Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 76

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 76
— nei, strax árið eftir, hafði Andrews, sem nú var orðinn sextíu ára, nýjan bát tilbúinn, aðeins tólf feta langan, og hann vóg ekki meira en svo, að Andrews gat lyft honum með annari hendi. Það var ósköp eðlilegt, að fólk segði, að Andrews væri orðinn galinn. Auðvitað kom hann skipi sínu aldrei yfir Atlantsála, ekki af því að það væri ekki sjófært, heldur einfaldlega vegna þess að það tók ekki nauðsynlegar vistir. Og svo kom endirinn: Andrews bauð hinu volduga Atlantshafi byrginn einu sinni of oft. Hann kvæntist ævintýrasjúkri stúlku árið 1901, og skömmu eftir brúðkaupið lögðu hjónin af stað til Spánar á tuttugu feta löngum bát. Hin ævin- týraþyrstu hjón sáust viku eftir burtförina frá Boston, en síðan spurðist ekki til þeirra. Andrews er þó hvorki sá fyrsti eða eini, sem hefur leyst það afrek af hendi að fara á bát- skel yfir Atlantshafið. Þegar árið 1867 fóru tveir menn frá Gloucester í Ameríku til Sout- hamton í Englandi á tuttugu feta bát á aðeins tuttugu og sjö dögum. Tveim árum áður en Andrews sigldi sína fyrstu ferð sigldi „Centemi- cal“ frá Boston til Englands á fimmtíu og sex dögum. Sá bátur var tuttugu feta langur og var fyrir- myndin að fyrsta bát Andrews. í júní 1877 sigldi Tómas nokkur Crapo og kona hans frá New Belford til Frakklands á fjörutíu dögum. Bát- ur þeirra var að nokkru leyti þiljubátur, svo að þau gátu skriðið í skjól til skiptis og fengið sér blund, sem þau höfðu oft mikla þörf fyrir. Bát- urinn var tuttugu fet á lengd, sex og hálft á breidd og tvö fet og níu þumlungar á dýpt. Hjónasiglingin gekk í alla staði mjög vel, og það eina, sem amaði að þeim, var eðlilegur skortur á plássi til að teygja úr fótunum. Einu sinni þegar þau mættu skipi, fengu þau leyfi til að koma um borð og spásséra á þilfarinu. Eftir að hafa notið þessara fríðinda eina klukku- stund, fóru þau aftur um borð í sitt hrörlega farartæki og héldu ferðinni áfram. En merkilegastur allra hinna djörfu karla og kvenna er þó áreiðanlega Ameríkumaðurinn Howard Blackburn. Sá maður missti við fyrstu tilraun sína alla fingur og tær. Það hindraði hann þó ekki frá að endurtaka tilraunina, og í báti sínum „Great Western“, sigldi hann frá Ameríku til Englands á fimmtíu dögum. Eftir stórkostlegar móttökur í Englandi fór hann aftur til Ameríku, þar sem hann byggði tuttugu og fimm feta bát, sem hann gaf nafnið „Republic". Það var meiningin að setja met, og því ákvað hann að sigla bæði nótt og dag. Hann svaf frá tólf til sex eftir hádegið og lét bátinn sigla sjálfan. Á næturnar og fram að há- degi sat hann við stýrið, nema þegar hann mat- bjó. Ástæðan til þess að hann vakti á næturnar, var óttinn við að rekast á skip. Þrátt fyrir þess- ar varúðarreglur var þó nærri búið að sigla hann um tvisvar sinnum, eftir að hann hafði verið á verði tvo daga samfleytt í þoku. Yfir- bugaður af þreytu hafði Blackburn sofnað, en vaknaði eftir stutta stund við að hann heyrði skip blása. Hann sá móta fyrir risavöxnum skipsskrokknum, sem hvarf þó fljótt í þokuna. Eftir hádegið var hann vakinn aftur. I þetta skipti var það skipstjórinn á gufuskipi, sem vildi vitia hvort Blackburn þafnaðist hjálpar. Eftir þessar truflanir ákvað Blackburn að yfirgefa gufuskipaleiðina og leita leiða þar sem minni umferð væri. Eftir þrjátíu og átta daga ferð sigldi hann báti sínum inn til Tagus og gekk á land í Lissa- bon, sem var takmark ferðarinnar. Hann setti ekki met og reyndi það ekki heldur seinna. X þýddi. Við spilið. — Ljósm.: Guðni Þórðarson. 36B VIKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.