hann sér það mjög nærri og var vart mönnum sinnandi. Hefur enginn orðið til þess að halda því fram, að Hinrik hafi um þær mundir hugað á annað kvonfang. Jane Seymour. Iíjó nú enn í sama fari. Hinrik átti tvær dætur, en hvorug þeirra gat erft krúnuna. Hinrik konungur var kominn á fimmtugsaldur og þótti ráðgjöfum hans, sem engin bið mætti á því verða, að hann kvæntist á ný. Var vart höfuðið fokið af bol Önnu Boleyn, þegar ráð- gjafar konungs tóku að knýja hann til kvonbæna. Hin- rik færðist fyrst undan í flæmingi, en þar kom, að hann gekk að eiga unga aðalsmey, Jane Seymour. Tókst með þeim ástúðlegt hjónaband, en þau voru stutt sam- an. Dó drottning af barnsförum eftir rúmlega árs hjónaband, en barnið lifði. Það var sonur, Játvarður, síðar konungur, hinn sjötti með því nafni. Hinrik treg- aði Jane Seymour alla ævi, og í banalegunni bað hann þess, að hann yrði grafinn við hlið hennar. Konungi var það harmléttir, að hann hafði eignazt son, og ráðgjafarnir og allur landslýður gladdist yfir því, að nú lék ekki lengur á tvennu um það, hver til valda kæmi eftir Hinrik. Skjótt bar þó skugga á gleð- ina. Konungssonur var ákaflega pasturslítill, síveikur og oft tvísýnt um líf hans. Tóku ráðgjafarnir enn að ræða það, að ekki væri vel fyrir ríkiserfðunum séð. Þótti þeim veldi Tudoranna hanga á veikum þræði, þar sem þessi veiklaði sonur var. Óttinn við borgarastyrjöld og erfðadeilur var enn meiri en áður, eftir að ríkis- kirkja var sett á stofn. Þótti ósýnt, hvernig um hana mundi fara ef ný konungsætt kæmi til valda, en ráð- gjafarnir voru mótmælendatrúar og létu sér annt um vöxt og viðgang ríkiskirkjunnar, eins og konungur sjálfur. Þegar hér er komið sögunni, vofðu yfir trúai'- bragðastyrjaldir á meginlandi Norðurálfunnar. Hafði mótmælendatrú breiðzt óðfluga út, en nú hugðust ka- þólskir að brjóta mótmælfendatrúarmenn á bak aftur. Aftur á móti fóru orð milli þjóðhöfðingja í löndum mótmælenda, um að standa saman. Mestur styrkur þeirra var í Norður-Þýzjkalandi og á Englandi. Anna frá Cleve. Ráðgjafar Hinriks VIII. vildu treysta sem bezt sam- band við þýzka höfðingja, en þá voru mörg smáríki á Þýzkalandi, eins og lengi síðan. Fannst þeim bezt til fallið, að konungur gengi að eiga þýzka furstadóttur. Varð Anna, dóttir hertogans af Cleve, fyrir vali þeirra. Komu ráðgjafarnir síðan á konungsfund og færa þess- ar ráðagerðir í tal við hann. I fyrstu aftók Hinrik með öllu að verða við tilmælum ráðherranna, en þeir héldu 324 V I K I N G Ll R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.